Óska eftir skjótri inngöngu í NATO Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2022 14:56 Úkraínumenn hafa farið fram á að umsókn þeirra í Atlantshafsbandalagið fái flýtimeðferð. Forsetaembætti Úkraínu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tilkynnti nú fyrir skömmu að ríkisstjórn hans hafi formlega sótt um skjóta inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO). Það er í kjölfar þess að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun fjögurra héraða Úkraínu. Litlar sem engar líkur eru á því að umsóknin verði samþykkt á meðan Úkraínumenn verjast innrás Rússa en með umsókninni vilja Úkraínumenn bregðast við innlimun Rússa á Donetsk, Luhansk, Saporisjía og Kherson. Pútín hélt ræðu fyrir undirritun innlimunarinnar í dag og þar hvatti hann Úkraínumenn til viðræðna við Rússa. Sjá einnig: Bölsótaðist út í Vesturlönd Selenskí sagði í ávarpi sem hann birti í kjölfarið að Úkraínumenn væru tilbúnir til viðræðna við Rússa. Fyrst þyrftu Rússar þó að fá sér annan forseta. Úkraínumenn hafa lengi sagt að reyni Rússar að innlima fleiri héruð Úkraínu muni það gera útaf við friðarviðræður. Þær hafa þó ekki farið fram frá því ódæði rússneskra hermanna í Bucha og víðar í Úkraínu urðu ljós. #Ukraine applies for accelerated accession to @NATO #StrongerTogether @ZelenskyyUa pic.twitter.com/bR0EC5QIb3— MFA of Ukraine (@MFA_Ukraine) September 30, 2022 Herða refsiaðgerðir gegn Rússum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fordæmdi aðgerðir Rússa í dag og opinberaði hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Þá hét hann því að G7 ríkin, ríkustu iðnvæddu ríki heims, myndu beita öll þau ríki sem viðurkennni innlimunina einnig refsiaðgerðum. Biden sagði innlimunina alfarið ólöglega og ógilda. Rússar væru að brjóta alþjóðalög, brjóta gegn stofnsamningi Sameinuðu þjóðinni og sýna öllum friðsömum ríkjum heimsins lítilsvirðingu. Forsetinn sagði að Bandaríkin og aðrir bakhjarlar myndu ekki láta af stuðningi sínum við Úkraínu. Sjá einnig: Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði fyrr í dag að ólögmæt innlimun Pútíns á héruðum Úkraínu myndi engu breyta. The illegal annexation proclaimed by Putin won t change anything. All territories illegally occupied by Russian invaders are Ukrainian land and will always be part of this sovereign nation.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) September 30, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Bölsótaðist út í Vesturlönd Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þau héruð Úkraínu sem hann innlimaði einhliða og ólöglega í rússneska sambandsríkið í dag tilheyri Rússlandi. Þau hafi tilheyrt rússneska keisaraveldinu og Sovétríkin hafi rekið Þjóðverja þaðan í seinni heimsstyrjöldinni. 30. september 2022 14:22 Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Úkraínumenn eru sagðir hafa nánast umkringt hóp rússneskra hermanna í borginni Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Rússar eru sagðir undirbúa það að hörfa frá bænum á sama tíma og forseti Rússlands lýsir yfir innlimun héraðsins. 30. september 2022 12:16 Putin með sjónarspil í tilefni ólöglegrar innlimunar Í hádeginu fer fram athöfn í Kreml þar sem Vladimir Putin forseti Rússlands undirritar formlega yfirlýsingu um innlimun fjögurra héraða í Úkraínu í rússneska sambandslýðveldið. Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni aldrei viðurkenna þennan gjörning. 30. september 2022 11:24 23 látnir og 28 særðir eftir árás í Zaporizhzhia Að minnsta kosti 23 eru látnir og 28 særðir eftir árás á bílalest almennra borgara í Zaporizhzhia. Úkraínumenn segja Rússa hafa staðið að árásinni en Rússar segja Úkraínumenn ábyrga. 30. september 2022 07:50 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira
Litlar sem engar líkur eru á því að umsóknin verði samþykkt á meðan Úkraínumenn verjast innrás Rússa en með umsókninni vilja Úkraínumenn bregðast við innlimun Rússa á Donetsk, Luhansk, Saporisjía og Kherson. Pútín hélt ræðu fyrir undirritun innlimunarinnar í dag og þar hvatti hann Úkraínumenn til viðræðna við Rússa. Sjá einnig: Bölsótaðist út í Vesturlönd Selenskí sagði í ávarpi sem hann birti í kjölfarið að Úkraínumenn væru tilbúnir til viðræðna við Rússa. Fyrst þyrftu Rússar þó að fá sér annan forseta. Úkraínumenn hafa lengi sagt að reyni Rússar að innlima fleiri héruð Úkraínu muni það gera útaf við friðarviðræður. Þær hafa þó ekki farið fram frá því ódæði rússneskra hermanna í Bucha og víðar í Úkraínu urðu ljós. #Ukraine applies for accelerated accession to @NATO #StrongerTogether @ZelenskyyUa pic.twitter.com/bR0EC5QIb3— MFA of Ukraine (@MFA_Ukraine) September 30, 2022 Herða refsiaðgerðir gegn Rússum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fordæmdi aðgerðir Rússa í dag og opinberaði hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Þá hét hann því að G7 ríkin, ríkustu iðnvæddu ríki heims, myndu beita öll þau ríki sem viðurkennni innlimunina einnig refsiaðgerðum. Biden sagði innlimunina alfarið ólöglega og ógilda. Rússar væru að brjóta alþjóðalög, brjóta gegn stofnsamningi Sameinuðu þjóðinni og sýna öllum friðsömum ríkjum heimsins lítilsvirðingu. Forsetinn sagði að Bandaríkin og aðrir bakhjarlar myndu ekki láta af stuðningi sínum við Úkraínu. Sjá einnig: Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði fyrr í dag að ólögmæt innlimun Pútíns á héruðum Úkraínu myndi engu breyta. The illegal annexation proclaimed by Putin won t change anything. All territories illegally occupied by Russian invaders are Ukrainian land and will always be part of this sovereign nation.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) September 30, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Bölsótaðist út í Vesturlönd Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þau héruð Úkraínu sem hann innlimaði einhliða og ólöglega í rússneska sambandsríkið í dag tilheyri Rússlandi. Þau hafi tilheyrt rússneska keisaraveldinu og Sovétríkin hafi rekið Þjóðverja þaðan í seinni heimsstyrjöldinni. 30. september 2022 14:22 Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Úkraínumenn eru sagðir hafa nánast umkringt hóp rússneskra hermanna í borginni Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Rússar eru sagðir undirbúa það að hörfa frá bænum á sama tíma og forseti Rússlands lýsir yfir innlimun héraðsins. 30. september 2022 12:16 Putin með sjónarspil í tilefni ólöglegrar innlimunar Í hádeginu fer fram athöfn í Kreml þar sem Vladimir Putin forseti Rússlands undirritar formlega yfirlýsingu um innlimun fjögurra héraða í Úkraínu í rússneska sambandslýðveldið. Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni aldrei viðurkenna þennan gjörning. 30. september 2022 11:24 23 látnir og 28 særðir eftir árás í Zaporizhzhia Að minnsta kosti 23 eru látnir og 28 særðir eftir árás á bílalest almennra borgara í Zaporizhzhia. Úkraínumenn segja Rússa hafa staðið að árásinni en Rússar segja Úkraínumenn ábyrga. 30. september 2022 07:50 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira
Bölsótaðist út í Vesturlönd Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þau héruð Úkraínu sem hann innlimaði einhliða og ólöglega í rússneska sambandsríkið í dag tilheyri Rússlandi. Þau hafi tilheyrt rússneska keisaraveldinu og Sovétríkin hafi rekið Þjóðverja þaðan í seinni heimsstyrjöldinni. 30. september 2022 14:22
Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Úkraínumenn eru sagðir hafa nánast umkringt hóp rússneskra hermanna í borginni Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Rússar eru sagðir undirbúa það að hörfa frá bænum á sama tíma og forseti Rússlands lýsir yfir innlimun héraðsins. 30. september 2022 12:16
Putin með sjónarspil í tilefni ólöglegrar innlimunar Í hádeginu fer fram athöfn í Kreml þar sem Vladimir Putin forseti Rússlands undirritar formlega yfirlýsingu um innlimun fjögurra héraða í Úkraínu í rússneska sambandslýðveldið. Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni aldrei viðurkenna þennan gjörning. 30. september 2022 11:24
23 látnir og 28 særðir eftir árás í Zaporizhzhia Að minnsta kosti 23 eru látnir og 28 særðir eftir árás á bílalest almennra borgara í Zaporizhzhia. Úkraínumenn segja Rússa hafa staðið að árásinni en Rússar segja Úkraínumenn ábyrga. 30. september 2022 07:50