Áfram gríðarlegt álag á heilsugæslunni þó sumrinu sé að ljúka Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. september 2022 19:31 Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón Gríðarlegt álag er á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins um þessar mundir. Mönnun er að komast í eðlilegt horf eftir sumarið en nú tekur við uppsöfnuð þörf eftir síðustu tvö ár. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir nokkra bið eftir tímum og býst við að róðurinn verði áfram þungur. Mikið álag var á heilsugæslustöðvum landsins í sumar en þó að sumrinu sé nú lokið er ekkert að draga úr álaginu, að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Nú eru menn bara að reyna að taka uppsöfnuð námsleyfi og sumarfrí sem ekki gafst tími til að taka þessi síðustu tvö ár,“ segir hún. „Mönnunin er alveg að komast í venjulegt horf en hins vegar er uppsöfnuð þörf eftir þjónustu eftir allan þennan Covid tíma sem við erum mikið að finna fyrir.“ Þá hjálpi haustpestirnar ekki til og er mikil bið eftir tímum. Á einhverjum stöðvum var ekki tekið við tímabókunum í sumar en þær eru nú byrjaðar aftur. Einhverra vikna bið er þó til staðar ef að ekki er um bráð tilfelli að ræða og jafnvel þá er einhver bið utan dagvinnutíma. „Við verðum bara að hvetja fólk, ef það þarf bráðaþjónustu, að hafa þá samband við dagvaktirnar, þar er alltaf hægt að fá þjónustu á öllum stöðvum en líka að hugsa sig um hvort það geti notað eigin ráð áður en það mætir,“ segir Sigríður. Aðrar heilbrigðisstofnanir glími einnig við mikið álag og líklega verði staðan áfram erfið fram á vetur. „Ég er nú voða hrædd um það af því að það vantar náttúrulega bara fleira starfsfólk inn á heilsugæslustöðvarnar almennt, okkur vantar lækna og hjúkrunarfræðinga og flestar starfsstéttir. Þó að við reynum allt sem við getum að koma málum í réttan farveg þá vantar í grunninn starfsfólk,“ segir Sigríður. Um langvinnan vanda sé að ræða enda vanti starfsfólk alls staðar auk þess sem þeir læknar og hjúkrunarfræðingar sem verið er að mennta núna svari ekki eftirspurninni. „Varðandi sérnámslækna til dæmis þá er eitt til tvö ár í að það útskrifist nógu margir til að taka við af öllum þeim fjölda sem er að fara að nálgast eftirlaun af heimilislæknum, þannig þetta verður áfram þungt í heildina,“ segir Sigríður. Heilsugæsla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilsugæslan hvetur fólk til að æla heima: „Þetta er að gefnu tilefni“ Heilsugæslan biðlar til landsmanna að æla heima og bendir réttilega á að það sé hvimleitt að fá niðurgang í bílnum í nýrri auglýsingaherferð. En hvers vegna þykja þessi skilaboð nauðsynleg? 11. september 2022 21:15 Óttast að missa unga og ferska lækna annað vegna mikils álags Skortur er á heimilislæknum víða á landinu og er viðbúið að staðan versni. Fjöldi lækna er á leið á eftirlaun og sérnámslæknar ná ekki að fylla í skarðið jafn hratt. Formaður félags íslenskra heimilislækna óttast að aukið álag fæli yngra fólk frá starfinu þar sem þeir upplifi strax kulnun. Þörf sé á heildrænni endurskoðun í kerfinu öllu þar sem ljóst sé að sami vandi leynist víða. 4. ágúst 2022 21:01 Símatímar falla niður vegna manneklu Símatímar heilsugæslulækna Heilbrigðisstofnun Vesturlands falla niður í dag vegna manneklu. Í símsvara Heilbrigðisstofnunarinnar er beðist velvirðingar á því að símatímarnir falli niður. 27. júlí 2022 11:44 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Sjá meira
Mikið álag var á heilsugæslustöðvum landsins í sumar en þó að sumrinu sé nú lokið er ekkert að draga úr álaginu, að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Nú eru menn bara að reyna að taka uppsöfnuð námsleyfi og sumarfrí sem ekki gafst tími til að taka þessi síðustu tvö ár,“ segir hún. „Mönnunin er alveg að komast í venjulegt horf en hins vegar er uppsöfnuð þörf eftir þjónustu eftir allan þennan Covid tíma sem við erum mikið að finna fyrir.“ Þá hjálpi haustpestirnar ekki til og er mikil bið eftir tímum. Á einhverjum stöðvum var ekki tekið við tímabókunum í sumar en þær eru nú byrjaðar aftur. Einhverra vikna bið er þó til staðar ef að ekki er um bráð tilfelli að ræða og jafnvel þá er einhver bið utan dagvinnutíma. „Við verðum bara að hvetja fólk, ef það þarf bráðaþjónustu, að hafa þá samband við dagvaktirnar, þar er alltaf hægt að fá þjónustu á öllum stöðvum en líka að hugsa sig um hvort það geti notað eigin ráð áður en það mætir,“ segir Sigríður. Aðrar heilbrigðisstofnanir glími einnig við mikið álag og líklega verði staðan áfram erfið fram á vetur. „Ég er nú voða hrædd um það af því að það vantar náttúrulega bara fleira starfsfólk inn á heilsugæslustöðvarnar almennt, okkur vantar lækna og hjúkrunarfræðinga og flestar starfsstéttir. Þó að við reynum allt sem við getum að koma málum í réttan farveg þá vantar í grunninn starfsfólk,“ segir Sigríður. Um langvinnan vanda sé að ræða enda vanti starfsfólk alls staðar auk þess sem þeir læknar og hjúkrunarfræðingar sem verið er að mennta núna svari ekki eftirspurninni. „Varðandi sérnámslækna til dæmis þá er eitt til tvö ár í að það útskrifist nógu margir til að taka við af öllum þeim fjölda sem er að fara að nálgast eftirlaun af heimilislæknum, þannig þetta verður áfram þungt í heildina,“ segir Sigríður.
Heilsugæsla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilsugæslan hvetur fólk til að æla heima: „Þetta er að gefnu tilefni“ Heilsugæslan biðlar til landsmanna að æla heima og bendir réttilega á að það sé hvimleitt að fá niðurgang í bílnum í nýrri auglýsingaherferð. En hvers vegna þykja þessi skilaboð nauðsynleg? 11. september 2022 21:15 Óttast að missa unga og ferska lækna annað vegna mikils álags Skortur er á heimilislæknum víða á landinu og er viðbúið að staðan versni. Fjöldi lækna er á leið á eftirlaun og sérnámslæknar ná ekki að fylla í skarðið jafn hratt. Formaður félags íslenskra heimilislækna óttast að aukið álag fæli yngra fólk frá starfinu þar sem þeir upplifi strax kulnun. Þörf sé á heildrænni endurskoðun í kerfinu öllu þar sem ljóst sé að sami vandi leynist víða. 4. ágúst 2022 21:01 Símatímar falla niður vegna manneklu Símatímar heilsugæslulækna Heilbrigðisstofnun Vesturlands falla niður í dag vegna manneklu. Í símsvara Heilbrigðisstofnunarinnar er beðist velvirðingar á því að símatímarnir falli niður. 27. júlí 2022 11:44 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Sjá meira
Heilsugæslan hvetur fólk til að æla heima: „Þetta er að gefnu tilefni“ Heilsugæslan biðlar til landsmanna að æla heima og bendir réttilega á að það sé hvimleitt að fá niðurgang í bílnum í nýrri auglýsingaherferð. En hvers vegna þykja þessi skilaboð nauðsynleg? 11. september 2022 21:15
Óttast að missa unga og ferska lækna annað vegna mikils álags Skortur er á heimilislæknum víða á landinu og er viðbúið að staðan versni. Fjöldi lækna er á leið á eftirlaun og sérnámslæknar ná ekki að fylla í skarðið jafn hratt. Formaður félags íslenskra heimilislækna óttast að aukið álag fæli yngra fólk frá starfinu þar sem þeir upplifi strax kulnun. Þörf sé á heildrænni endurskoðun í kerfinu öllu þar sem ljóst sé að sami vandi leynist víða. 4. ágúst 2022 21:01
Símatímar falla niður vegna manneklu Símatímar heilsugæslulækna Heilbrigðisstofnun Vesturlands falla niður í dag vegna manneklu. Í símsvara Heilbrigðisstofnunarinnar er beðist velvirðingar á því að símatímarnir falli niður. 27. júlí 2022 11:44
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?