Hugleiðing um fólk og fjársjóði Thelma Hafþórsdóttir Byrd skrifar 30. september 2022 15:30 Ég fæ að kynnast svo mörgum í vinnunni, einstaklingum af öllum stærðum og gerðum. Ég vinn nefnilega með fólki á miðjum aldri sem lent hefur í einhvers konar áföllum, hvort sem heldur af andlegum eða líkamlegum toga. Og fólki sem náð hefur háum aldri og þarf orðið aðstoð við athafnir daglegs lífs. Öll eru þau hafsjór af einhvers konar þekkingu. Öll með eitthvað til að gefa eða kenna. Því öll eru þau jú með veglega innistæðu í reynslubankanum. Svo ég græði alltaf. Í þessu samfélagi búa nefnilega fjársjóðir. Hvort sem þeir feli í sér hreinan fróðleik, hlýju, ánægju eða reynslu til að spegla mig í og læra af. Ég brosi reglulega yfir daginn og hlæ líka oft, bæði með samstarfsfólki en ekki síður með fólkinu, hvers heimili ég vinn á. Nei, heimilisfólkið býr nefnilega ekki á vinnustaðnum mínum. Stundum finnur það til og þá finnum við starfsfólkið það líka. Mismikið, eins og gengur. Við vitum að í dauðanum felst ákveðin líkn fyrir einstaklinga sem þjást og eru saddir sinna lífdaga. Og eðlilega myndast hjá okkur smá skrápur með aukinni reynslu og fjölgandi árum - en við finnum líka til með þeim. Ellegar ættum við að finna okkur aðra vinnu. Vinnudagarnir eru lang flestir góðir. Sama hvort ég brosi nær allan hringinn eða hvort ég finni til samkenndar. Það má nefnilega líka finna og finna til. Ég hef lært að hamingjan einkennist ekki endilega helst af gleði, heldur innihaldi. Þess vegna hef ég reynt að skapa og eiga innihaldsríka daga, fremur en endilega glaðlega. Mér finnst það líka raunhæfara. Það eru alltaf einstök augnablik inn á milli sem fara alveg inn að hjartarótum og það gerðist síðast í liðinni viku þegar ég drakk kaffið mitt með einum heimilismanni. Ég man ekki hvernig það atvikaðist en talið barst að kvæði Davíðs Stefánssonar um Helgu Jarlsdóttur. Ég hef alltaf hrifist af ljóðum og byrjaði fyrir 10 ára aldurinn að skrifa þau niður á blað eða yrkja eins og það víst heitir, sem síðan þróaðist út í textaskrif. Ég er samt engin fagmanneskja um ljóð og stundum skynja ég að dýpstu og fegurstu ljóðin séu þau sem man þarf nánari skýringar á. Þetta ljóð er hins vegar það allra magnaðasta en í senn svo skiljanlegt. Það er ekki auðfinnanlegt á veraldarvefnum svo mig langar til að skilja það eftir hér. Ég hvet ykkur til þess að lesa það allt og jafnvel kynna ykkur söguna á bak við það. Þarna er besta núvitundaræfingin. Ég þarf svo að gera mér ferð inn í Hvalfjörð sem allra fyrst og skapa lífinu smá innihald - og í leiðinni kannski svolitla gleði. Helga Jarlsdóttir 1. Myrka stigu margur rekur. Mörg eru sporin orpin sandi. Kólguhljóðið kalda vekur konu eina á Gautalandi. Að björgum hrynja bárugarðar. Brimhljóð rjúfa næturfriðinn. Minningar frá hólma Harðar hljóma gegnum ölduniðinn. 2. Ég var ung og átti forðum elda þá, sem heitast brenna. Ég hlaut mest af ástarorðum allra hinna gausku kvenna. Hetjur lyftu hornum sínum. Hyllt var ég af skáldum flestum. En --- aðeins náði ástum mínum einn af jarlsins hallargestum. 3. Man ég, er ég sá að sandi sigla fley með voðum þöndum. Þá var gott á Gautalandi, gleði yfir sæ og ströndum. Orðin sungu á allra tungum. Æskan lék við hvern sinn fingur. Til hallar gekk með hetjum ungum hár og glæstur Íslendingur. 4. Hann var öllum öðrum fegri, eygur vel og lokkableikur, öllum hetjum hetjulegri. --- Hann var logi, aðrir reykur. Hann var Íslands ungi sonur, óskabarn af norsku kyni. Fræknir menn og fagrar konur fögnuðu Herði Grímkelssyni. 5. Í öllu var hann margra maki, mestur allra að dirfsku og afli, þreytti sund á bringu og baki, bestur allra í leik og tafli, kunni að verða af kappi æstur, kveikti í hjörtum logabranda. Alltaf var hann goðaglæstur, gæddur snilld og konungsanda. 6. Fljótt við ástir okkar festum órjúfandi tryggðarböndum. Þá kom margt af góðum gestum, göfugt lið frá mörgum löndum. Þá var söngur, gleði og glaumur. Glóði vín á dýrum skálum. Framtíðin var fagur draumur, fögnuður í ungum sálum. 7. Eldar kvikna. Eldar braka. Aldrei gleymast fyrstu kvöldin. En sú náð að njóta og vaka nakin bak við rekkjutjöldin. Hvert hans orð var ilmi blandið. Allt var gott, sem Hörður gerði. Svo yfirgaf ég Gautalandið, gekk til skips --- og fylgdi Herði. 8. Upp úr hvítum úthafsbárum Ísland reis í möttli grænum. Heilluð grét ég helgum tárum af hamingju og fyrirbænum. Við mér brostu birkihlíðar; blikuðu fjöll í sólareldi. Aldrei fann ég fyrr né síðar fegri tign og meira veldi. 9. Man ég úti í Harðarhólma hungurvæl í fálka og smyrli. Að bergi hrundi báran ólma. Bólgnuðu skýin yfir Þyrli. Stoltar hetjur stóðu á verði. Stormur kaldur blés af fjöllum. Sat ég þá í sekt með Herði, sveininum, er bar af öllum. 10. Af ýmsum var hann illa ræmdur, ættarsmár og fjandamargur, út í hólminn friðlaus flæmdur, fyrirlitinn brennuvargur. Satt er það, að blóð á brandi bar hann oft á vopnaþingum og neytti afls, svo níðingsandi næði ei taki á Íslendingum. 11. Engan veit ég betri bróður, betri föður, vin og maka. Hann vó af dyggð sem drengur góður. Um drápfýsn má hann enginn saka. Síst var hann að bjóða bætur né biðja um grið að loknu verki. Heill sé þeim, sem lífið lætur og lifir undir Harðar merki. 12. Svaf ég trygg í sekum örmum. Sælt var mér að fylgja Herði. Ást hans bætti úr öllum hörmum; allt var gott, sem Hörður gerði. Með vopnum eru sekir sóttir, svívirt þeirra ást og lotning. Ég er Helga Haraldsdóttir, Hólmverjanna tigna drottning. 13. Í Hólminum var bágt til bjargar, búið hungur sekum mönnum. Fara þurfti ferðir margar. Flutu skip á köldum hrönnum. Margt var rætt um miðja óttu, mörgum sveini vandi falinn. Hesta, naut og sauði sóttu sumir upp í Skorradalinn. 14. Oft var gott og glatt á hjalla, er garpar sátu kringum bálið. Bjarminn lék um allt og alla, --- en oft var Herði þungt um málið. Við drauma, spár og dularsögur dimmir fljótt í hugarborgum. Mörg stormanótt var stjörnufögur, en stóð þó ótti af dagsins sorgum. 15. Morðadaginn mikla og þunga man ég glöggt, þó eldri verði. Sat ég ein með sveina unga og sá í land --- á eftir Herði. Í landi biðu böðladróttir. Brann ég milli ótta og vonar. En ég var Helga Haraldsdóttir, Harðar kona Grímkelssonar. 16. Hefndarþorstinn harminn létti. Heyrði eg kaldar bárur gnauða. Henti ég mér af háum kletti í hafið upp á líf og dauða. Við mig hafði eg Björninn bundið. Bróður hans var nóg að eggja. Braust ég yfir bárusundið, bjargaði lífi sona tveggja. 17. Naut ég afls og örmum beitti. Yfir Þyrli máninn glóði. Sundið fast ég friðlaus þreytti, fannst ég synda í Harðar blóði. Hjartað var þeim böndum bundið sem brúði veika að hetju gera. Til hinsta dags skal Helgusundið heiðinni móður vitni bera. 18. Mér var seinna af mörgum sagður morðingjanna grimmi leikur, er Hörður var að velli lagður vígamóður, dauðableikur. Mörgum tókst að myrða Hörðinn; margir féllu; sumir runnu. Blóðið heita bergði jörðin og bölvaði þeim, sem verkið unnu. 19. Góðir drengir Harðar hefndu. Höggið var án dóms og laga. Hetjur þær, sem heit sín efndu, hyllir Saga alla daga. Sungin verða sektarljóðin. Svikarar verða alltaf smáðir. Með orðstír launar Íslandsþjóðin allar góðar hetjudáðir. 20. Hún er fædd við eld og ísa, ægileg og tignarfögur. Hún er mild sem vögguvísa, voldug eins og hetjusögur. Hún er björt sem dýrðardagur, drungaleg sem nóttin svarta. Hún er grimm sem galdrabragur, göfug eins og móðurhjarta. 21. Einn er frjáls og annar sekur. Allt er lífið stríð og vandi. Kólguhljóðið kalda vekur konu eina á Gautalandi. Sigldi ég heim frá Harðar byggðum, harma liðna sektardaga. Full af hreysti og hetjudyggðum er Hólmverjanna raunasaga. 22. Sé ég oft um svartar nætur sýnir gegnum rúm og tíma, meðan hjartað gauska grætur af gleði, sorg og ástarbríma. Þegar bresta bárugarðar og bátum er úr nausti hrundið, þrái ég alltaf hólma Harðar, og hugurinn flýgur yfir sundið. 23. Treysti ég því, að tímans straumur tryggðir gamlar endurskíri. Hörður, þú ert hugans draumur, hjartans ljóð og ævintýri. Meðan lífsins logar dofna, lofa ég þig í kvæði og sögum. Enginn meinar mér að sofna við minningar frá liðnum dögumDavíð Stefánsson frá Fagraskógi Höfundur er tónlistarkona og deildarstjóri iðjuþjálfunar á hjúkrunarheimili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ljóðlist Heilbrigðismál Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Ég fæ að kynnast svo mörgum í vinnunni, einstaklingum af öllum stærðum og gerðum. Ég vinn nefnilega með fólki á miðjum aldri sem lent hefur í einhvers konar áföllum, hvort sem heldur af andlegum eða líkamlegum toga. Og fólki sem náð hefur háum aldri og þarf orðið aðstoð við athafnir daglegs lífs. Öll eru þau hafsjór af einhvers konar þekkingu. Öll með eitthvað til að gefa eða kenna. Því öll eru þau jú með veglega innistæðu í reynslubankanum. Svo ég græði alltaf. Í þessu samfélagi búa nefnilega fjársjóðir. Hvort sem þeir feli í sér hreinan fróðleik, hlýju, ánægju eða reynslu til að spegla mig í og læra af. Ég brosi reglulega yfir daginn og hlæ líka oft, bæði með samstarfsfólki en ekki síður með fólkinu, hvers heimili ég vinn á. Nei, heimilisfólkið býr nefnilega ekki á vinnustaðnum mínum. Stundum finnur það til og þá finnum við starfsfólkið það líka. Mismikið, eins og gengur. Við vitum að í dauðanum felst ákveðin líkn fyrir einstaklinga sem þjást og eru saddir sinna lífdaga. Og eðlilega myndast hjá okkur smá skrápur með aukinni reynslu og fjölgandi árum - en við finnum líka til með þeim. Ellegar ættum við að finna okkur aðra vinnu. Vinnudagarnir eru lang flestir góðir. Sama hvort ég brosi nær allan hringinn eða hvort ég finni til samkenndar. Það má nefnilega líka finna og finna til. Ég hef lært að hamingjan einkennist ekki endilega helst af gleði, heldur innihaldi. Þess vegna hef ég reynt að skapa og eiga innihaldsríka daga, fremur en endilega glaðlega. Mér finnst það líka raunhæfara. Það eru alltaf einstök augnablik inn á milli sem fara alveg inn að hjartarótum og það gerðist síðast í liðinni viku þegar ég drakk kaffið mitt með einum heimilismanni. Ég man ekki hvernig það atvikaðist en talið barst að kvæði Davíðs Stefánssonar um Helgu Jarlsdóttur. Ég hef alltaf hrifist af ljóðum og byrjaði fyrir 10 ára aldurinn að skrifa þau niður á blað eða yrkja eins og það víst heitir, sem síðan þróaðist út í textaskrif. Ég er samt engin fagmanneskja um ljóð og stundum skynja ég að dýpstu og fegurstu ljóðin séu þau sem man þarf nánari skýringar á. Þetta ljóð er hins vegar það allra magnaðasta en í senn svo skiljanlegt. Það er ekki auðfinnanlegt á veraldarvefnum svo mig langar til að skilja það eftir hér. Ég hvet ykkur til þess að lesa það allt og jafnvel kynna ykkur söguna á bak við það. Þarna er besta núvitundaræfingin. Ég þarf svo að gera mér ferð inn í Hvalfjörð sem allra fyrst og skapa lífinu smá innihald - og í leiðinni kannski svolitla gleði. Helga Jarlsdóttir 1. Myrka stigu margur rekur. Mörg eru sporin orpin sandi. Kólguhljóðið kalda vekur konu eina á Gautalandi. Að björgum hrynja bárugarðar. Brimhljóð rjúfa næturfriðinn. Minningar frá hólma Harðar hljóma gegnum ölduniðinn. 2. Ég var ung og átti forðum elda þá, sem heitast brenna. Ég hlaut mest af ástarorðum allra hinna gausku kvenna. Hetjur lyftu hornum sínum. Hyllt var ég af skáldum flestum. En --- aðeins náði ástum mínum einn af jarlsins hallargestum. 3. Man ég, er ég sá að sandi sigla fley með voðum þöndum. Þá var gott á Gautalandi, gleði yfir sæ og ströndum. Orðin sungu á allra tungum. Æskan lék við hvern sinn fingur. Til hallar gekk með hetjum ungum hár og glæstur Íslendingur. 4. Hann var öllum öðrum fegri, eygur vel og lokkableikur, öllum hetjum hetjulegri. --- Hann var logi, aðrir reykur. Hann var Íslands ungi sonur, óskabarn af norsku kyni. Fræknir menn og fagrar konur fögnuðu Herði Grímkelssyni. 5. Í öllu var hann margra maki, mestur allra að dirfsku og afli, þreytti sund á bringu og baki, bestur allra í leik og tafli, kunni að verða af kappi æstur, kveikti í hjörtum logabranda. Alltaf var hann goðaglæstur, gæddur snilld og konungsanda. 6. Fljótt við ástir okkar festum órjúfandi tryggðarböndum. Þá kom margt af góðum gestum, göfugt lið frá mörgum löndum. Þá var söngur, gleði og glaumur. Glóði vín á dýrum skálum. Framtíðin var fagur draumur, fögnuður í ungum sálum. 7. Eldar kvikna. Eldar braka. Aldrei gleymast fyrstu kvöldin. En sú náð að njóta og vaka nakin bak við rekkjutjöldin. Hvert hans orð var ilmi blandið. Allt var gott, sem Hörður gerði. Svo yfirgaf ég Gautalandið, gekk til skips --- og fylgdi Herði. 8. Upp úr hvítum úthafsbárum Ísland reis í möttli grænum. Heilluð grét ég helgum tárum af hamingju og fyrirbænum. Við mér brostu birkihlíðar; blikuðu fjöll í sólareldi. Aldrei fann ég fyrr né síðar fegri tign og meira veldi. 9. Man ég úti í Harðarhólma hungurvæl í fálka og smyrli. Að bergi hrundi báran ólma. Bólgnuðu skýin yfir Þyrli. Stoltar hetjur stóðu á verði. Stormur kaldur blés af fjöllum. Sat ég þá í sekt með Herði, sveininum, er bar af öllum. 10. Af ýmsum var hann illa ræmdur, ættarsmár og fjandamargur, út í hólminn friðlaus flæmdur, fyrirlitinn brennuvargur. Satt er það, að blóð á brandi bar hann oft á vopnaþingum og neytti afls, svo níðingsandi næði ei taki á Íslendingum. 11. Engan veit ég betri bróður, betri föður, vin og maka. Hann vó af dyggð sem drengur góður. Um drápfýsn má hann enginn saka. Síst var hann að bjóða bætur né biðja um grið að loknu verki. Heill sé þeim, sem lífið lætur og lifir undir Harðar merki. 12. Svaf ég trygg í sekum örmum. Sælt var mér að fylgja Herði. Ást hans bætti úr öllum hörmum; allt var gott, sem Hörður gerði. Með vopnum eru sekir sóttir, svívirt þeirra ást og lotning. Ég er Helga Haraldsdóttir, Hólmverjanna tigna drottning. 13. Í Hólminum var bágt til bjargar, búið hungur sekum mönnum. Fara þurfti ferðir margar. Flutu skip á köldum hrönnum. Margt var rætt um miðja óttu, mörgum sveini vandi falinn. Hesta, naut og sauði sóttu sumir upp í Skorradalinn. 14. Oft var gott og glatt á hjalla, er garpar sátu kringum bálið. Bjarminn lék um allt og alla, --- en oft var Herði þungt um málið. Við drauma, spár og dularsögur dimmir fljótt í hugarborgum. Mörg stormanótt var stjörnufögur, en stóð þó ótti af dagsins sorgum. 15. Morðadaginn mikla og þunga man ég glöggt, þó eldri verði. Sat ég ein með sveina unga og sá í land --- á eftir Herði. Í landi biðu böðladróttir. Brann ég milli ótta og vonar. En ég var Helga Haraldsdóttir, Harðar kona Grímkelssonar. 16. Hefndarþorstinn harminn létti. Heyrði eg kaldar bárur gnauða. Henti ég mér af háum kletti í hafið upp á líf og dauða. Við mig hafði eg Björninn bundið. Bróður hans var nóg að eggja. Braust ég yfir bárusundið, bjargaði lífi sona tveggja. 17. Naut ég afls og örmum beitti. Yfir Þyrli máninn glóði. Sundið fast ég friðlaus þreytti, fannst ég synda í Harðar blóði. Hjartað var þeim böndum bundið sem brúði veika að hetju gera. Til hinsta dags skal Helgusundið heiðinni móður vitni bera. 18. Mér var seinna af mörgum sagður morðingjanna grimmi leikur, er Hörður var að velli lagður vígamóður, dauðableikur. Mörgum tókst að myrða Hörðinn; margir féllu; sumir runnu. Blóðið heita bergði jörðin og bölvaði þeim, sem verkið unnu. 19. Góðir drengir Harðar hefndu. Höggið var án dóms og laga. Hetjur þær, sem heit sín efndu, hyllir Saga alla daga. Sungin verða sektarljóðin. Svikarar verða alltaf smáðir. Með orðstír launar Íslandsþjóðin allar góðar hetjudáðir. 20. Hún er fædd við eld og ísa, ægileg og tignarfögur. Hún er mild sem vögguvísa, voldug eins og hetjusögur. Hún er björt sem dýrðardagur, drungaleg sem nóttin svarta. Hún er grimm sem galdrabragur, göfug eins og móðurhjarta. 21. Einn er frjáls og annar sekur. Allt er lífið stríð og vandi. Kólguhljóðið kalda vekur konu eina á Gautalandi. Sigldi ég heim frá Harðar byggðum, harma liðna sektardaga. Full af hreysti og hetjudyggðum er Hólmverjanna raunasaga. 22. Sé ég oft um svartar nætur sýnir gegnum rúm og tíma, meðan hjartað gauska grætur af gleði, sorg og ástarbríma. Þegar bresta bárugarðar og bátum er úr nausti hrundið, þrái ég alltaf hólma Harðar, og hugurinn flýgur yfir sundið. 23. Treysti ég því, að tímans straumur tryggðir gamlar endurskíri. Hörður, þú ert hugans draumur, hjartans ljóð og ævintýri. Meðan lífsins logar dofna, lofa ég þig í kvæði og sögum. Enginn meinar mér að sofna við minningar frá liðnum dögumDavíð Stefánsson frá Fagraskógi Höfundur er tónlistarkona og deildarstjóri iðjuþjálfunar á hjúkrunarheimili.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun