Segist hafa sóað fimm árum af sínum ferli en neitar að hafa verið glaumgosi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. september 2022 23:00 Ousmane Dembélé virðist loks vera að finna taktinn í Katalóníu. Steve Christo/Getty Images Ousmane Dembélé, vængmaður spænska knattspyrnuliðsins, Barcelona var keyptur á fúlgur fjár árið 2017 en það var í raun ekki fyrr en á síðustu leiktíð sem hann fór virkilega að sýna hvað í sér býr. Leikmaðurinn viðurkennir að hann hafi sóað fimm árum af ferli sínum en þvertekur fyrir að vera glaumgosi. Dembélé var rétt tæplega tvítugir þegar hann gekk í raðir Barcelona sumarið 2017 eftir frábært tímabil með Borussia Dortmund í Þýskalandi. Kaupverðið var vel yfir 100 milljónir evra en hann var keyptur til að fylla skarðið sem Neymar skildi eftir sig. Virðist það hafa tekið sinn toll á franska vængmanninum. Síðan hann gekk í raðir Börsunga hafa ýmis meiðsli plagað hann og sjaldan hefur leikmaðurinn verið nálægt sínu besta. Það er þangað til Xavi tók við stjórnartaumunum á síðustu leiktíð. Hann hrósaði leikmanninnum í hástert og gerði allt sem í sínu valdi stóð til að halda Dembélé en samningur vængmannsins rann út síðasta sumar. Hann samdi á endanum aftur við Barcelona og sér ekki eftir því í dag. Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp tvö til viðbótar í sex leikjum í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni. „Frá 2017 til 2021 hef ég sóað tíma mínum gríðarlega. Ég hef týnt fimm árum af ferli mínum,“ sagði Dembélé í viðtali við RMC Sport. „Ég hef glímt við erfið meiðsli aftan í læri. Þjálfararnir sögðu að ég yrði að leggja hart að mér annars myndi það halda áfram að gerast. Það skánaði þegar Ronald Koeman tók við og varð enn betra eftir að Xavi mætti. Þegar ég kom til Barca var ég yngri, ég fór út en ekki jafn mikið og fólk segir eða ímyndar sér,“ bætti vængmaðurinn við en lífstíll hans hefur verið mikið til umræðu síðan flutti til Katalóníu. Ousmane Dembele's ready to make up for lost time pic.twitter.com/ABEMWh1dwM— GOAL (@goal) September 21, 2022 Dembélé virðist loks hafa jafnað sig af meiðslum, fundið taktinn og stefnir nú á að berjast um titla með Barcelona sem og að tryggja sæti sitt í franska landsliðinu en alls hefur hann leikið 28 A-landsleiki til þessa. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Dembélé var rétt tæplega tvítugir þegar hann gekk í raðir Barcelona sumarið 2017 eftir frábært tímabil með Borussia Dortmund í Þýskalandi. Kaupverðið var vel yfir 100 milljónir evra en hann var keyptur til að fylla skarðið sem Neymar skildi eftir sig. Virðist það hafa tekið sinn toll á franska vængmanninum. Síðan hann gekk í raðir Börsunga hafa ýmis meiðsli plagað hann og sjaldan hefur leikmaðurinn verið nálægt sínu besta. Það er þangað til Xavi tók við stjórnartaumunum á síðustu leiktíð. Hann hrósaði leikmanninnum í hástert og gerði allt sem í sínu valdi stóð til að halda Dembélé en samningur vængmannsins rann út síðasta sumar. Hann samdi á endanum aftur við Barcelona og sér ekki eftir því í dag. Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp tvö til viðbótar í sex leikjum í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni. „Frá 2017 til 2021 hef ég sóað tíma mínum gríðarlega. Ég hef týnt fimm árum af ferli mínum,“ sagði Dembélé í viðtali við RMC Sport. „Ég hef glímt við erfið meiðsli aftan í læri. Þjálfararnir sögðu að ég yrði að leggja hart að mér annars myndi það halda áfram að gerast. Það skánaði þegar Ronald Koeman tók við og varð enn betra eftir að Xavi mætti. Þegar ég kom til Barca var ég yngri, ég fór út en ekki jafn mikið og fólk segir eða ímyndar sér,“ bætti vængmaðurinn við en lífstíll hans hefur verið mikið til umræðu síðan flutti til Katalóníu. Ousmane Dembele's ready to make up for lost time pic.twitter.com/ABEMWh1dwM— GOAL (@goal) September 21, 2022 Dembélé virðist loks hafa jafnað sig af meiðslum, fundið taktinn og stefnir nú á að berjast um titla með Barcelona sem og að tryggja sæti sitt í franska landsliðinu en alls hefur hann leikið 28 A-landsleiki til þessa.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira