Saka samtök olíuútflutningsfyrirtækja um að styðja Rússa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. október 2022 00:12 Frá fundi ríkjanna í Vín. Prins Abdulaziz bin Salman, orkumálaráðherra Sádí-Arabíu sést fyrir miðri mynd. Bandaríkjamenn eru æfir yfir ákvörðun samtaka olíuútflutningsríkja um að minnka framleiðslu. EPA OPEC+ samtök olíuútflutningsríkja ákváðu í dag að draga verulega úr olíuframleiðslu til að bregðast við lækkandi olíuverði. Áhrifin á heimshagkerfið eru talin mikil og búist er við hækkunum á olíuverði eftir langþráðar lækkanir síðustu vikur. Ákvörðunin er högg fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta sem segir ákvörðunina til marks um skammsýni og sakar samtökin um að styðja Rússa með ákvörðuninni. Orkumálaráðherrar í samtökum olíuútflutningsríkja, OPEC+ tóku í dag ákvörðun um að skera niður framleiðslu um tvær milljónir olíutunna á dag frá og með nóvember. Ráðamenn segja ákvörðunina byggða á „óvissu sem umlykur efnahags- og olíumarkaðshorfur á heimsvísu.“ Orkuráðherra Sádi-Arabíu, Abdulaziz bin Salman, lagði áherslu á yfirlýst hlutverk hópsins sem verndari stöðugra orkumarkaða. „Við erum hér til að vera sem hófstillt afl, til að koma á stöðugleika,“ sagði hann við fréttamenn AP fréttaveitunnar. Olíuverð er langt undir sumartoppum sínum vegna ótta við samdrátt í helstu hagkerfum, Bandaríkja og Evrópu vegna verðbólgu, hækkandi vaxta og óvissu í kringum orkuútflugning. Ákvörðunin er sögð hagnast Rússum við að takast á við yfirvofandi bann Evrópusambandsins á stóran hluta rússneskrar olíu. Joe Biden Bandaríkjaforseti er allt annað en sáttur við ákvörðunina. Samkvæmt tilkynningu frá Hvíta húsinu ætla Biden og bandamenn hans að beita öllum brögðum til að minnka áhrif samtaka olíuútflutningsfyrirtækja á olíuverð. Key paragraph here in White House statement — suggests, maybe, US interest in exploring NOPEC, or repealing sovereign immunity from antitrust legislation that protects OPEC producers who manipulate energy prices. Would be a huge response pic.twitter.com/gRbvb4hEbm— Jeff Stein (@JStein_WaPo) October 5, 2022 “Það er alveg ljóst að OPEC+ eru að taka hlið Rússlands með nýjustu ákvörðuninni ,” sagði Karine Jean-Pierre, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins. Bin Salman vísaði því alfarið á bug að samtökin væru að aðstoða Rússa og sagði áherslu samtakanna vera skynsamlega stjórnun olíumarkaða. Orkumál Bandaríkin Sádi-Arabía Bensín og olía Tengdar fréttir Skerða framleiðslu um tvær milljónir tunna Fulltrúar stærstu olíuframleiðenda heims komust í dag að þeirri niðurstöðu að draga olíuframleiðslu á heimsvísu um tvær milljónir tunna á dag. Þetta var ákveðið á fundi OPEC+ ríkjanna í Vínarborg en niðurstaðan mun líklegast leiða til hærra olíuverðs eða í það minnsta stöðva verðlækkun. 5. október 2022 14:23 OPEC líklegt til að draga verulega úr framleiðslu Fulltrúar OPEC-ríkjanna svokölluðu og Rússlands, munu funda í Vínarborg í dag og ræða olíuframleiðslu. Fastlega er búist við því að tekin verði ákvörðun um umfangsmikla framleiðsluskerðingu með því markmiði að hækka olíuverð. 5. október 2022 10:36 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Orkumálaráðherrar í samtökum olíuútflutningsríkja, OPEC+ tóku í dag ákvörðun um að skera niður framleiðslu um tvær milljónir olíutunna á dag frá og með nóvember. Ráðamenn segja ákvörðunina byggða á „óvissu sem umlykur efnahags- og olíumarkaðshorfur á heimsvísu.“ Orkuráðherra Sádi-Arabíu, Abdulaziz bin Salman, lagði áherslu á yfirlýst hlutverk hópsins sem verndari stöðugra orkumarkaða. „Við erum hér til að vera sem hófstillt afl, til að koma á stöðugleika,“ sagði hann við fréttamenn AP fréttaveitunnar. Olíuverð er langt undir sumartoppum sínum vegna ótta við samdrátt í helstu hagkerfum, Bandaríkja og Evrópu vegna verðbólgu, hækkandi vaxta og óvissu í kringum orkuútflugning. Ákvörðunin er sögð hagnast Rússum við að takast á við yfirvofandi bann Evrópusambandsins á stóran hluta rússneskrar olíu. Joe Biden Bandaríkjaforseti er allt annað en sáttur við ákvörðunina. Samkvæmt tilkynningu frá Hvíta húsinu ætla Biden og bandamenn hans að beita öllum brögðum til að minnka áhrif samtaka olíuútflutningsfyrirtækja á olíuverð. Key paragraph here in White House statement — suggests, maybe, US interest in exploring NOPEC, or repealing sovereign immunity from antitrust legislation that protects OPEC producers who manipulate energy prices. Would be a huge response pic.twitter.com/gRbvb4hEbm— Jeff Stein (@JStein_WaPo) October 5, 2022 “Það er alveg ljóst að OPEC+ eru að taka hlið Rússlands með nýjustu ákvörðuninni ,” sagði Karine Jean-Pierre, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins. Bin Salman vísaði því alfarið á bug að samtökin væru að aðstoða Rússa og sagði áherslu samtakanna vera skynsamlega stjórnun olíumarkaða.
Orkumál Bandaríkin Sádi-Arabía Bensín og olía Tengdar fréttir Skerða framleiðslu um tvær milljónir tunna Fulltrúar stærstu olíuframleiðenda heims komust í dag að þeirri niðurstöðu að draga olíuframleiðslu á heimsvísu um tvær milljónir tunna á dag. Þetta var ákveðið á fundi OPEC+ ríkjanna í Vínarborg en niðurstaðan mun líklegast leiða til hærra olíuverðs eða í það minnsta stöðva verðlækkun. 5. október 2022 14:23 OPEC líklegt til að draga verulega úr framleiðslu Fulltrúar OPEC-ríkjanna svokölluðu og Rússlands, munu funda í Vínarborg í dag og ræða olíuframleiðslu. Fastlega er búist við því að tekin verði ákvörðun um umfangsmikla framleiðsluskerðingu með því markmiði að hækka olíuverð. 5. október 2022 10:36 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Skerða framleiðslu um tvær milljónir tunna Fulltrúar stærstu olíuframleiðenda heims komust í dag að þeirri niðurstöðu að draga olíuframleiðslu á heimsvísu um tvær milljónir tunna á dag. Þetta var ákveðið á fundi OPEC+ ríkjanna í Vínarborg en niðurstaðan mun líklegast leiða til hærra olíuverðs eða í það minnsta stöðva verðlækkun. 5. október 2022 14:23
OPEC líklegt til að draga verulega úr framleiðslu Fulltrúar OPEC-ríkjanna svokölluðu og Rússlands, munu funda í Vínarborg í dag og ræða olíuframleiðslu. Fastlega er búist við því að tekin verði ákvörðun um umfangsmikla framleiðsluskerðingu með því markmiði að hækka olíuverð. 5. október 2022 10:36