Nýtt björgunarskip styttir viðbragðshraða um helming Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. september 2022 13:07 Örn segir að viðbragðstími björgunarsveita batni til muna með tilkomu nýrra skipa. Vísir/Vilhelm Nýtt björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar kom til hafnar í Reykjavík í morgun. Um er að ræða fyrsta skipið af þremur sem Landsbjörg hefur fest kaup á en með komu þeirra styttist viðbragðstími björgunarsveita á sjó um helming. Skipið er það fyrsta af þremur sem Landsbjörg hefur fest kaup á en þau eru smíðuð í Finnlandi. Landsbjörg stefnir á að endurnýja öll þrettán björgunarskip sín en þau eru mikil búbót fyrir bæði björgunarsveitir og landsmenn. Þetta fyrsta verður sent til Vestmannaeyja og afhent næstkomandi laugardag. „Þörfin er rosalega brýn, við eigum fullt af björgunarskipum um allt land og þrettán stór björgunarskip sem við gerum út og þau eru gömul. Skipið í Vestmannaeyjum er smíðað 1993 og það er löngu kominn tími til að komast í nútímann. Í siglingatækjum, í búnaði, í hitamyndavélum og ýmsu öðru. Svo þörfin er mikil,“ segir Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörguna hjá Landsbjörgu. Sjóvá styrkti björgunarsveitirnar um rúmar 140 milljónir til skipakaupanna.Vísir/Vilhelm Von er á öðru björgunarskipi í byrjun næsta árs og því þriðja um mitt árið. Upprunalega stóð til að annað skipið kæmi fyrir áramót en vegna íhlutaskorts vegna stríðsins í Evrópu seinkar afhendingu skipsins. „Við eigum von á tveimur til viðbótar í þessum fasa. Við ætlum að endurnýja öll þrettán á næstu tíu árunum en til þess þurfum við stuðning. Það er búið að styðja okkur ríflega í þessu fyrstu þrjú sem við klárum núna á þessu ári og næsta en svo þurfum við að halda áfram,“ segir Örn. Hvert nýju skipanna kostar 285 milljónir króna og hefur Landsbjörg safnað í nýsmíðasjóð í nokkurn tíma til að fjármagna verkefnið. Það bætti þó úr skák þegar félagið tryggði helmings fjármögnun smíðanna frá ríkinu og þegar Sjóvá lagði hönd á plóg, með ríflega 142 milljóna króna styrk. „Þetta er náttúrulega gríðarlega þarft verkefni og við erum afskaplega stolt af því að geta tekið þátt í þessu með Landsbjörgu og tryggja þannig öryggi sjófarenda um allt land,“ sagði Sigríður Vala Halldórsdóttir fjármálastjóri hjá Sjóvá. Björgunarsveitir Sjóvá Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Skipið er það fyrsta af þremur sem Landsbjörg hefur fest kaup á en þau eru smíðuð í Finnlandi. Landsbjörg stefnir á að endurnýja öll þrettán björgunarskip sín en þau eru mikil búbót fyrir bæði björgunarsveitir og landsmenn. Þetta fyrsta verður sent til Vestmannaeyja og afhent næstkomandi laugardag. „Þörfin er rosalega brýn, við eigum fullt af björgunarskipum um allt land og þrettán stór björgunarskip sem við gerum út og þau eru gömul. Skipið í Vestmannaeyjum er smíðað 1993 og það er löngu kominn tími til að komast í nútímann. Í siglingatækjum, í búnaði, í hitamyndavélum og ýmsu öðru. Svo þörfin er mikil,“ segir Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörguna hjá Landsbjörgu. Sjóvá styrkti björgunarsveitirnar um rúmar 140 milljónir til skipakaupanna.Vísir/Vilhelm Von er á öðru björgunarskipi í byrjun næsta árs og því þriðja um mitt árið. Upprunalega stóð til að annað skipið kæmi fyrir áramót en vegna íhlutaskorts vegna stríðsins í Evrópu seinkar afhendingu skipsins. „Við eigum von á tveimur til viðbótar í þessum fasa. Við ætlum að endurnýja öll þrettán á næstu tíu árunum en til þess þurfum við stuðning. Það er búið að styðja okkur ríflega í þessu fyrstu þrjú sem við klárum núna á þessu ári og næsta en svo þurfum við að halda áfram,“ segir Örn. Hvert nýju skipanna kostar 285 milljónir króna og hefur Landsbjörg safnað í nýsmíðasjóð í nokkurn tíma til að fjármagna verkefnið. Það bætti þó úr skák þegar félagið tryggði helmings fjármögnun smíðanna frá ríkinu og þegar Sjóvá lagði hönd á plóg, með ríflega 142 milljóna króna styrk. „Þetta er náttúrulega gríðarlega þarft verkefni og við erum afskaplega stolt af því að geta tekið þátt í þessu með Landsbjörgu og tryggja þannig öryggi sjófarenda um allt land,“ sagði Sigríður Vala Halldórsdóttir fjármálastjóri hjá Sjóvá.
Björgunarsveitir Sjóvá Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira