Strandveiðar festar í sessi með auknum aflaheimildum Bjarni Jónsson skrifar 23. september 2022 11:01 Við þurfum að styrkja stöðu sjávarbyggðanna, tækifæri fólks til að leggja fyrir sig vistvænar krókaveiðar á grunnslóð í atvinnuskyni. Nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar, sjávarauðlindina. Að sú leið sé öllum opin, ekki síst í þágu smærri byggðanna sem hafa á undanförnum árum verið rúnar aflaheimildum sínum og lífsbjörg kynslóða, á sífellt færri hendur á færri stöðum. Kvótakerfi án byggðafestu, þar sem menn hafa komist upp með að höndla með veiðiheimildir sem eign þeirra væri og án tillits til hagsmuna og réttinda einstakra byggðarlaga og samfélags fólks sem hefur í kynslóðir byggt afkomu sína á því að sækja sjóinn og vinna úr og nýta það sem hafið gefur. Í þessari viku mælti ég fyrir tillögu til þingsályktunar um eflingu félagslega hluta fiskveiðistjórnunarkerfisins. Einu af forgangsmálum þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns-framboðs. Tillagan byggir á sjávarútvegsstefnu hreyfingarinnar og felur í sér að stækka í áföngum félagslegan hluta fiskveiðistjórnunarkerfisins með það fyrir augum að hlutdeild hans verði 8,3% af heildarafla í stað 5,3% í dag. Sömuleiðis er lagt til að endurskoða hlutverk mismunandi aðgerða innan kerfisins og skiptingu aflamagns á milli þeirra. 25 júní 2009. Félagslegar veiðar skipta sköpum fyrir byggðafestu á Íslandi. Það voru því mikilvæg og farsæl tímamót 25. júní 2009, þegar þáverandi Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason undirritaði reglugerð um strandveiðar. Strandveiðarnar opnuðu á takmarkaðar veiðar þeirra sem ekki eru handhafar aflaheimilda. Veiðarnar hafa verið lyftisteinn fyrir atvinnulíf í mörgum smærri byggðum landsins og á svæðum sem urðu illa úti vegna framsals aflaheimilda og samþjöppunar í sjávarútvegi. Og það á við um marga anga hins félagslega kerfis sem glætt hafa lífi hafnir sem áður stóðu tómar og þar sem sjávarútvegur var á undanhaldi. Það er grundvallaratriði að félagslegar veiðar nýtist sem jöfnunartæki og liður í því er að treysta byggðajafnrétti og styrkja stöðu og rétt sjávarbyggðanna með réttlátari nýtingu sjávarauðlindanna um land allt. Tækifærin til uppbyggingar í kringum félagslegar veiðar eru ærin og má benda á að strandveiðar skipta nú sköpum fyrir fjölda fjölskyldna vítt og breytt um landið en 700 sjálfstæðar útgerðir hafa afkomu sína af handfæraveiðum, að ótöldum afleiddum störfum fiskverkanda, verkafólks og þjónustuaðila sem njóta góðs af þessari ráðstöfun. Það er stefna okkar í VG að nýta félagslegar veiðar til réttlátrar uppbyggingar atvinnutækifæra í sjávarbyggðunum hringinn í kringum landið, skapa tækifæri fyrir útgerðir sem ekki eru handhafar aflamarks og stuðla að umhverfisvænum veiðum. Ástæða er til að endurskoða úthlutun og meðhöndlun aðgerða innan kerfisins með tilliti til þess hvernig þær veiðiheimildir nýtist sem best smærri byggðarlögum sem þær eiga að þjóna og færa stærri hluta þeirra til smærri útgerða og inn í strandveiðikerfið. Þá þarf að koma í veg fyrir að stór hluti þeirra endi hjá stærstu útgerðarfélögum landsins sem nú þegar halda á stærstum hluta allra veiðiheimilda við Íslandsstrendur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Vinstri græn Bjarni Jónsson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Við þurfum að styrkja stöðu sjávarbyggðanna, tækifæri fólks til að leggja fyrir sig vistvænar krókaveiðar á grunnslóð í atvinnuskyni. Nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar, sjávarauðlindina. Að sú leið sé öllum opin, ekki síst í þágu smærri byggðanna sem hafa á undanförnum árum verið rúnar aflaheimildum sínum og lífsbjörg kynslóða, á sífellt færri hendur á færri stöðum. Kvótakerfi án byggðafestu, þar sem menn hafa komist upp með að höndla með veiðiheimildir sem eign þeirra væri og án tillits til hagsmuna og réttinda einstakra byggðarlaga og samfélags fólks sem hefur í kynslóðir byggt afkomu sína á því að sækja sjóinn og vinna úr og nýta það sem hafið gefur. Í þessari viku mælti ég fyrir tillögu til þingsályktunar um eflingu félagslega hluta fiskveiðistjórnunarkerfisins. Einu af forgangsmálum þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns-framboðs. Tillagan byggir á sjávarútvegsstefnu hreyfingarinnar og felur í sér að stækka í áföngum félagslegan hluta fiskveiðistjórnunarkerfisins með það fyrir augum að hlutdeild hans verði 8,3% af heildarafla í stað 5,3% í dag. Sömuleiðis er lagt til að endurskoða hlutverk mismunandi aðgerða innan kerfisins og skiptingu aflamagns á milli þeirra. 25 júní 2009. Félagslegar veiðar skipta sköpum fyrir byggðafestu á Íslandi. Það voru því mikilvæg og farsæl tímamót 25. júní 2009, þegar þáverandi Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason undirritaði reglugerð um strandveiðar. Strandveiðarnar opnuðu á takmarkaðar veiðar þeirra sem ekki eru handhafar aflaheimilda. Veiðarnar hafa verið lyftisteinn fyrir atvinnulíf í mörgum smærri byggðum landsins og á svæðum sem urðu illa úti vegna framsals aflaheimilda og samþjöppunar í sjávarútvegi. Og það á við um marga anga hins félagslega kerfis sem glætt hafa lífi hafnir sem áður stóðu tómar og þar sem sjávarútvegur var á undanhaldi. Það er grundvallaratriði að félagslegar veiðar nýtist sem jöfnunartæki og liður í því er að treysta byggðajafnrétti og styrkja stöðu og rétt sjávarbyggðanna með réttlátari nýtingu sjávarauðlindanna um land allt. Tækifærin til uppbyggingar í kringum félagslegar veiðar eru ærin og má benda á að strandveiðar skipta nú sköpum fyrir fjölda fjölskyldna vítt og breytt um landið en 700 sjálfstæðar útgerðir hafa afkomu sína af handfæraveiðum, að ótöldum afleiddum störfum fiskverkanda, verkafólks og þjónustuaðila sem njóta góðs af þessari ráðstöfun. Það er stefna okkar í VG að nýta félagslegar veiðar til réttlátrar uppbyggingar atvinnutækifæra í sjávarbyggðunum hringinn í kringum landið, skapa tækifæri fyrir útgerðir sem ekki eru handhafar aflamarks og stuðla að umhverfisvænum veiðum. Ástæða er til að endurskoða úthlutun og meðhöndlun aðgerða innan kerfisins með tilliti til þess hvernig þær veiðiheimildir nýtist sem best smærri byggðarlögum sem þær eiga að þjóna og færa stærri hluta þeirra til smærri útgerða og inn í strandveiðikerfið. Þá þarf að koma í veg fyrir að stór hluti þeirra endi hjá stærstu útgerðarfélögum landsins sem nú þegar halda á stærstum hluta allra veiðiheimilda við Íslandsstrendur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun