Áhorfandi ruddist inn á og reif í Einar Braga: „Á að banna þennan gæja“ Sindri Sverrisson skrifar 5. október 2022 08:00 Það sauð upp úr í lokin á leik FH og Fram í Kaplakrika. Stöð 2 Sport „Það eru leikendur í þessari klippu sem eiga ekkert heima á handboltavelli,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport, þar sem rýnt var í myndbönd af látunum í Kaplakrika í lok leiks FH og Fram. Áhorfandi fór þar inn á völl og reif í leikmann. Leikur liðanna, í Olís-deild karla, var mikill spennuleikur og honum lauk með 25-25 jafntefli. Fram fékk aukakast á lokasekúndunni en skot Þorsteins Gauta Hjálmarsson fór ofan á höfuð Birgis Más Birgissonar sem stóð í varnarveggnum. Við þetta sauð aðeins upp úr eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan, og komu gæslumenn til að róa leikmenn niður. Sá sem fór þó lengst yfir strikið var ekki leikmaður heldur áhorfandi sem í fyrstu virtist á leið út úr salnum í Kaplakrika en sneri við, óð inn á völl og reif einhverra hluta vegna harkalega í Einar Braga Aðalsteinsson, leikmann FH. Það mátti sjá bæði í útsendingu Stöðvar 2 Sports og í myndbandi frá áhorfanda sem sýnt var í Seinni bylgjunni, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Læti í Kaplakrika Athæfi áhorfandans, sem klæddur var bláleitri skyrtu, vakti litla kátínu hjá sérfræðingum Seinni bylgjunnar. „Drullaðu þér bara út,“ sagði Theodór Ingi Pálmason og var mikið niðri fyrir. „Þetta á náttúrulega bara ekki að sjást. Þessi maður fer ekki aftur í Krikann. Ég verð reiður að sjá þetta,“ sagði Theodór og Stefán Árni tók í sama streng: „Hann rífur þarna í Einar Braga. Ég veit ekki hvað hann ætlaði að gera við hann. Þarna eru handboltamenn inni á handboltavelli en þetta á ekki að sjást.“ Theodór ítrekaði þá að áhorfandinn ætti skilið bann: „Það er eitt þegar leikmenn og þjálfarar, þátttakendur leiksins, eru þarna. En þegar áhorfendur eru komnir þarna að rífa í leikmenn… það á að banna þennan gæja.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla FH Fram Handbolti Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Leikur liðanna, í Olís-deild karla, var mikill spennuleikur og honum lauk með 25-25 jafntefli. Fram fékk aukakast á lokasekúndunni en skot Þorsteins Gauta Hjálmarsson fór ofan á höfuð Birgis Más Birgissonar sem stóð í varnarveggnum. Við þetta sauð aðeins upp úr eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan, og komu gæslumenn til að róa leikmenn niður. Sá sem fór þó lengst yfir strikið var ekki leikmaður heldur áhorfandi sem í fyrstu virtist á leið út úr salnum í Kaplakrika en sneri við, óð inn á völl og reif einhverra hluta vegna harkalega í Einar Braga Aðalsteinsson, leikmann FH. Það mátti sjá bæði í útsendingu Stöðvar 2 Sports og í myndbandi frá áhorfanda sem sýnt var í Seinni bylgjunni, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Læti í Kaplakrika Athæfi áhorfandans, sem klæddur var bláleitri skyrtu, vakti litla kátínu hjá sérfræðingum Seinni bylgjunnar. „Drullaðu þér bara út,“ sagði Theodór Ingi Pálmason og var mikið niðri fyrir. „Þetta á náttúrulega bara ekki að sjást. Þessi maður fer ekki aftur í Krikann. Ég verð reiður að sjá þetta,“ sagði Theodór og Stefán Árni tók í sama streng: „Hann rífur þarna í Einar Braga. Ég veit ekki hvað hann ætlaði að gera við hann. Þarna eru handboltamenn inni á handboltavelli en þetta á ekki að sjást.“ Theodór ítrekaði þá að áhorfandinn ætti skilið bann: „Það er eitt þegar leikmenn og þjálfarar, þátttakendur leiksins, eru þarna. En þegar áhorfendur eru komnir þarna að rífa í leikmenn… það á að banna þennan gæja.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla FH Fram Handbolti Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira