Málsókn gegn Facebook fyrir brot á Íslenskum samkeppnislögum Ástþór Magnússon skrifar 27. september 2022 13:31 Bílainnflutningsfyrirtækið islandus.is hefur í tvo áratugi boðið lægri verð á nýjum og nýlegum bílum frá erlendum bílaumboðum. Undanfarin ár hefur Islandus.is auglýst þjónustuna á Facebook eftir að bandaríski netmiðillinn tók flesta landsmenn til sín. Meira að segja Forseti Íslands valdi Facebook til samskipta við þjóðina fram yfir Íslenska bloggmiðla sem margir hverjir berjast í bökkum við erlent stórfyrirtæki sem heldur úti sjóræningja fjölmiðlun á Íslandi. Facebook er einn stærsti skattsvikari Íslands. Á átta árum hafa nær 50 milljarðar í auglýsingatekjum frá Íslenskum fyrirtækjum og stjórnvöldum flætt úr landinu að stórum hluta til Facebook sem heldur úti skúffufyrirtæki á Írlandi og greiðir ekki krónu til Íslensks samfélags, hvorki VSK né aðra skatta. Facebook er með enga starfsmenn á Íslandi þrátt fyrir að vera stærsti fjölmiðill landsins. Íslendingar eru hafðir að fíflum með engri þjónustu á móðurmálinu og tilviljanakenndum fasískum aðgerðum í gegnum hringrás frá erlendum EkkiMáSvara (NoReply) netföngum. Þannig hefur Facebook nú bannað Islandus.is að auglýsa sín góðu tilboð á Mercedes Benz bílum sem í sumum tilfellum geta sparað neytendum milljónir króna. Í síðustu einkaþotuferð sinni til Íslands mengaði Zuckerberg ekki aðeins Íslenska náttúru með CO2 útblæstri frá skattaskjóls olíukaupum sínum, hann er nú einnig að brjóta Íslensk samkeppnislög Nr. 44/2005 og hefur komist upp með það mánuðum saman. Facebook svarar engum fyrirspurnum um málið á málefnalegum nótum, einhver úrkynjuð tölvumenni eða Fésbókadraugur eins og sumir kalla það virðast alfarið stjórna fyrirtækinu. Bréfi lögmanns sem var sent 15 ágúst s.l. til Meta Facebook skúffufyrirtækisins á Írlandi sem sagt er bera ábyrgð á Íslensku starfseminni var ekki svarað. Starfsmenn Dómsmálaráðuneytisins í Reykjavík virðast standa á gati og segjast ekki vita hvernig þeir geti haft samband við Facebook. Nú lætur islandus.is reyna á þá leið að stefna Meta Facebook fyrir dóm á Írlandi. Í gegnum vefsíðu Evrópusambandsins og þarlendra stjórnvalda verður stofnað dómsmál með skaðabótakröfu fyrir hverja þá auglýsingu sem Facebook illmennið hefur lokað fyrir með ólögmætum hætti. Þetta er kannski eina leiðin til að ná einhverju vitrænu sambandi við þetta fáránlega fyrirtæki sem tröllríður hér húsum og blóðmjólkar Íslenskt samfélag. Íslensk stjórnvöld þurfa að grípa til aðgerða og koma lögum yfir sjóræningjastarfsemi Facebook sem með óábyrgri ritstjórnarstefnu ógnar bæði heilbrigðum viðskiptaháttum og lýðræðisumræðu í landinu. Facebook er í dag með ráðandi stöðu á auglýsingamarkaði og í þjóðfélagsumræðu á Íslandi. Þetta er gengið svo langt að samskipti Forseta Íslands, ráðamanna, ráðuneyta og margra Íslenskra stofnana bæði almennar tilkynningar og auglýsingar fara nú að stórum hluta um Facebook ritskoðun í bandaríkjunum. Á augnabliki geta illa uppalin tölvumenni Facebook tekið uppá því að loka fyrir samskiptin og einstaka stofnanir þjóðfélagsins. Þannig hefur t.d. Facebook ritskoðun í dag lokað fyrir fréttaflutning íslensks fjölmiðils frá Úkraníu. Höfundur er stofnandi Friðar 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Bílainnflutningsfyrirtækið islandus.is hefur í tvo áratugi boðið lægri verð á nýjum og nýlegum bílum frá erlendum bílaumboðum. Undanfarin ár hefur Islandus.is auglýst þjónustuna á Facebook eftir að bandaríski netmiðillinn tók flesta landsmenn til sín. Meira að segja Forseti Íslands valdi Facebook til samskipta við þjóðina fram yfir Íslenska bloggmiðla sem margir hverjir berjast í bökkum við erlent stórfyrirtæki sem heldur úti sjóræningja fjölmiðlun á Íslandi. Facebook er einn stærsti skattsvikari Íslands. Á átta árum hafa nær 50 milljarðar í auglýsingatekjum frá Íslenskum fyrirtækjum og stjórnvöldum flætt úr landinu að stórum hluta til Facebook sem heldur úti skúffufyrirtæki á Írlandi og greiðir ekki krónu til Íslensks samfélags, hvorki VSK né aðra skatta. Facebook er með enga starfsmenn á Íslandi þrátt fyrir að vera stærsti fjölmiðill landsins. Íslendingar eru hafðir að fíflum með engri þjónustu á móðurmálinu og tilviljanakenndum fasískum aðgerðum í gegnum hringrás frá erlendum EkkiMáSvara (NoReply) netföngum. Þannig hefur Facebook nú bannað Islandus.is að auglýsa sín góðu tilboð á Mercedes Benz bílum sem í sumum tilfellum geta sparað neytendum milljónir króna. Í síðustu einkaþotuferð sinni til Íslands mengaði Zuckerberg ekki aðeins Íslenska náttúru með CO2 útblæstri frá skattaskjóls olíukaupum sínum, hann er nú einnig að brjóta Íslensk samkeppnislög Nr. 44/2005 og hefur komist upp með það mánuðum saman. Facebook svarar engum fyrirspurnum um málið á málefnalegum nótum, einhver úrkynjuð tölvumenni eða Fésbókadraugur eins og sumir kalla það virðast alfarið stjórna fyrirtækinu. Bréfi lögmanns sem var sent 15 ágúst s.l. til Meta Facebook skúffufyrirtækisins á Írlandi sem sagt er bera ábyrgð á Íslensku starfseminni var ekki svarað. Starfsmenn Dómsmálaráðuneytisins í Reykjavík virðast standa á gati og segjast ekki vita hvernig þeir geti haft samband við Facebook. Nú lætur islandus.is reyna á þá leið að stefna Meta Facebook fyrir dóm á Írlandi. Í gegnum vefsíðu Evrópusambandsins og þarlendra stjórnvalda verður stofnað dómsmál með skaðabótakröfu fyrir hverja þá auglýsingu sem Facebook illmennið hefur lokað fyrir með ólögmætum hætti. Þetta er kannski eina leiðin til að ná einhverju vitrænu sambandi við þetta fáránlega fyrirtæki sem tröllríður hér húsum og blóðmjólkar Íslenskt samfélag. Íslensk stjórnvöld þurfa að grípa til aðgerða og koma lögum yfir sjóræningjastarfsemi Facebook sem með óábyrgri ritstjórnarstefnu ógnar bæði heilbrigðum viðskiptaháttum og lýðræðisumræðu í landinu. Facebook er í dag með ráðandi stöðu á auglýsingamarkaði og í þjóðfélagsumræðu á Íslandi. Þetta er gengið svo langt að samskipti Forseta Íslands, ráðamanna, ráðuneyta og margra Íslenskra stofnana bæði almennar tilkynningar og auglýsingar fara nú að stórum hluta um Facebook ritskoðun í bandaríkjunum. Á augnabliki geta illa uppalin tölvumenni Facebook tekið uppá því að loka fyrir samskiptin og einstaka stofnanir þjóðfélagsins. Þannig hefur t.d. Facebook ritskoðun í dag lokað fyrir fréttaflutning íslensks fjölmiðils frá Úkraníu. Höfundur er stofnandi Friðar 2000.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun