„Við eigum ekki að haga okkur svona“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 24. september 2022 12:56 Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk (t.v.) og skot úr nýju auglýsingaherferðinni. Heimasíða Virk Starfsendurhæfingarsjóðurinn VIRK hefur ýtt úr vör nýju átaki sem snýr að því að koma í veg fyrir og varpa ljósi á kynferðislegt áreiti á vinnustöðum. Átakið hófst með myndbandi þar sem málefninu er skellt upp með húmor, það mætti segja að orðatiltækið „öllu gríni fylgir einhver alvara“ eigi við hér. Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk segir sjóðinn taka á móti fólki sem glími við afleiðingar allskyns ofbeldis, stærsta hlutverk þeirra sé að taka á móti fólki í starfsendurhæfingu en forvarnir séu þeim einnig mikilvægar. „Svo höfum við hjá Virk líka hlutverk í forvörnum, að reyna að koma í veg fyrir að fólk hrellist af vinnumarkaði og þetta er bara partur af því hlutverki okkar. Það er að vekja upp umræðu og í raun og veru er markmiðið að koma í veg fyrir þetta, að sýna fram á að þetta er ekki í lagi, að við eigum ekki að haga okkur svona,“ segir Vigdís. Vildu drepa setninguna „má ekkert lengur“ Herferðina vann Virk í samstarfi við Hvíta húsið en framleiðslufyrirtækið Republik vann einnig að verkinu. Myndbandinu var leikstýrt af Reyni Lyngdal og má í myndbandinu sjá félaga úr kórnum Vocal project ásamt leikurum sem voru fengnir í aðalhlutverkin. Aðspurð hvernig þessi sýn á verkefnið varð til segir Rósa Hrund Kristjánsdóttir, listrænn stjórnandi hjá Hvíta húsinu að þau vildu gera eitthvað sem myndi varpa ljósi á þessi málefni samfélagsins. Hún segir setningu sem er í miklu aðalhlutverki í myndbandinu, „það má ekkert lengur“ vera slengt fram þess að stöðva framþróunina sem sé í gangi. „Okkur langaði svolítið svona í raun að drepa þetta viðhorf samfélagsins og drepa þessa setningu,“ segir Rósa en hugmyndin og vinnan var í höndum Hvíta hússins. Myndbandið sem um ræðir má sjá í spilaranum hér að ofan en frekari upplýsingar um herferðina er hægt að finna með því að smella hér. Auglýsinga- og markaðsmál Vinnumarkaður Kynferðisofbeldi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk segir sjóðinn taka á móti fólki sem glími við afleiðingar allskyns ofbeldis, stærsta hlutverk þeirra sé að taka á móti fólki í starfsendurhæfingu en forvarnir séu þeim einnig mikilvægar. „Svo höfum við hjá Virk líka hlutverk í forvörnum, að reyna að koma í veg fyrir að fólk hrellist af vinnumarkaði og þetta er bara partur af því hlutverki okkar. Það er að vekja upp umræðu og í raun og veru er markmiðið að koma í veg fyrir þetta, að sýna fram á að þetta er ekki í lagi, að við eigum ekki að haga okkur svona,“ segir Vigdís. Vildu drepa setninguna „má ekkert lengur“ Herferðina vann Virk í samstarfi við Hvíta húsið en framleiðslufyrirtækið Republik vann einnig að verkinu. Myndbandinu var leikstýrt af Reyni Lyngdal og má í myndbandinu sjá félaga úr kórnum Vocal project ásamt leikurum sem voru fengnir í aðalhlutverkin. Aðspurð hvernig þessi sýn á verkefnið varð til segir Rósa Hrund Kristjánsdóttir, listrænn stjórnandi hjá Hvíta húsinu að þau vildu gera eitthvað sem myndi varpa ljósi á þessi málefni samfélagsins. Hún segir setningu sem er í miklu aðalhlutverki í myndbandinu, „það má ekkert lengur“ vera slengt fram þess að stöðva framþróunina sem sé í gangi. „Okkur langaði svolítið svona í raun að drepa þetta viðhorf samfélagsins og drepa þessa setningu,“ segir Rósa en hugmyndin og vinnan var í höndum Hvíta hússins. Myndbandið sem um ræðir má sjá í spilaranum hér að ofan en frekari upplýsingar um herferðina er hægt að finna með því að smella hér.
Auglýsinga- og markaðsmál Vinnumarkaður Kynferðisofbeldi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira