Risastór viðburður innan vísindasamfélagsins Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. september 2022 21:44 Við áreksturinn hnikast sporbraut smástirnisins Dímorfosar um móðurhnöttinn Dídýmos lítillega til. Breytingin verður mæld með sjónaukum næstu mánuði. AP/NASA Í kvöld fer fram risastór viðburður innan stjörnufræðisamfélagsins þegar NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna, gerir tilraun til að færa smástirni. Það verður gert með því að brotlenda geimfarinu DART á smástirninu og allt fer þetta fram í beinni útsendingu. Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir viðburðinn stórmerkilegan. Hann ætlar að fylgjast vel með útsendingu NASA en talið er að geimfarið muni brotlenda á smástirninu klukkan 23.14 á íslenskum tíma í kvöld. Hér er hægt að horfa á beina útsendingu af viðburðinum. „Það er mjög mikill spenningur í stjörnufræðisamfélaginu fyrir því af því að þarna erum við í fyrsta skipti að reyna að færa til smástirni og kanna hvort við búum yfir tækninni og getunni að koma í veg fyrir að það fari fyrir okkur eins og fór fyrir risaeðlunum,“ segir Sævar Helgi. Eins og býfluga á framrúðu bíls Vísindamenn munu komast að því eftir nokkrar vikur hvort tilraunin hafi heppnast, þegar búið er að mæla ferðatíma smástirnisins í kringum móðurhnöttinn. Það krefst sameiginlegs átaks flestallra sjónauka á jörðinni og munu því fjölmargir vísindamenn fylgjast grannt með. Brotlendingin verður þó líklega ekki jafn rosaleg og hún hljómar. Sævar líkir viðburðinum við býflugu sem hafnar á framúðu bíls. Geimfarið er enda ekki nema 570 kíló að þyngd en smástirnið eru um 160 metrar í þvermál. „Þetta hefur hverfandi áhrif á smástirnið og kemur ekki til með að breyta nokkrum sköpuðum hlut öðrum en því að það kemur til með að hægja örlítið á ferðalagi sínu í kringum móðursmástirnið. Og það er akkúrat það sem við erum að reyna að mæla – hvort að þetta virki,“ segir Sævar Helgi. Hann segir tilraunina nauðsynlega enda fjölmörg smástirni sem skera braut jarðar. Einhvern tímann í framtíðinni gæti smástirni hafnað á jörðinni, en annað eins hefur nú gerst. Loftsteinar sem eru 50 metrar í þvermál gætu lagt heila borg í rúst. „Þetta eru svona fyrirbyggjandi aðgerðir og eitthvað sem mannkynið á að taka alvarlega af því þetta hefur svo sannarlega gerst áður i sögu jarðarinnar. Og þá hefur illa farið fyrir því lífi sem varð fyrir því. “segir Sævar Helgi og nefnir risaeðlurnar aftur sem dæmi. Geimurinn Tækni Bandaríkin Vísindi Tengdar fréttir Brotlenda geimfarinu í beinni útsendingu Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður brotlent á smástirni í kvöld. Tilgangurinn er að athuga hvort stefna smástirnisins breytist við áreksturinn og kanna þannig hvort hægt sé að breyta stefnu smástirnis, ef slíkt kynni að stefna að jörðinni. 26. september 2022 18:32 Hefja árslangt ferðalag sem endar á brotlendingu Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið skjóta DART-geimfarinu á loft á fimmtudagsmorgun (24. nóv). Geimfarið á að brotlenda á smástirni í um ellefu milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. Markmiðið er að kanna getu jarðarbúa til að breyta stefnu smástirnis ef ske skyldi að slíkt stefndi að jörðinni. 23. nóvember 2021 12:05 Skjóta geimfari á loftstein til að æfa jarðvarnir Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður skotið á loft í næsta mánuði og mun brotlenda á smástirni í 11 milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. 6. október 2021 10:39 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir viðburðinn stórmerkilegan. Hann ætlar að fylgjast vel með útsendingu NASA en talið er að geimfarið muni brotlenda á smástirninu klukkan 23.14 á íslenskum tíma í kvöld. Hér er hægt að horfa á beina útsendingu af viðburðinum. „Það er mjög mikill spenningur í stjörnufræðisamfélaginu fyrir því af því að þarna erum við í fyrsta skipti að reyna að færa til smástirni og kanna hvort við búum yfir tækninni og getunni að koma í veg fyrir að það fari fyrir okkur eins og fór fyrir risaeðlunum,“ segir Sævar Helgi. Eins og býfluga á framrúðu bíls Vísindamenn munu komast að því eftir nokkrar vikur hvort tilraunin hafi heppnast, þegar búið er að mæla ferðatíma smástirnisins í kringum móðurhnöttinn. Það krefst sameiginlegs átaks flestallra sjónauka á jörðinni og munu því fjölmargir vísindamenn fylgjast grannt með. Brotlendingin verður þó líklega ekki jafn rosaleg og hún hljómar. Sævar líkir viðburðinum við býflugu sem hafnar á framúðu bíls. Geimfarið er enda ekki nema 570 kíló að þyngd en smástirnið eru um 160 metrar í þvermál. „Þetta hefur hverfandi áhrif á smástirnið og kemur ekki til með að breyta nokkrum sköpuðum hlut öðrum en því að það kemur til með að hægja örlítið á ferðalagi sínu í kringum móðursmástirnið. Og það er akkúrat það sem við erum að reyna að mæla – hvort að þetta virki,“ segir Sævar Helgi. Hann segir tilraunina nauðsynlega enda fjölmörg smástirni sem skera braut jarðar. Einhvern tímann í framtíðinni gæti smástirni hafnað á jörðinni, en annað eins hefur nú gerst. Loftsteinar sem eru 50 metrar í þvermál gætu lagt heila borg í rúst. „Þetta eru svona fyrirbyggjandi aðgerðir og eitthvað sem mannkynið á að taka alvarlega af því þetta hefur svo sannarlega gerst áður i sögu jarðarinnar. Og þá hefur illa farið fyrir því lífi sem varð fyrir því. “segir Sævar Helgi og nefnir risaeðlurnar aftur sem dæmi.
Geimurinn Tækni Bandaríkin Vísindi Tengdar fréttir Brotlenda geimfarinu í beinni útsendingu Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður brotlent á smástirni í kvöld. Tilgangurinn er að athuga hvort stefna smástirnisins breytist við áreksturinn og kanna þannig hvort hægt sé að breyta stefnu smástirnis, ef slíkt kynni að stefna að jörðinni. 26. september 2022 18:32 Hefja árslangt ferðalag sem endar á brotlendingu Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið skjóta DART-geimfarinu á loft á fimmtudagsmorgun (24. nóv). Geimfarið á að brotlenda á smástirni í um ellefu milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. Markmiðið er að kanna getu jarðarbúa til að breyta stefnu smástirnis ef ske skyldi að slíkt stefndi að jörðinni. 23. nóvember 2021 12:05 Skjóta geimfari á loftstein til að æfa jarðvarnir Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður skotið á loft í næsta mánuði og mun brotlenda á smástirni í 11 milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. 6. október 2021 10:39 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Brotlenda geimfarinu í beinni útsendingu Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður brotlent á smástirni í kvöld. Tilgangurinn er að athuga hvort stefna smástirnisins breytist við áreksturinn og kanna þannig hvort hægt sé að breyta stefnu smástirnis, ef slíkt kynni að stefna að jörðinni. 26. september 2022 18:32
Hefja árslangt ferðalag sem endar á brotlendingu Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið skjóta DART-geimfarinu á loft á fimmtudagsmorgun (24. nóv). Geimfarið á að brotlenda á smástirni í um ellefu milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. Markmiðið er að kanna getu jarðarbúa til að breyta stefnu smástirnis ef ske skyldi að slíkt stefndi að jörðinni. 23. nóvember 2021 12:05
Skjóta geimfari á loftstein til að æfa jarðvarnir Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður skotið á loft í næsta mánuði og mun brotlenda á smástirni í 11 milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. 6. október 2021 10:39