Trump biður Hæstarétt um að skerast í leyniskjalaleikinn Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2022 22:00 Donald Trump vill meina að hann hafi verið í fullum rétti að taka með sér þúsundir skjala úr Hvíta húsinu, jafnvel þau sem voru kyrfilega merkt sem leyniskjöl. AP/Chris Seward Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, báðu Hæstarétt Bandaríkjanna um að láta gerðardómara fara yfir aragrúa leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu. Trump hefur áður haldið því fram að hann hafi haft vald til þess að aflétta leynd af skjölunum með því einu að hugsa um það. Um hundrað skjöl af um það bil 11.000 sem fulltrúar alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á heima hjá Trump á Flórída voru merkt sem leyniskjöl. Trump hafði þau með sér þegar hann yfirgaf Hvíta húsið þrátt fyrir að þau hefðu átt að fara til þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneytið rannsakar nú hvort að Trump hafi farið rangt með ríkisleyndarmál. Trump hefur reynt að koma í veg fyrir að ráðuneytið geti notað skjölinn í rannsókn sinni með því að leita til dómstóla. Alríkisdómari, sem hann skipaði sjálfur, tilnefndi sérstakan gerðardómara til að fara yfir skjölin sem málið snýst um til að tryggja að í þeim væru ekki gögn sem trúnaður gagnvart Trump ætti að ríkja um, þar á meðal samskipti við lögmenn hans eða ákveðin gögn úr forsetatíð hans. Dómarinn bannaði alríkislögreglunni að nota leyniskjölin í sakamálarannsókn sinni á flutningi Trump á þeim. Áfrýjunardómstóll sneri þeirri ákvörðun við og leyfði lögreglunni að nota leyniskjölin og takmarkaði yfirferð gerðardómarans við önnur skjöl sem voru ekki merkt sem ríkisleyndarmál. Engin þörf væri á því að gerðardómarinn færi yfir þau skjöl. Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington-borg.AP/Jose Luis Magana Kemur til kasta íhaldssamasta dómarans Þessu vilja lögmenn Trump að Hæstiréttur Bandaríkjanna snúi við. Þeir telja að gerðardómarinn þurfi að fara yfir leyniskjölin til að hann geti ákvarðað hvort að leynd ríki í raun yfir þeim. Ekki sé hægt að ráða það eingöngu af merkingum á skjölunum og ekki sé hægt að selja dómsmálaráðuneytinu sjálfdæmi um að ákveða hvaða skjöl séu leyniskjöl. „Þar sem Trump forseti hafi algert vald yfir ákvörðunum um skjalaleynd í forsetatíð sinni er alls ekki hægt að meta núverandi stöðu skjala sem deilt er um eingöngu út frá merkingum á þeim,“ segir í greinargerð þeirra til æðsta dómstóls landsins. Rök lögmannanna virðast byggjast á þeirri málsvörn Trump að hann hafi kerfisbundið aflétt leynd af skjölum til að flytja þau með sér til Flórída eða annað. Í nýlegu viðtali hélt Trump því fram að hann hafi getað aflétt leynd af skjölum með því einu að hugsa um það og án þess að segja nokkrum frá því. John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, kannaðist ekki við lýsingar Trump á meðferð leyniskjala. Krafa lögmannna Trump var stíluð á hæstaréttardómarann Clarence Thomas sem fer með mál sem koma frá alríkisáfrýjunardómstólnum sem tekur fyrir mál frá Flórída. Thomas er íhaldssamasti dómarinn við hæstarétt. Eiginkona hans, Virginia Thomas, var framarlega í flokki aðgerðasinna af hægri vængnum sem reyndu að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem Trump tapaði. Hún bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið í síðustu viku. Thomas gæti úrskurðað sjálfur um kröfuna eða vísað henni til annarra dómara við réttinn. Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Telur forseta geta aflétt leynd með huganum einum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, réttlætti vörslu sína á aragrúa leyniskjala með því að forseti gæti aflétt leynd af gögnum með því einu að hugsa um það í sjónvarpsviðtali í gær. Þá kallaði hann málaferli gegn honum í New York pólitískar nornaveiðar. 22. september 2022 11:51 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Um hundrað skjöl af um það bil 11.000 sem fulltrúar alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á heima hjá Trump á Flórída voru merkt sem leyniskjöl. Trump hafði þau með sér þegar hann yfirgaf Hvíta húsið þrátt fyrir að þau hefðu átt að fara til þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneytið rannsakar nú hvort að Trump hafi farið rangt með ríkisleyndarmál. Trump hefur reynt að koma í veg fyrir að ráðuneytið geti notað skjölinn í rannsókn sinni með því að leita til dómstóla. Alríkisdómari, sem hann skipaði sjálfur, tilnefndi sérstakan gerðardómara til að fara yfir skjölin sem málið snýst um til að tryggja að í þeim væru ekki gögn sem trúnaður gagnvart Trump ætti að ríkja um, þar á meðal samskipti við lögmenn hans eða ákveðin gögn úr forsetatíð hans. Dómarinn bannaði alríkislögreglunni að nota leyniskjölin í sakamálarannsókn sinni á flutningi Trump á þeim. Áfrýjunardómstóll sneri þeirri ákvörðun við og leyfði lögreglunni að nota leyniskjölin og takmarkaði yfirferð gerðardómarans við önnur skjöl sem voru ekki merkt sem ríkisleyndarmál. Engin þörf væri á því að gerðardómarinn færi yfir þau skjöl. Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington-borg.AP/Jose Luis Magana Kemur til kasta íhaldssamasta dómarans Þessu vilja lögmenn Trump að Hæstiréttur Bandaríkjanna snúi við. Þeir telja að gerðardómarinn þurfi að fara yfir leyniskjölin til að hann geti ákvarðað hvort að leynd ríki í raun yfir þeim. Ekki sé hægt að ráða það eingöngu af merkingum á skjölunum og ekki sé hægt að selja dómsmálaráðuneytinu sjálfdæmi um að ákveða hvaða skjöl séu leyniskjöl. „Þar sem Trump forseti hafi algert vald yfir ákvörðunum um skjalaleynd í forsetatíð sinni er alls ekki hægt að meta núverandi stöðu skjala sem deilt er um eingöngu út frá merkingum á þeim,“ segir í greinargerð þeirra til æðsta dómstóls landsins. Rök lögmannanna virðast byggjast á þeirri málsvörn Trump að hann hafi kerfisbundið aflétt leynd af skjölum til að flytja þau með sér til Flórída eða annað. Í nýlegu viðtali hélt Trump því fram að hann hafi getað aflétt leynd af skjölum með því einu að hugsa um það og án þess að segja nokkrum frá því. John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, kannaðist ekki við lýsingar Trump á meðferð leyniskjala. Krafa lögmannna Trump var stíluð á hæstaréttardómarann Clarence Thomas sem fer með mál sem koma frá alríkisáfrýjunardómstólnum sem tekur fyrir mál frá Flórída. Thomas er íhaldssamasti dómarinn við hæstarétt. Eiginkona hans, Virginia Thomas, var framarlega í flokki aðgerðasinna af hægri vængnum sem reyndu að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem Trump tapaði. Hún bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið í síðustu viku. Thomas gæti úrskurðað sjálfur um kröfuna eða vísað henni til annarra dómara við réttinn.
Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Telur forseta geta aflétt leynd með huganum einum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, réttlætti vörslu sína á aragrúa leyniskjala með því að forseti gæti aflétt leynd af gögnum með því einu að hugsa um það í sjónvarpsviðtali í gær. Þá kallaði hann málaferli gegn honum í New York pólitískar nornaveiðar. 22. september 2022 11:51 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Telur forseta geta aflétt leynd með huganum einum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, réttlætti vörslu sína á aragrúa leyniskjala með því að forseti gæti aflétt leynd af gögnum með því einu að hugsa um það í sjónvarpsviðtali í gær. Þá kallaði hann málaferli gegn honum í New York pólitískar nornaveiðar. 22. september 2022 11:51
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent