Mark Dagnýjar dugði ekki gegn Englandsmeisturunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2022 20:01 Dagný Brynjarsdóttir og Kadeisha Buchanan í leik kvöldsins. Steve Bardens/Getty Images Dagný Brynjarsdóttir bar að venju fyrirliðabandið þegar West Ham United heimsótti Englandsmeistara Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Dagný kom West Ham óvænt yfir en heimakonur svöruðu með þremur mörkum og unnu á endanum 3-1 sigur. Dagný skoraði eftir aðeins þrjár mínútur en hún skallaði fyrirgjöf Kirsty Smith í netið. Fyrsta mark Dagnýjar á tímabilinu og sannkölluð draumabyrjun fyrir gestina. Virtist sem leikmenn Chelsea væru slegnir út af laginu og tók það Englandsmeistarana smá tíma að finna taktinn. The Skipper has put us ahead! #CHEWHU 0-1 (9) pic.twitter.com/Kkln1cC1G4— West Ham United Women (@westhamwomen) September 28, 2022 Það tókst þó á endanum og fóru þær þá að ógna marki West Ham. Þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik jafnaði Fran Kirby metin þegar hún kom boltanum í netið eftir sendingu Guro Reiten. Staðan 1-1 og þannig var hún þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik var Chelsea mun sterkari aðilinn. Sam Kerr opnaði markareikning sinn og kom Chelsea 2-1 yfir á 58. mínútu. Aðeins fjórum mínútum síðar skilaði Millie Bright boltanum í netið eftir fyrirgjöf Kateřinu Svitková en hún spilaði með West Ham á síðustu leiktíð. Staðan orðin 3-1 og sigurinn í augsýn. Lauren James fékk svo fullkomið tækifæri til að gera endanlega út um leikinn á 77. mínútu en hún brenndi þá af vítaspyrnu. Mackenzie Arnold, markvörður West Ham, varði spyrnuna og sá til þess að staðan var enn 3-1. Reyndust það á endanum lokatölur leiksins. Chelsea hefur þar með unnið tvo leiki í röð eftir að tapa fyrir Liverpool í fyrstu umferð. West Ham hefur hins vegar tapað tveimur í röð eftir að vinna Everton í fyrstu umferð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Dagný skoraði eftir aðeins þrjár mínútur en hún skallaði fyrirgjöf Kirsty Smith í netið. Fyrsta mark Dagnýjar á tímabilinu og sannkölluð draumabyrjun fyrir gestina. Virtist sem leikmenn Chelsea væru slegnir út af laginu og tók það Englandsmeistarana smá tíma að finna taktinn. The Skipper has put us ahead! #CHEWHU 0-1 (9) pic.twitter.com/Kkln1cC1G4— West Ham United Women (@westhamwomen) September 28, 2022 Það tókst þó á endanum og fóru þær þá að ógna marki West Ham. Þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik jafnaði Fran Kirby metin þegar hún kom boltanum í netið eftir sendingu Guro Reiten. Staðan 1-1 og þannig var hún þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik var Chelsea mun sterkari aðilinn. Sam Kerr opnaði markareikning sinn og kom Chelsea 2-1 yfir á 58. mínútu. Aðeins fjórum mínútum síðar skilaði Millie Bright boltanum í netið eftir fyrirgjöf Kateřinu Svitková en hún spilaði með West Ham á síðustu leiktíð. Staðan orðin 3-1 og sigurinn í augsýn. Lauren James fékk svo fullkomið tækifæri til að gera endanlega út um leikinn á 77. mínútu en hún brenndi þá af vítaspyrnu. Mackenzie Arnold, markvörður West Ham, varði spyrnuna og sá til þess að staðan var enn 3-1. Reyndust það á endanum lokatölur leiksins. Chelsea hefur þar með unnið tvo leiki í röð eftir að tapa fyrir Liverpool í fyrstu umferð. West Ham hefur hins vegar tapað tveimur í röð eftir að vinna Everton í fyrstu umferð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira