Vaktin: Sagðir hafa rætt um að fremja fjöldamorð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2022 10:16 Aðgerðir lögreglu á miðvikudag voru umfangsmiklar. Vísir/Vilhelm Rannsókn lögreglu vegna gruns um að einstaklingar sem handteknir voru í umfangsmiklum aðgerðum í vikunni, hafi verið með hryðjuverk í bígerð heldur áfram. Vísir fylgist með vendingum dagsins í málinu í Vaktinni hér að neðan. Lögregla boðaði til blaðamannafundar í gær vegna málsins en rannsóknin er sögð á frumstigum. Lagt var hald á fjölda skotvopna, síma og tölva, sem nú verður rannsakaður. Fjórir voru handteknir og tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins, annar í viku og hinn í tvær vikur. Lögregla telur sig með aðgerðunum hafa afstýrt hryðjuverkaárás hér á landi. Í hádegisfréttum RÚV í dag kom fram, samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV, að mennirnir tveir sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald hafi rætt um að fremja fjöldamorð á árshátíð lögreglumanna í næstu viku. Rafræn gögn sýni samskipti á milli þeirra þar sem orðalagið „fjöldamorð“ var notað. Lögreglumenn, Alþingi og fleira hafi verið nefnt í því samhengi. Lögregla hefur haldið spilunum þétt að sér og ekki gefið upp mikið um hina fyrirhuguðu árás sem sögð er hafa verið yfirvofandi. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að lögreglu hafi sett vörð um Alþingishúsið og þá greinir blaðið frá því að sjónir mannanna kunni að hafa beinst að árshátíð lögreglumanna, sem átti að fara fram í næstu viku. Vísir mun fylgjast með vendingum dagsins í málinu í Vaktinni sem nálgast má hér að neðan. Þar munum við miðla því sem fram kemur um málið í dag.
Lögregla boðaði til blaðamannafundar í gær vegna málsins en rannsóknin er sögð á frumstigum. Lagt var hald á fjölda skotvopna, síma og tölva, sem nú verður rannsakaður. Fjórir voru handteknir og tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins, annar í viku og hinn í tvær vikur. Lögregla telur sig með aðgerðunum hafa afstýrt hryðjuverkaárás hér á landi. Í hádegisfréttum RÚV í dag kom fram, samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV, að mennirnir tveir sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald hafi rætt um að fremja fjöldamorð á árshátíð lögreglumanna í næstu viku. Rafræn gögn sýni samskipti á milli þeirra þar sem orðalagið „fjöldamorð“ var notað. Lögreglumenn, Alþingi og fleira hafi verið nefnt í því samhengi. Lögregla hefur haldið spilunum þétt að sér og ekki gefið upp mikið um hina fyrirhuguðu árás sem sögð er hafa verið yfirvofandi. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að lögreglu hafi sett vörð um Alþingishúsið og þá greinir blaðið frá því að sjónir mannanna kunni að hafa beinst að árshátíð lögreglumanna, sem átti að fara fram í næstu viku. Vísir mun fylgjast með vendingum dagsins í málinu í Vaktinni sem nálgast má hér að neðan. Þar munum við miðla því sem fram kemur um málið í dag.
Lögreglumál Lögreglan Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Lögregluaðgerðin í kastljósi erlendra fjölmiðla Erlendir fjölmiðlar á borð við CNN og The Guardian hafa fjallað um aðgerðir lögreglu hér á landi í vikunni þar sem fjórir voru handteknir grunaðir um að hafa haft í hyggju að fremja hryðjuverk hér á landi. 23. september 2022 09:59 Eru sagðir hafa sýnt árshátíð lögreglumanna sérstakan áhuga Árásir sem lögregla telur sig hafa komið í veg fyrir þegar fjórir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum á þriðjudag, voru taldar yfirvofandi á næstu dögum. 23. september 2022 06:45 Norðurvígi segist ekki tengjast handtökunum Nýnasistasamtökin Norðurvígi sem einnig eru þekkt sem Norræna mótstöðuhreyfingin hefur neitað því að tengjast öfgahópum og það sé ekki fólk innan samtakanna sem ætli sér að fremja hryðjuverk. 22. september 2022 23:44 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Lögregluaðgerðin í kastljósi erlendra fjölmiðla Erlendir fjölmiðlar á borð við CNN og The Guardian hafa fjallað um aðgerðir lögreglu hér á landi í vikunni þar sem fjórir voru handteknir grunaðir um að hafa haft í hyggju að fremja hryðjuverk hér á landi. 23. september 2022 09:59
Eru sagðir hafa sýnt árshátíð lögreglumanna sérstakan áhuga Árásir sem lögregla telur sig hafa komið í veg fyrir þegar fjórir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum á þriðjudag, voru taldar yfirvofandi á næstu dögum. 23. september 2022 06:45
Norðurvígi segist ekki tengjast handtökunum Nýnasistasamtökin Norðurvígi sem einnig eru þekkt sem Norræna mótstöðuhreyfingin hefur neitað því að tengjast öfgahópum og það sé ekki fólk innan samtakanna sem ætli sér að fremja hryðjuverk. 22. september 2022 23:44