Slegið á eftirvæntinguna þann 9. nóvember Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. september 2022 22:28 Dominic West leikur Karl og Elizabeth Debicki leikur Díönu í fimmtu þáttaröð The Crown. Netflix Æstir aðdáendur sjónvarpsþáttarins The Crown geta farið að koma sér upp lager af poppi eða öðru snakki að eigin vali. Fimmta þáttaröð þáttanna fer í sýningu þann 9. nóvember næstkomandi. Þættirnir fjalla um ævi og störf Elísabetar annarrar Bretadrottningar og fjölskyldu hennar. Þættirnir, sem sýndir eru á Netflix, hófu göngu sína árið 2016 og hafa reynst afar vinsælir. Sem kunnugt er lést Elísabet drottning á dögunum. Við andlát hennar virðist hafa skapast mikill áhugi á ævi hennar, sem birtist meðal annars í því að fyrsta þáttaröð The Crown skaust aftur á topp tíu lista Netflix yfir þá þætti sem mest var horft á í vikunni sem drottningin lést. Netflix hefur nú gefið út að fimmta þáttaröðin, sem beðið hefur verið af meiri eftirvæntingu en venjulega, fer í sýningu þann 9. nóvember næstkomandi. Framleiðendur þáttanna hafa lítið vilja gefa upp um efni þáttaraðarinnar. Ljóst er þó, miðað við hvar skilið var við í lok fjórðu þáttaraðar og þeirra nýju hlutverka sem bætast við nú, að umfjöllunarefnið verður tíundi áratugurinn. Umræddur áratugur reyndist mjög stormasamur fyrir konungsfjölskylduna. Einkum vegna andláts Díönu prinsessu sem lést af slysförum en einnig vegna tíðra skilnaða innan konungsfjölskyldunnar. Sú breyting verður einnig frá síðustu þáttaröð að nýjir leikarar taka við hlutverkum helstu persónu þáttanna. Þannig mun Imelda Staunton taka við af Oliviu Colman sem Elísabet drottning. Jonathan Pryce tekur við af Tobias Menzies sem Filippus, eiginmaður Elísabetar. Þá taka nýjir leikarar einnig við sem Díana prinsessa og Karl prins, sem nú er orðinn konungur. Dominic West leikur Karl og Elizabeth Debicki leikur Díönu. Þá mun Salim Daw og Khalid Abdalla leika feðgana Mohamed Al-Fayed og Dodi Al-Fayed, en sá síðarnefndi lést ásamt Díönu í bílslysi í París árið 1997. Netflix Bíó og sjónvarp Hollywood Kóngafólk Tengdar fréttir Áhorf á Krúnuna eykst um 800 prósent Áhorf á Netflix þættina Krúnan, eða The Crown, hefur aukist um 800 prósent frá því að Elísabet II Bretadrottning féll frá. 13. september 2022 08:54 Netflix frestar tökum á The Crown Peter Morgan höfundur Netflix þáttanna The Crown hefur tilkynnt að tökum verði frestað ótímabundið af virðingu við drottninguna. Elísabet Bretlandsdrottning lést í gær 96 ára að aldri, en Morgan hefur áður talað um að þættirnir séu „ástarbréf“ til hennar. 9. september 2022 10:06 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Þættirnir fjalla um ævi og störf Elísabetar annarrar Bretadrottningar og fjölskyldu hennar. Þættirnir, sem sýndir eru á Netflix, hófu göngu sína árið 2016 og hafa reynst afar vinsælir. Sem kunnugt er lést Elísabet drottning á dögunum. Við andlát hennar virðist hafa skapast mikill áhugi á ævi hennar, sem birtist meðal annars í því að fyrsta þáttaröð The Crown skaust aftur á topp tíu lista Netflix yfir þá þætti sem mest var horft á í vikunni sem drottningin lést. Netflix hefur nú gefið út að fimmta þáttaröðin, sem beðið hefur verið af meiri eftirvæntingu en venjulega, fer í sýningu þann 9. nóvember næstkomandi. Framleiðendur þáttanna hafa lítið vilja gefa upp um efni þáttaraðarinnar. Ljóst er þó, miðað við hvar skilið var við í lok fjórðu þáttaraðar og þeirra nýju hlutverka sem bætast við nú, að umfjöllunarefnið verður tíundi áratugurinn. Umræddur áratugur reyndist mjög stormasamur fyrir konungsfjölskylduna. Einkum vegna andláts Díönu prinsessu sem lést af slysförum en einnig vegna tíðra skilnaða innan konungsfjölskyldunnar. Sú breyting verður einnig frá síðustu þáttaröð að nýjir leikarar taka við hlutverkum helstu persónu þáttanna. Þannig mun Imelda Staunton taka við af Oliviu Colman sem Elísabet drottning. Jonathan Pryce tekur við af Tobias Menzies sem Filippus, eiginmaður Elísabetar. Þá taka nýjir leikarar einnig við sem Díana prinsessa og Karl prins, sem nú er orðinn konungur. Dominic West leikur Karl og Elizabeth Debicki leikur Díönu. Þá mun Salim Daw og Khalid Abdalla leika feðgana Mohamed Al-Fayed og Dodi Al-Fayed, en sá síðarnefndi lést ásamt Díönu í bílslysi í París árið 1997.
Netflix Bíó og sjónvarp Hollywood Kóngafólk Tengdar fréttir Áhorf á Krúnuna eykst um 800 prósent Áhorf á Netflix þættina Krúnan, eða The Crown, hefur aukist um 800 prósent frá því að Elísabet II Bretadrottning féll frá. 13. september 2022 08:54 Netflix frestar tökum á The Crown Peter Morgan höfundur Netflix þáttanna The Crown hefur tilkynnt að tökum verði frestað ótímabundið af virðingu við drottninguna. Elísabet Bretlandsdrottning lést í gær 96 ára að aldri, en Morgan hefur áður talað um að þættirnir séu „ástarbréf“ til hennar. 9. september 2022 10:06 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Áhorf á Krúnuna eykst um 800 prósent Áhorf á Netflix þættina Krúnan, eða The Crown, hefur aukist um 800 prósent frá því að Elísabet II Bretadrottning féll frá. 13. september 2022 08:54
Netflix frestar tökum á The Crown Peter Morgan höfundur Netflix þáttanna The Crown hefur tilkynnt að tökum verði frestað ótímabundið af virðingu við drottninguna. Elísabet Bretlandsdrottning lést í gær 96 ára að aldri, en Morgan hefur áður talað um að þættirnir séu „ástarbréf“ til hennar. 9. september 2022 10:06