Cantona stakk upp á því að verða forseti fótboltamála hjá Manchester United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. september 2022 07:02 Cantona er og verður alltaf í guðatölu á Old Trafford. vísir/getty Goðsögnin Eric Cantona var óvænt í ítarlegu viðtali á íþróttamiðlinum The Athletic. Cantona, sem er engum líkur, fór um víðan völl í viðtalinu sem tekið var í Casablanca, Marokkó. Þar kemur Cantona meðal annars inn á það þegar hann hitti forráðamenn Manchester United og stakk upp á því að hann yrði „forseti fótboltamála“ hjá félaginu. Hinn 56 ára gamli Cantona lék með Manchester United frá 1992 til 1997. „King Eric“ eins og hann hefur oft verið kallaður meðal stuðningsfólk Man Utd var gríðarlega sigursæll á meðan hann lék listir sínar á Old Trafford. Boycotting the World Cup Becoming 'President' at #MUFC Why footballers are all sheepListen to Eric Cantona in conversation with @AdamCrafton_... — The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 26, 2022 Eftir að hann hætti í knattspyrnu aðeins þrítugur að aldri hefur Cantona gert ýmislegt. Í viðtalinu fer Cantona yfir af hverju hann er ekki sendiherra hjá Man United en hann viðurkenndi þó að nýlega hefði hann boðið félaginu krafta sína. „Á síðasta ári stakk ég upp á því að breyta aðeins til,“ sagði Cantona. Hann hafði rætt þetta við Sir Alex Ferguson, sinn gamla stjóra, og sá studdi Cantona í ákvörðun sinni. Frakkinn vildi nefnilega verða „forseti fótboltamála“ hjá Manchester United. Reikna má með að starfið væri svipað og það sem „yfirmaður fótboltamála“ sinnir en þar sem um er að ræða Cantona þá vildi hann vera titlaður forseti. „Ég talaði við Ed Woodward, hann er frábær þegar kemur að markaðssetningu en ekki þegar kemur að fótbolta. Þú hefðir haft framkvæmdastjóra, markaðsstjóra og forseta fótboltamála. Félagið samþykkti ekki tilboð mitt, það vildi mig ekki.“ Eric Cantona has revealed he offered to become President of Football at Manchester United but Ed Woodward decided against it. #MUFCThe Cantona Interview. by @AdamCrafton_— The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 26, 2022 Cantona vann ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum á sínum fimm árum hjá Manchester United. Einnig lyfti hann enska FA bikarnum tvívegis. Alls lék hann 45 A-landsleiki fyrir Frakkland og skoraði í þeim 20 mörk. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Hinn 56 ára gamli Cantona lék með Manchester United frá 1992 til 1997. „King Eric“ eins og hann hefur oft verið kallaður meðal stuðningsfólk Man Utd var gríðarlega sigursæll á meðan hann lék listir sínar á Old Trafford. Boycotting the World Cup Becoming 'President' at #MUFC Why footballers are all sheepListen to Eric Cantona in conversation with @AdamCrafton_... — The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 26, 2022 Eftir að hann hætti í knattspyrnu aðeins þrítugur að aldri hefur Cantona gert ýmislegt. Í viðtalinu fer Cantona yfir af hverju hann er ekki sendiherra hjá Man United en hann viðurkenndi þó að nýlega hefði hann boðið félaginu krafta sína. „Á síðasta ári stakk ég upp á því að breyta aðeins til,“ sagði Cantona. Hann hafði rætt þetta við Sir Alex Ferguson, sinn gamla stjóra, og sá studdi Cantona í ákvörðun sinni. Frakkinn vildi nefnilega verða „forseti fótboltamála“ hjá Manchester United. Reikna má með að starfið væri svipað og það sem „yfirmaður fótboltamála“ sinnir en þar sem um er að ræða Cantona þá vildi hann vera titlaður forseti. „Ég talaði við Ed Woodward, hann er frábær þegar kemur að markaðssetningu en ekki þegar kemur að fótbolta. Þú hefðir haft framkvæmdastjóra, markaðsstjóra og forseta fótboltamála. Félagið samþykkti ekki tilboð mitt, það vildi mig ekki.“ Eric Cantona has revealed he offered to become President of Football at Manchester United but Ed Woodward decided against it. #MUFCThe Cantona Interview. by @AdamCrafton_— The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 26, 2022 Cantona vann ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum á sínum fimm árum hjá Manchester United. Einnig lyfti hann enska FA bikarnum tvívegis. Alls lék hann 45 A-landsleiki fyrir Frakkland og skoraði í þeim 20 mörk.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira