Fjöldi fólks hefur sótt sér áfallahjálp á Ólafsfirði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. október 2022 11:50 Fjöldi fólks hefur sótt sér áfallahjálp Kirkjunnar og Rauða krossins. Fjallabyggð.is Fjöldi fólks hefur nýtt sér áfallahjálp Kirkjunnar og Rauða krossins á Ólafsfirði vegna manndráps sem var framið þar í fyrrinótt. Rauði krossinn mun áfram hafa viðveru í bænum og veita bæjarbúum stuðning vegna hroðaverksins. Tvær konur og einn karlmaður voru úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald í gær vegna manndráps á Ólafsfirði í fyrrinótt en fjögur voru handtekin á vettvangi. Samkvæmt heimildum frétttastofu var karlmaður á fimmtugsaldri stunginn til bana en einn til viðbótar var stunginn og fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að samfélagið á Ólafsfirði væri skekið vegna málins. Kyrrðarstund var haldin í Ólafsfjarðarkirkju í gærkvöldi sem nokkrir sóttu en Rauði krossinn hefur einnig boðið upp á áfallahjálp. „Það voru aðilar úr viðbragðshópnum okkar sem voru til aðstoðar í kirkjunni og ég veit að það var rennerí af fólki sem var að koma yfir allan daginn. Svo var kyrrðarstund klukkan átta og það mættu nokkrir þangað. Svo voru nokkrir sem nýttu sér að ræða við viðbragðsaðilana okkar á staðnum,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, teymisstjóri heilbrigðisverkefna hjá Rauða krossinum. Boðið verði áfram upp á áfallahjálp næstu daga. „Við verðum auðvitað eins lengi og þarf og komum líka stundum að fræðslu og annað, til dæmis fyrir foreldra hvernig á að ræða við börnin um slík atvik,“ segir Elfa. Frá vettvangi á Ólafsfirði.Vísir Atvik sem þetta geti haft gríðarleg áhrif á lítil samfélög líkt og á Ólafsfirði. „Það vita það allir sem búa í slíkum samfélögum að það hefur öðruvísi áhrif. Það eru meiri tengingar sem þarf að huga að og auðvitað þekkjast margir. Í smáum samfélögum er það ekki þannig að allir þekki alla en margir þekkja marga þannig að þetta hefur víðtæk áhrif inn í allt samfélagið, skólakerfið og vinnustaðina. “ Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, sem fer með rannsókn málsins, sagðist í samtali við fréttastofu í morgun ekkert nýtt hafa um rannsókn málsins að segja að svo stöddu. Manndráp á Ólafsfirði Fjallabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Þrennt í gæsluvarðhald vegna manndrápsins á Ólafsfirði Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði tvær konur og einn karlmann í vikulangt gæsluvarðhald vegna mannsláts á Ólafsfirði í kvöld. Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn til bana þar í nótt. 3. október 2022 22:15 Krefjast gæsluvarðhalds yfir þremur af fjórum Lögreglan á Norðurlandi eystra ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir þremur af fjórum sem handteknir voru á Ólafsfirði í nótt. Karlmaður á fimmtugsaldri lést af stunguáverkum. Annar hlaut áverka á vettvangi og var fluttur á slysadeild. 3. október 2022 16:57 Kyrrðarstund í Ólafsfjarðarkirkju vegna manndrápsins Kyrrðarstund er fyrirhuguð í Ólafsfjarðarkirkju klukkan 20 í kvöld. Tilefnið er sorglegur atburður í bænum í nótt þar sem karlmaður lést af stungusárum. Fjögur voru handtekin af lögreglu í nótt og er þess beðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir einhverjum þeirra. 3. október 2022 15:20 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Sjá meira
Tvær konur og einn karlmaður voru úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald í gær vegna manndráps á Ólafsfirði í fyrrinótt en fjögur voru handtekin á vettvangi. Samkvæmt heimildum frétttastofu var karlmaður á fimmtugsaldri stunginn til bana en einn til viðbótar var stunginn og fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að samfélagið á Ólafsfirði væri skekið vegna málins. Kyrrðarstund var haldin í Ólafsfjarðarkirkju í gærkvöldi sem nokkrir sóttu en Rauði krossinn hefur einnig boðið upp á áfallahjálp. „Það voru aðilar úr viðbragðshópnum okkar sem voru til aðstoðar í kirkjunni og ég veit að það var rennerí af fólki sem var að koma yfir allan daginn. Svo var kyrrðarstund klukkan átta og það mættu nokkrir þangað. Svo voru nokkrir sem nýttu sér að ræða við viðbragðsaðilana okkar á staðnum,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, teymisstjóri heilbrigðisverkefna hjá Rauða krossinum. Boðið verði áfram upp á áfallahjálp næstu daga. „Við verðum auðvitað eins lengi og þarf og komum líka stundum að fræðslu og annað, til dæmis fyrir foreldra hvernig á að ræða við börnin um slík atvik,“ segir Elfa. Frá vettvangi á Ólafsfirði.Vísir Atvik sem þetta geti haft gríðarleg áhrif á lítil samfélög líkt og á Ólafsfirði. „Það vita það allir sem búa í slíkum samfélögum að það hefur öðruvísi áhrif. Það eru meiri tengingar sem þarf að huga að og auðvitað þekkjast margir. Í smáum samfélögum er það ekki þannig að allir þekki alla en margir þekkja marga þannig að þetta hefur víðtæk áhrif inn í allt samfélagið, skólakerfið og vinnustaðina. “ Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, sem fer með rannsókn málsins, sagðist í samtali við fréttastofu í morgun ekkert nýtt hafa um rannsókn málsins að segja að svo stöddu.
Manndráp á Ólafsfirði Fjallabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Þrennt í gæsluvarðhald vegna manndrápsins á Ólafsfirði Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði tvær konur og einn karlmann í vikulangt gæsluvarðhald vegna mannsláts á Ólafsfirði í kvöld. Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn til bana þar í nótt. 3. október 2022 22:15 Krefjast gæsluvarðhalds yfir þremur af fjórum Lögreglan á Norðurlandi eystra ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir þremur af fjórum sem handteknir voru á Ólafsfirði í nótt. Karlmaður á fimmtugsaldri lést af stunguáverkum. Annar hlaut áverka á vettvangi og var fluttur á slysadeild. 3. október 2022 16:57 Kyrrðarstund í Ólafsfjarðarkirkju vegna manndrápsins Kyrrðarstund er fyrirhuguð í Ólafsfjarðarkirkju klukkan 20 í kvöld. Tilefnið er sorglegur atburður í bænum í nótt þar sem karlmaður lést af stungusárum. Fjögur voru handtekin af lögreglu í nótt og er þess beðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir einhverjum þeirra. 3. október 2022 15:20 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Sjá meira
Þrennt í gæsluvarðhald vegna manndrápsins á Ólafsfirði Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði tvær konur og einn karlmann í vikulangt gæsluvarðhald vegna mannsláts á Ólafsfirði í kvöld. Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn til bana þar í nótt. 3. október 2022 22:15
Krefjast gæsluvarðhalds yfir þremur af fjórum Lögreglan á Norðurlandi eystra ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir þremur af fjórum sem handteknir voru á Ólafsfirði í nótt. Karlmaður á fimmtugsaldri lést af stunguáverkum. Annar hlaut áverka á vettvangi og var fluttur á slysadeild. 3. október 2022 16:57
Kyrrðarstund í Ólafsfjarðarkirkju vegna manndrápsins Kyrrðarstund er fyrirhuguð í Ólafsfjarðarkirkju klukkan 20 í kvöld. Tilefnið er sorglegur atburður í bænum í nótt þar sem karlmaður lést af stungusárum. Fjögur voru handtekin af lögreglu í nótt og er þess beðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir einhverjum þeirra. 3. október 2022 15:20