40 ára plús: Myndir þú fá starfið þitt í dag ef það væri auglýst? Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. október 2022 07:00 Á fimmtugsaldri er algengt að fólk stokki upp ýmsu í lífinu, til dæmis vinnu og hjónabandi. En það er líka algengt að fólk sé búið að koma sér fyrir í þægindahring og staðnað og þá má jafnvel velta fyrir sér hvort fólk myndi fá sitt eigið starf í dag væri það auglýst? Herdís Pála Pálsdóttir og dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir standa fyrir námskeiðinu Ferillinn eftir fertugt. Vísir/Vilhelm „Eftir fertugt getur myndast ákveðin hætta á að fólk festist í ákveðnu fari eða fari að líða of vel í þægindahringnum, án þess að velta því fyrir sér hvort eitthvað þarfnist skoðunar, upp á framtíðar atvinnuhæfni“ segir Herdís Pála Pálsdóttir stjórnendaráðgjafi og margreyndur mannauðstjóri, til skýringar á því hvers vegna örnámskeiðið Ferillinn eftir fertugt miðast við fólk sem er fertugt eða eldri og vill skoða starfsferil sinn. Námskeiðið Ferillinn eftir fertugt verður haldið næstkomandi fimmtudagskvöld en það er á vegum Herdísar og dr. Árelíu Eydísar Guðmundsdóttur borgarfulltrúa og fyrrum dósents við Háskóla Íslands. Námskeiðsefnið er meðal annars byggt á efni úr bókunum þeirra Sterkari í seinni hálfleik og Völundarhús tækifæranna. Að skoða ferilinn sinn eftir fertugt er eitthvað sem Herdís og Árelía mæla með að fólk geri almennt. Því þetta er einmitt það tímabil í lífinu þar sem flestir eru búnir að koma sér upp húsnæði, maka, eignast börn og þau jafnvel orðin stálpuð. „Á þessum aldri blasir oft við að fólk fari að skoða hvaða valkúrsar eru í boði,“ segir Árelía en markmið námskeiðsins er að tryggja að starfsferillinn okkar verði sem farsælastur eftir fertugt. Myndir þú fá starfið þitt í dag ef það væri auglýst? Herdís og Árelía segja það gera öllum gott að taka smá stöðumat þegar við erum komin yfir fertugt. Því þá erum við að öllu jafna farin að þekkja styrkleikana okkar ágætlega, hvað nærir okkur, hvaða væntingar við erum með og svo framvegis. „Þetta er svona spurning um hvort kannski þurfi eitthvað að stilla af kúrsinn áður en lengra er haldið,“ segir Herdís. Þá segja þær líka mikilvægt að horfa til framtíðar á starfsframann þannig að við séum sátt og ánægð, en þó alltaf að læra eitthvað nýtt og þróast áfram. Því með þróuninni eflum við atvinnuhæfni okkar á vinnumarkaði sem er síbreytilegur. „Við viljum vera áhugavert vinnuafl en á sama tíma að starfa við eitthvað sem gefur okkur sjálfum mestu ánægjuna,“ segir Herdís og bætir við: Kannski gott að spyrja sig reglulega að því hvort að ef starf viðkomandi væri auglýst laust í dag hvort viðkomandi væri líklegastur til að fá starfið?“ Að hugsa um lærdóm og þróun sem eilífðarverkefni, eða okkur sjálf sem eilífðarstúdent sem er alltaf að læra, er því viðhorf sem getur gagnast þegar kemur að því að huga að starfsframanum eftir fertugt. „Um fertugt er svo gott að skoða aðeins í sarpinn sinn, skoða hvaða störf hafa gefið viðkomandi mest, hvernig megi byggja ofan á það með styrkleikum sínum og halda ferlinum sínum áfram sáttur og glaður þannig að viðkomandi haldi áfram að læra og þróast, efla stöðugt atvinnuhæfni sína í síbreytilegu umhverfi, vera áhugavert vinnuafl en starfa á sama tíma með þeim hætti að það gefi viðkomandi sem mest,“ segir Herdís. Herdís og Árelía segja okkur drifin áfram af ólíkum hvötum eftir því hvar á lífskeiðinu við erum. Eftir fertugt eru til dæmis flestir búnir að koma sér upp heimili, maka og börn og þá er upplagt að staldra aðeins við og velta fyrir sér framhaldinu þannig að það verði sem skemmtilegast og farsælast.Vísir/Vilhelm Að þekkja hvatana: Svo margt sem breytist hjá okkur Árelía segir lífsánægju oft sveiflast niður á við þegar fólk er á miðjum aldri. Því sé stundum talað um þennan tíma sem „hina dimmu nótt sálarinnar,“ eða myrku daga þar sem fólk spyr stórra spurninga eins og „Hver er tilgangur minn?“ Árelía segir það hins vegar mikilvægt fyrir okkur öll að þekkja hvernig hvert lífsskeið hjá okkur, einkennist af ólíkum hlutum. Sem þýðir að á hverju lífsskeiði geta verið ólíkir hvataþættir sem ýta við okkur. Til frekari útskýringar segir Árelía: „Á fimmtudagsaldri er það spurning um tilgang og markmið á seinni hluta lífsins. Oft fer fólk í uppstokkun á lífi, vinnu og hjónabandi sem dæmi. Þarna helst í hendur breytingaskeið kvenna sem hefur mikil áhrif á líðan og ýtir við konum. Og margir vilja meina að það sama geti átt við hjá körlum þó það sé kannski með örlítið öðruvísi hætti. Á sextugsaldri má segja að fólk komist oft „heim til sín aftur“ það er ef það hefur unnið vel úr þeirri endurskipulagningu sem þurfti að eiga sér stað eða tekið upp úr bakpokanum eins og ég kalla það þá finnur fólk aukna sátt. Hvatinn sem kemur þá er oft að láta á sig reyna á einhverjum nýjum sviðum. Á sjötugsaldri finnur fólk oft hvata til að taka upp nýja ástíðu og sinna henni í auknum mæli eða að sinna stækkandi fjölskyldu meira. Á áttræðisaldri finnur fólk oft þörf fyrir að sinna verkefnum sem lúta að því að nýta þekkingu og reynslu til þess að koma til næstu kynslóðar og á níræðisaldri má finna aukna þörf fyrir snertingu við hið andlega og að draga úr ytri verkefnum og ábyrgð.“ „Með hækkandi lífaldri og hækkandi eftirlaunaaldri er sérlega mikilvægt að hætta aldrei að hugsa um hvernig maður heldur sér best á tánum. Halda sér í það góðu formi með tilliti til atvinnuhæfni því að lífaldur segi ekkert til um atvinnuhæfni manns,“ segir Herdís Pála. Árelía og Herdís segja svo mikilvægt að lifa lífinu lifandi og nýta hvert andartak. Valmöguleikarnir á vinnumarkaði í dag eru svo margir og fjölbreyttir og hægt að gera svo margt til að auka á ánægjuna og velsældina. Myndir þú til dæmis vilja flytja í sveit á Vestfjörðum og vinna þaðan?Vísir/Vilhelm Að þekkja sjálfan sig og sínar þrár og drauma Árelía og Herdís segja að hvataþættir ekkert endilega bundna við aldur, heldur frekar því á hvaða lífskeiði við erum. „Fólk á mjög ólíkum aldri getur verið á sama stigi lífsins, til dæmis hvað varðar að vera með ung börn eða engin börn, aldraða foreldra eða annað,“ segir Herdís. Aðalmálið er hins vegar að átta sig á því hvernig við getum nýtt hvatana okkar til þess að gera meira af því sem okkur finnst gaman eða uppfyllir okkar þarfir eða markmið. Með þetta í huga munu þátttakendur því gera æfingar á námskeiðinu á fimmtudag þar sem hver og einn teiknar upp ólíkar sviðsmyndir eftir því hvað hentar hverjum og einum. Og þá auðvitað til að sjá, hvaða leiðir eru líklegastar til að tryggja að starfsframinn verði sem farsælastur og ánægjulegastur til framtíðar. Þá verður farið yfir atriði eins og hvernig hámarkar maður starfsgleði, hvernig er gott að undirbúa sig undir framhald ferils eða breytingar á vinnumarkaði eða hjá vinnuveitanda og svo framvegis. Mikilvægasta markmiðið er að þekkja sjálfan sig, þekkja þrár sínar og drauma og setja sér markmið um að láta þá rætast. Taka stöðuna og auka með sér hugrekki og forvitni á þeim sviðum sem ástríða þeirra kveikir þeim. Hvort sem það er að sameina ferðalög og vinnu og nýta sér það besta sem vinnumarkaðurinn hefur að bjóða,“ segir Árelía og bætir við: „Þannig lifum við þá tíma þar sem fólk getur unnið hvar sem er, fyrir hvern sem er og með hverjum sem er. Þetta þýðir að þú getur sameinað ástríðuna fyrir matseld með því að læra ítalska matargerð á Ítalíu á sama tíma og þú vinnur verkefni fyrir fyrirtæki hvort sem þau eru á Íslandi eða annars staðar í heiminum. Eða þá að flytja í sveit á Vestfjörðum og vinna þaðan. Mikilvægast er að lifa lifandi og nýta hvert andartak lífsins vel.“ Góðu ráðin Starfsframi Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Fannst ég þurfa að prófa eitthvað annað en það sem pabbi var að gera“ „Með náminu í Bandaríkjunum vann ég um tíma í starfsnámi í iðnaðarráðuneyti fylkisins og það fyrsta sem þeir sögðu mér að gera var að „fara þarna út og kanna hvað þetta internet væri; Hvort það væri kannski einhver business tækifæri í því,“ segir Friðrik Þór Snorrason forstjóri Verna trygginga og hlær. 27. september 2022 07:02 Starfsánægja: Vandinn vex þegar „hveitibrauðsdögunum“ er lokið Flestir starfsmenn eru ánægðir í starfinu sínu og það á þá helst við um smærri fyrirtæki. Sambandið við yfirmanninn skiptir mestu máli þegar spurt er um starfsánægju og margir vinnustaðir eiga erfitt með að halda starfsfólki ánægðu eftir að nýjabrumið í nýju starfi er farið. 23. september 2022 07:00 „Ég held við séum öll föst í að vera við sjálf“ „Sagan af Öskubusku er kannski besta dæmið. Um konu sem er í mjög slæmri stöðu en með nýjum kjól þá getur hún blekkt og orðið „önnur“ og nær sér í prinsinn og kemst út úr ósanngjörnum aðstæðum og bætir líf sitt stórkostlega,“ segir Linda Björg Árnadóttir doktorsnemi í félagsfræði við Háskóla Íslands þar sem hún er að rannsaka félagsfræði tísku. 19. september 2022 07:01 Alltaf að muna að hafa gaman, annars er svo leiðinlegt „Ég hugsa jákvætt og nota húmor, þannig afkasta ég sem mest og tekst á við áskoranir,“ segir Anna Steinsen, einn eiganda KVAN, meðal annars þegar Atvinnulífið sækir hjá henni innblástur og góð ráð um það, hvað kom henni á þann stað sem hún er á í dag. 8. september 2022 07:01 „Og þá var hætt að vera gaman í afmælinu“ „Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ tilkynnti mér eitt sinn að ég ætti Íslandsmet í að vinna til verðlauna í flestum íþróttagreinum,“ segir Valgeir Magnússon athafnamaður, öðru nafni Valli sport. 4. september 2022 08:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Námskeiðið Ferillinn eftir fertugt verður haldið næstkomandi fimmtudagskvöld en það er á vegum Herdísar og dr. Árelíu Eydísar Guðmundsdóttur borgarfulltrúa og fyrrum dósents við Háskóla Íslands. Námskeiðsefnið er meðal annars byggt á efni úr bókunum þeirra Sterkari í seinni hálfleik og Völundarhús tækifæranna. Að skoða ferilinn sinn eftir fertugt er eitthvað sem Herdís og Árelía mæla með að fólk geri almennt. Því þetta er einmitt það tímabil í lífinu þar sem flestir eru búnir að koma sér upp húsnæði, maka, eignast börn og þau jafnvel orðin stálpuð. „Á þessum aldri blasir oft við að fólk fari að skoða hvaða valkúrsar eru í boði,“ segir Árelía en markmið námskeiðsins er að tryggja að starfsferillinn okkar verði sem farsælastur eftir fertugt. Myndir þú fá starfið þitt í dag ef það væri auglýst? Herdís og Árelía segja það gera öllum gott að taka smá stöðumat þegar við erum komin yfir fertugt. Því þá erum við að öllu jafna farin að þekkja styrkleikana okkar ágætlega, hvað nærir okkur, hvaða væntingar við erum með og svo framvegis. „Þetta er svona spurning um hvort kannski þurfi eitthvað að stilla af kúrsinn áður en lengra er haldið,“ segir Herdís. Þá segja þær líka mikilvægt að horfa til framtíðar á starfsframann þannig að við séum sátt og ánægð, en þó alltaf að læra eitthvað nýtt og þróast áfram. Því með þróuninni eflum við atvinnuhæfni okkar á vinnumarkaði sem er síbreytilegur. „Við viljum vera áhugavert vinnuafl en á sama tíma að starfa við eitthvað sem gefur okkur sjálfum mestu ánægjuna,“ segir Herdís og bætir við: Kannski gott að spyrja sig reglulega að því hvort að ef starf viðkomandi væri auglýst laust í dag hvort viðkomandi væri líklegastur til að fá starfið?“ Að hugsa um lærdóm og þróun sem eilífðarverkefni, eða okkur sjálf sem eilífðarstúdent sem er alltaf að læra, er því viðhorf sem getur gagnast þegar kemur að því að huga að starfsframanum eftir fertugt. „Um fertugt er svo gott að skoða aðeins í sarpinn sinn, skoða hvaða störf hafa gefið viðkomandi mest, hvernig megi byggja ofan á það með styrkleikum sínum og halda ferlinum sínum áfram sáttur og glaður þannig að viðkomandi haldi áfram að læra og þróast, efla stöðugt atvinnuhæfni sína í síbreytilegu umhverfi, vera áhugavert vinnuafl en starfa á sama tíma með þeim hætti að það gefi viðkomandi sem mest,“ segir Herdís. Herdís og Árelía segja okkur drifin áfram af ólíkum hvötum eftir því hvar á lífskeiðinu við erum. Eftir fertugt eru til dæmis flestir búnir að koma sér upp heimili, maka og börn og þá er upplagt að staldra aðeins við og velta fyrir sér framhaldinu þannig að það verði sem skemmtilegast og farsælast.Vísir/Vilhelm Að þekkja hvatana: Svo margt sem breytist hjá okkur Árelía segir lífsánægju oft sveiflast niður á við þegar fólk er á miðjum aldri. Því sé stundum talað um þennan tíma sem „hina dimmu nótt sálarinnar,“ eða myrku daga þar sem fólk spyr stórra spurninga eins og „Hver er tilgangur minn?“ Árelía segir það hins vegar mikilvægt fyrir okkur öll að þekkja hvernig hvert lífsskeið hjá okkur, einkennist af ólíkum hlutum. Sem þýðir að á hverju lífsskeiði geta verið ólíkir hvataþættir sem ýta við okkur. Til frekari útskýringar segir Árelía: „Á fimmtudagsaldri er það spurning um tilgang og markmið á seinni hluta lífsins. Oft fer fólk í uppstokkun á lífi, vinnu og hjónabandi sem dæmi. Þarna helst í hendur breytingaskeið kvenna sem hefur mikil áhrif á líðan og ýtir við konum. Og margir vilja meina að það sama geti átt við hjá körlum þó það sé kannski með örlítið öðruvísi hætti. Á sextugsaldri má segja að fólk komist oft „heim til sín aftur“ það er ef það hefur unnið vel úr þeirri endurskipulagningu sem þurfti að eiga sér stað eða tekið upp úr bakpokanum eins og ég kalla það þá finnur fólk aukna sátt. Hvatinn sem kemur þá er oft að láta á sig reyna á einhverjum nýjum sviðum. Á sjötugsaldri finnur fólk oft hvata til að taka upp nýja ástíðu og sinna henni í auknum mæli eða að sinna stækkandi fjölskyldu meira. Á áttræðisaldri finnur fólk oft þörf fyrir að sinna verkefnum sem lúta að því að nýta þekkingu og reynslu til þess að koma til næstu kynslóðar og á níræðisaldri má finna aukna þörf fyrir snertingu við hið andlega og að draga úr ytri verkefnum og ábyrgð.“ „Með hækkandi lífaldri og hækkandi eftirlaunaaldri er sérlega mikilvægt að hætta aldrei að hugsa um hvernig maður heldur sér best á tánum. Halda sér í það góðu formi með tilliti til atvinnuhæfni því að lífaldur segi ekkert til um atvinnuhæfni manns,“ segir Herdís Pála. Árelía og Herdís segja svo mikilvægt að lifa lífinu lifandi og nýta hvert andartak. Valmöguleikarnir á vinnumarkaði í dag eru svo margir og fjölbreyttir og hægt að gera svo margt til að auka á ánægjuna og velsældina. Myndir þú til dæmis vilja flytja í sveit á Vestfjörðum og vinna þaðan?Vísir/Vilhelm Að þekkja sjálfan sig og sínar þrár og drauma Árelía og Herdís segja að hvataþættir ekkert endilega bundna við aldur, heldur frekar því á hvaða lífskeiði við erum. „Fólk á mjög ólíkum aldri getur verið á sama stigi lífsins, til dæmis hvað varðar að vera með ung börn eða engin börn, aldraða foreldra eða annað,“ segir Herdís. Aðalmálið er hins vegar að átta sig á því hvernig við getum nýtt hvatana okkar til þess að gera meira af því sem okkur finnst gaman eða uppfyllir okkar þarfir eða markmið. Með þetta í huga munu þátttakendur því gera æfingar á námskeiðinu á fimmtudag þar sem hver og einn teiknar upp ólíkar sviðsmyndir eftir því hvað hentar hverjum og einum. Og þá auðvitað til að sjá, hvaða leiðir eru líklegastar til að tryggja að starfsframinn verði sem farsælastur og ánægjulegastur til framtíðar. Þá verður farið yfir atriði eins og hvernig hámarkar maður starfsgleði, hvernig er gott að undirbúa sig undir framhald ferils eða breytingar á vinnumarkaði eða hjá vinnuveitanda og svo framvegis. Mikilvægasta markmiðið er að þekkja sjálfan sig, þekkja þrár sínar og drauma og setja sér markmið um að láta þá rætast. Taka stöðuna og auka með sér hugrekki og forvitni á þeim sviðum sem ástríða þeirra kveikir þeim. Hvort sem það er að sameina ferðalög og vinnu og nýta sér það besta sem vinnumarkaðurinn hefur að bjóða,“ segir Árelía og bætir við: „Þannig lifum við þá tíma þar sem fólk getur unnið hvar sem er, fyrir hvern sem er og með hverjum sem er. Þetta þýðir að þú getur sameinað ástríðuna fyrir matseld með því að læra ítalska matargerð á Ítalíu á sama tíma og þú vinnur verkefni fyrir fyrirtæki hvort sem þau eru á Íslandi eða annars staðar í heiminum. Eða þá að flytja í sveit á Vestfjörðum og vinna þaðan. Mikilvægast er að lifa lifandi og nýta hvert andartak lífsins vel.“
Góðu ráðin Starfsframi Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Fannst ég þurfa að prófa eitthvað annað en það sem pabbi var að gera“ „Með náminu í Bandaríkjunum vann ég um tíma í starfsnámi í iðnaðarráðuneyti fylkisins og það fyrsta sem þeir sögðu mér að gera var að „fara þarna út og kanna hvað þetta internet væri; Hvort það væri kannski einhver business tækifæri í því,“ segir Friðrik Þór Snorrason forstjóri Verna trygginga og hlær. 27. september 2022 07:02 Starfsánægja: Vandinn vex þegar „hveitibrauðsdögunum“ er lokið Flestir starfsmenn eru ánægðir í starfinu sínu og það á þá helst við um smærri fyrirtæki. Sambandið við yfirmanninn skiptir mestu máli þegar spurt er um starfsánægju og margir vinnustaðir eiga erfitt með að halda starfsfólki ánægðu eftir að nýjabrumið í nýju starfi er farið. 23. september 2022 07:00 „Ég held við séum öll föst í að vera við sjálf“ „Sagan af Öskubusku er kannski besta dæmið. Um konu sem er í mjög slæmri stöðu en með nýjum kjól þá getur hún blekkt og orðið „önnur“ og nær sér í prinsinn og kemst út úr ósanngjörnum aðstæðum og bætir líf sitt stórkostlega,“ segir Linda Björg Árnadóttir doktorsnemi í félagsfræði við Háskóla Íslands þar sem hún er að rannsaka félagsfræði tísku. 19. september 2022 07:01 Alltaf að muna að hafa gaman, annars er svo leiðinlegt „Ég hugsa jákvætt og nota húmor, þannig afkasta ég sem mest og tekst á við áskoranir,“ segir Anna Steinsen, einn eiganda KVAN, meðal annars þegar Atvinnulífið sækir hjá henni innblástur og góð ráð um það, hvað kom henni á þann stað sem hún er á í dag. 8. september 2022 07:01 „Og þá var hætt að vera gaman í afmælinu“ „Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ tilkynnti mér eitt sinn að ég ætti Íslandsmet í að vinna til verðlauna í flestum íþróttagreinum,“ segir Valgeir Magnússon athafnamaður, öðru nafni Valli sport. 4. september 2022 08:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
„Fannst ég þurfa að prófa eitthvað annað en það sem pabbi var að gera“ „Með náminu í Bandaríkjunum vann ég um tíma í starfsnámi í iðnaðarráðuneyti fylkisins og það fyrsta sem þeir sögðu mér að gera var að „fara þarna út og kanna hvað þetta internet væri; Hvort það væri kannski einhver business tækifæri í því,“ segir Friðrik Þór Snorrason forstjóri Verna trygginga og hlær. 27. september 2022 07:02
Starfsánægja: Vandinn vex þegar „hveitibrauðsdögunum“ er lokið Flestir starfsmenn eru ánægðir í starfinu sínu og það á þá helst við um smærri fyrirtæki. Sambandið við yfirmanninn skiptir mestu máli þegar spurt er um starfsánægju og margir vinnustaðir eiga erfitt með að halda starfsfólki ánægðu eftir að nýjabrumið í nýju starfi er farið. 23. september 2022 07:00
„Ég held við séum öll föst í að vera við sjálf“ „Sagan af Öskubusku er kannski besta dæmið. Um konu sem er í mjög slæmri stöðu en með nýjum kjól þá getur hún blekkt og orðið „önnur“ og nær sér í prinsinn og kemst út úr ósanngjörnum aðstæðum og bætir líf sitt stórkostlega,“ segir Linda Björg Árnadóttir doktorsnemi í félagsfræði við Háskóla Íslands þar sem hún er að rannsaka félagsfræði tísku. 19. september 2022 07:01
Alltaf að muna að hafa gaman, annars er svo leiðinlegt „Ég hugsa jákvætt og nota húmor, þannig afkasta ég sem mest og tekst á við áskoranir,“ segir Anna Steinsen, einn eiganda KVAN, meðal annars þegar Atvinnulífið sækir hjá henni innblástur og góð ráð um það, hvað kom henni á þann stað sem hún er á í dag. 8. september 2022 07:01
„Og þá var hætt að vera gaman í afmælinu“ „Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ tilkynnti mér eitt sinn að ég ætti Íslandsmet í að vinna til verðlauna í flestum íþróttagreinum,“ segir Valgeir Magnússon athafnamaður, öðru nafni Valli sport. 4. september 2022 08:00