Vél Icelandair lenti í minniháttar árekstri Bjarki Sigurðsson skrifar 28. september 2022 21:11 Atvikið átti sér stað á Heathrow flugvellinum í London. Vísir/Vilhelm Vél Icelandair lenti í minniháttar árekstri við vél frá Koreanair á flugvellinum Heathrow í London í í kringum klukkan átta í kvöld. Enginn slasaðist og engar tafir eru á flugum til og frá flugvellinum. Greint er frá þessu á vef Sky News. Þar segir að fjöldi sjúkra-, lögreglu- og slökkviliðsbifreiða sé á vettvanginum. Í samtali við fréttastofu segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að enginn sé slasaður og allir sem voru um borð í vélinni séu komnir inn í flugstöð. „Flugvél Icelandair sem var að koma til Heathrow var stopp á flugvellinum og var að bíða eftir þjónustu. Þá rakst önnur vél utan í sem var að keyra fram hjá,“ segir Guðni. Ljóst er að einhverjar skemmdir eru á vélinni og verið er að vinna í því hvernig eigi að flytja þá sem áttu að fljúga með vélinni aftur til Íslands. Some more (longer) footage. There are around 6 or 7 emergency vehicles on the scene. pic.twitter.com/5x09i6vuLh— Steve Smith - Broke Britannia (@BrokeBritannia) September 28, 2022 Meðal ferðalanga í vélinni eru um það bil sjötíu nemendur Verzlunarskóla Íslands eru á leiðinni í ferð sem er hluti af enskuáfanga í skólanum. Þau segjast fá litlar upplýsingar um hvað þau eigi að gera en þau hafa enn ekki fengið töskurnar sínar afhentar. „Við fundum alveg fyrir þessu en það er enginn slasaður. Svo veit maður aldrei. Við erum dálítið pirruð. Það er enginn að heyra í ykkur. Við fengum að fara úr flugvélinni áður en lögreglan kom. Þetta lítur ekki út fyrir að vera mikið en okkur var sagt að þetta væri crime scene, þess vegna fengum við ekki töskurnar,“ segir einn nemendanna sem var farþegi í fluginu í samtali við fréttastofu. Þau vita ekkert hvenær þau fá töskurnar sínar en nú hafa þau beðið í tæplega tvo klukkutíma og hafa starfsmenn flugvallarins beðið þau um að fara á hótelið sitt. Fréttin hefur verið uppfærð. Icelandair Fréttir af flugi Bretland England Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Sjá meira
Greint er frá þessu á vef Sky News. Þar segir að fjöldi sjúkra-, lögreglu- og slökkviliðsbifreiða sé á vettvanginum. Í samtali við fréttastofu segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að enginn sé slasaður og allir sem voru um borð í vélinni séu komnir inn í flugstöð. „Flugvél Icelandair sem var að koma til Heathrow var stopp á flugvellinum og var að bíða eftir þjónustu. Þá rakst önnur vél utan í sem var að keyra fram hjá,“ segir Guðni. Ljóst er að einhverjar skemmdir eru á vélinni og verið er að vinna í því hvernig eigi að flytja þá sem áttu að fljúga með vélinni aftur til Íslands. Some more (longer) footage. There are around 6 or 7 emergency vehicles on the scene. pic.twitter.com/5x09i6vuLh— Steve Smith - Broke Britannia (@BrokeBritannia) September 28, 2022 Meðal ferðalanga í vélinni eru um það bil sjötíu nemendur Verzlunarskóla Íslands eru á leiðinni í ferð sem er hluti af enskuáfanga í skólanum. Þau segjast fá litlar upplýsingar um hvað þau eigi að gera en þau hafa enn ekki fengið töskurnar sínar afhentar. „Við fundum alveg fyrir þessu en það er enginn slasaður. Svo veit maður aldrei. Við erum dálítið pirruð. Það er enginn að heyra í ykkur. Við fengum að fara úr flugvélinni áður en lögreglan kom. Þetta lítur ekki út fyrir að vera mikið en okkur var sagt að þetta væri crime scene, þess vegna fengum við ekki töskurnar,“ segir einn nemendanna sem var farþegi í fluginu í samtali við fréttastofu. Þau vita ekkert hvenær þau fá töskurnar sínar en nú hafa þau beðið í tæplega tvo klukkutíma og hafa starfsmenn flugvallarins beðið þau um að fara á hótelið sitt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Icelandair Fréttir af flugi Bretland England Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Sjá meira