Áfram gríðarlegt álag á heilsugæslunni þó sumrinu sé að ljúka Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. september 2022 19:31 Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón Gríðarlegt álag er á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins um þessar mundir. Mönnun er að komast í eðlilegt horf eftir sumarið en nú tekur við uppsöfnuð þörf eftir síðustu tvö ár. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir nokkra bið eftir tímum og býst við að róðurinn verði áfram þungur. Mikið álag var á heilsugæslustöðvum landsins í sumar en þó að sumrinu sé nú lokið er ekkert að draga úr álaginu, að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Nú eru menn bara að reyna að taka uppsöfnuð námsleyfi og sumarfrí sem ekki gafst tími til að taka þessi síðustu tvö ár,“ segir hún. „Mönnunin er alveg að komast í venjulegt horf en hins vegar er uppsöfnuð þörf eftir þjónustu eftir allan þennan Covid tíma sem við erum mikið að finna fyrir.“ Þá hjálpi haustpestirnar ekki til og er mikil bið eftir tímum. Á einhverjum stöðvum var ekki tekið við tímabókunum í sumar en þær eru nú byrjaðar aftur. Einhverra vikna bið er þó til staðar ef að ekki er um bráð tilfelli að ræða og jafnvel þá er einhver bið utan dagvinnutíma. „Við verðum bara að hvetja fólk, ef það þarf bráðaþjónustu, að hafa þá samband við dagvaktirnar, þar er alltaf hægt að fá þjónustu á öllum stöðvum en líka að hugsa sig um hvort það geti notað eigin ráð áður en það mætir,“ segir Sigríður. Aðrar heilbrigðisstofnanir glími einnig við mikið álag og líklega verði staðan áfram erfið fram á vetur. „Ég er nú voða hrædd um það af því að það vantar náttúrulega bara fleira starfsfólk inn á heilsugæslustöðvarnar almennt, okkur vantar lækna og hjúkrunarfræðinga og flestar starfsstéttir. Þó að við reynum allt sem við getum að koma málum í réttan farveg þá vantar í grunninn starfsfólk,“ segir Sigríður. Um langvinnan vanda sé að ræða enda vanti starfsfólk alls staðar auk þess sem þeir læknar og hjúkrunarfræðingar sem verið er að mennta núna svari ekki eftirspurninni. „Varðandi sérnámslækna til dæmis þá er eitt til tvö ár í að það útskrifist nógu margir til að taka við af öllum þeim fjölda sem er að fara að nálgast eftirlaun af heimilislæknum, þannig þetta verður áfram þungt í heildina,“ segir Sigríður. Heilsugæsla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilsugæslan hvetur fólk til að æla heima: „Þetta er að gefnu tilefni“ Heilsugæslan biðlar til landsmanna að æla heima og bendir réttilega á að það sé hvimleitt að fá niðurgang í bílnum í nýrri auglýsingaherferð. En hvers vegna þykja þessi skilaboð nauðsynleg? 11. september 2022 21:15 Óttast að missa unga og ferska lækna annað vegna mikils álags Skortur er á heimilislæknum víða á landinu og er viðbúið að staðan versni. Fjöldi lækna er á leið á eftirlaun og sérnámslæknar ná ekki að fylla í skarðið jafn hratt. Formaður félags íslenskra heimilislækna óttast að aukið álag fæli yngra fólk frá starfinu þar sem þeir upplifi strax kulnun. Þörf sé á heildrænni endurskoðun í kerfinu öllu þar sem ljóst sé að sami vandi leynist víða. 4. ágúst 2022 21:01 Símatímar falla niður vegna manneklu Símatímar heilsugæslulækna Heilbrigðisstofnun Vesturlands falla niður í dag vegna manneklu. Í símsvara Heilbrigðisstofnunarinnar er beðist velvirðingar á því að símatímarnir falli niður. 27. júlí 2022 11:44 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Sjá meira
Mikið álag var á heilsugæslustöðvum landsins í sumar en þó að sumrinu sé nú lokið er ekkert að draga úr álaginu, að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Nú eru menn bara að reyna að taka uppsöfnuð námsleyfi og sumarfrí sem ekki gafst tími til að taka þessi síðustu tvö ár,“ segir hún. „Mönnunin er alveg að komast í venjulegt horf en hins vegar er uppsöfnuð þörf eftir þjónustu eftir allan þennan Covid tíma sem við erum mikið að finna fyrir.“ Þá hjálpi haustpestirnar ekki til og er mikil bið eftir tímum. Á einhverjum stöðvum var ekki tekið við tímabókunum í sumar en þær eru nú byrjaðar aftur. Einhverra vikna bið er þó til staðar ef að ekki er um bráð tilfelli að ræða og jafnvel þá er einhver bið utan dagvinnutíma. „Við verðum bara að hvetja fólk, ef það þarf bráðaþjónustu, að hafa þá samband við dagvaktirnar, þar er alltaf hægt að fá þjónustu á öllum stöðvum en líka að hugsa sig um hvort það geti notað eigin ráð áður en það mætir,“ segir Sigríður. Aðrar heilbrigðisstofnanir glími einnig við mikið álag og líklega verði staðan áfram erfið fram á vetur. „Ég er nú voða hrædd um það af því að það vantar náttúrulega bara fleira starfsfólk inn á heilsugæslustöðvarnar almennt, okkur vantar lækna og hjúkrunarfræðinga og flestar starfsstéttir. Þó að við reynum allt sem við getum að koma málum í réttan farveg þá vantar í grunninn starfsfólk,“ segir Sigríður. Um langvinnan vanda sé að ræða enda vanti starfsfólk alls staðar auk þess sem þeir læknar og hjúkrunarfræðingar sem verið er að mennta núna svari ekki eftirspurninni. „Varðandi sérnámslækna til dæmis þá er eitt til tvö ár í að það útskrifist nógu margir til að taka við af öllum þeim fjölda sem er að fara að nálgast eftirlaun af heimilislæknum, þannig þetta verður áfram þungt í heildina,“ segir Sigríður.
Heilsugæsla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilsugæslan hvetur fólk til að æla heima: „Þetta er að gefnu tilefni“ Heilsugæslan biðlar til landsmanna að æla heima og bendir réttilega á að það sé hvimleitt að fá niðurgang í bílnum í nýrri auglýsingaherferð. En hvers vegna þykja þessi skilaboð nauðsynleg? 11. september 2022 21:15 Óttast að missa unga og ferska lækna annað vegna mikils álags Skortur er á heimilislæknum víða á landinu og er viðbúið að staðan versni. Fjöldi lækna er á leið á eftirlaun og sérnámslæknar ná ekki að fylla í skarðið jafn hratt. Formaður félags íslenskra heimilislækna óttast að aukið álag fæli yngra fólk frá starfinu þar sem þeir upplifi strax kulnun. Þörf sé á heildrænni endurskoðun í kerfinu öllu þar sem ljóst sé að sami vandi leynist víða. 4. ágúst 2022 21:01 Símatímar falla niður vegna manneklu Símatímar heilsugæslulækna Heilbrigðisstofnun Vesturlands falla niður í dag vegna manneklu. Í símsvara Heilbrigðisstofnunarinnar er beðist velvirðingar á því að símatímarnir falli niður. 27. júlí 2022 11:44 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Sjá meira
Heilsugæslan hvetur fólk til að æla heima: „Þetta er að gefnu tilefni“ Heilsugæslan biðlar til landsmanna að æla heima og bendir réttilega á að það sé hvimleitt að fá niðurgang í bílnum í nýrri auglýsingaherferð. En hvers vegna þykja þessi skilaboð nauðsynleg? 11. september 2022 21:15
Óttast að missa unga og ferska lækna annað vegna mikils álags Skortur er á heimilislæknum víða á landinu og er viðbúið að staðan versni. Fjöldi lækna er á leið á eftirlaun og sérnámslæknar ná ekki að fylla í skarðið jafn hratt. Formaður félags íslenskra heimilislækna óttast að aukið álag fæli yngra fólk frá starfinu þar sem þeir upplifi strax kulnun. Þörf sé á heildrænni endurskoðun í kerfinu öllu þar sem ljóst sé að sami vandi leynist víða. 4. ágúst 2022 21:01
Símatímar falla niður vegna manneklu Símatímar heilsugæslulækna Heilbrigðisstofnun Vesturlands falla niður í dag vegna manneklu. Í símsvara Heilbrigðisstofnunarinnar er beðist velvirðingar á því að símatímarnir falli niður. 27. júlí 2022 11:44