Flugu herþotum að Suður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2022 12:25 Þrjátíu herþotur voru sendar til móts við tólf þotur frá Norður-Kóreu. AP/Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu Tólf herþotum var flogið frá Norður-Kóreu að landamærum Suður-Kóreu í morgun. Í suðri voru þrjátíu orrustuþotur sendar til móts við hinar en mikil spenna er á svæðinu vegna ítrekaðra eldflaugaskota frá Norður-Kóreu síðustu daga og heræfinga í Suður-Kóreu. Herforingjaráð Suður-Kóreu segir að af herþotunum tólf hafi átta verið orrustuþotur og fjórar verið sprengjuflugvélar. Talið er að flugmenn Norður-Kóreu hafi verið að æfa árás á skotmörk í Suður-Kóreu, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar. Norður-Kóreumenn hafa skotið fjölmörgum eldflaugum á síðustu dögum. Á þriðjudaginn skutu þeir langdrægri eldflug sem getur borið kjarnorkuvopn yfir Japan. Þá sendu Bandaríkjamenn flugmóðurskip á svæðið. Áhöfn flugmóðurskipsins Ronald Reagan hefur tekið þátt í æfingum undan ströndum Kóreuskagans.AP/Sjóher Suður-Kóreu Eftir það var tveimur skammdrægum eldflaugum skotið frá Norður-Kóreu og héldu Bandaríkjamenn, Japanar og Suður-Kóreumenn saman heræfingu í kjölfar þess. Eldflaugum hefur einnig verið skotið á loft frá Suður-Kóreu. Sjá einnig: Suður-Kóreumenn svöruðu fyrir sig en báðust síðan afsökunar Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Það er kjarnorkuvopnaþróun einræðisríkisins einnig. Norður-Kórea hefur verið beitt mjög svo ströngum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna þessa. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýsti því nýverið yfir að hann myndi aldrei láta kjarnorkuvopn sín af hendi. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að Kim vilji að öllum líkindum að Norður-Kórea verði formlega viðurkennt sem kjarnorkuveldi og að viðskiptaþvingunum verði í kjölfarið aflétt. Bandaríkjamenn og aðrir bandamenn þeirra hafi þó ekki gefið í skyn að það muni nokkurn tímann gerast. Norður-Kórea Suður-Kórea Japan Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Tengdar fréttir Skutu eldflaug í átt að Japan Norður-Kóreumenn skutu í gærkvöldi eldflaug sem flaug yfir Japan. Íbúar Japan fengu skilaboð um að koma sér í skjól vegna eldflaugarinnar en að lokum lenti flaugin í Kyrrahafinu. Talið er að Norður-Kóreumenn hafi með þessu viljað fanga athygli Japana og Bandaríkjamanna. 4. október 2022 06:48 Kim sagði „einföldum“ forseta Suður-Kóreu að halda kjafti Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir að forseti Suður-Kóreu sé einfaldur og barnalegur og hann eigi að halda kjafti. Þetta sagði hún í yfirlýsingu vegna ummæla Yoon Suk Yeol, forseta Suður-Kóreu, um að Norður-Kórea gæti fengið efnahagslega aðstoð í skiptum fyrir að láta kjarnorkuvopn sína af hendi. 19. ágúst 2022 11:12 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Herforingjaráð Suður-Kóreu segir að af herþotunum tólf hafi átta verið orrustuþotur og fjórar verið sprengjuflugvélar. Talið er að flugmenn Norður-Kóreu hafi verið að æfa árás á skotmörk í Suður-Kóreu, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar. Norður-Kóreumenn hafa skotið fjölmörgum eldflaugum á síðustu dögum. Á þriðjudaginn skutu þeir langdrægri eldflug sem getur borið kjarnorkuvopn yfir Japan. Þá sendu Bandaríkjamenn flugmóðurskip á svæðið. Áhöfn flugmóðurskipsins Ronald Reagan hefur tekið þátt í æfingum undan ströndum Kóreuskagans.AP/Sjóher Suður-Kóreu Eftir það var tveimur skammdrægum eldflaugum skotið frá Norður-Kóreu og héldu Bandaríkjamenn, Japanar og Suður-Kóreumenn saman heræfingu í kjölfar þess. Eldflaugum hefur einnig verið skotið á loft frá Suður-Kóreu. Sjá einnig: Suður-Kóreumenn svöruðu fyrir sig en báðust síðan afsökunar Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Það er kjarnorkuvopnaþróun einræðisríkisins einnig. Norður-Kórea hefur verið beitt mjög svo ströngum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna þessa. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýsti því nýverið yfir að hann myndi aldrei láta kjarnorkuvopn sín af hendi. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að Kim vilji að öllum líkindum að Norður-Kórea verði formlega viðurkennt sem kjarnorkuveldi og að viðskiptaþvingunum verði í kjölfarið aflétt. Bandaríkjamenn og aðrir bandamenn þeirra hafi þó ekki gefið í skyn að það muni nokkurn tímann gerast.
Norður-Kórea Suður-Kórea Japan Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Tengdar fréttir Skutu eldflaug í átt að Japan Norður-Kóreumenn skutu í gærkvöldi eldflaug sem flaug yfir Japan. Íbúar Japan fengu skilaboð um að koma sér í skjól vegna eldflaugarinnar en að lokum lenti flaugin í Kyrrahafinu. Talið er að Norður-Kóreumenn hafi með þessu viljað fanga athygli Japana og Bandaríkjamanna. 4. október 2022 06:48 Kim sagði „einföldum“ forseta Suður-Kóreu að halda kjafti Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir að forseti Suður-Kóreu sé einfaldur og barnalegur og hann eigi að halda kjafti. Þetta sagði hún í yfirlýsingu vegna ummæla Yoon Suk Yeol, forseta Suður-Kóreu, um að Norður-Kórea gæti fengið efnahagslega aðstoð í skiptum fyrir að láta kjarnorkuvopn sína af hendi. 19. ágúst 2022 11:12 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Skutu eldflaug í átt að Japan Norður-Kóreumenn skutu í gærkvöldi eldflaug sem flaug yfir Japan. Íbúar Japan fengu skilaboð um að koma sér í skjól vegna eldflaugarinnar en að lokum lenti flaugin í Kyrrahafinu. Talið er að Norður-Kóreumenn hafi með þessu viljað fanga athygli Japana og Bandaríkjamanna. 4. október 2022 06:48
Kim sagði „einföldum“ forseta Suður-Kóreu að halda kjafti Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir að forseti Suður-Kóreu sé einfaldur og barnalegur og hann eigi að halda kjafti. Þetta sagði hún í yfirlýsingu vegna ummæla Yoon Suk Yeol, forseta Suður-Kóreu, um að Norður-Kórea gæti fengið efnahagslega aðstoð í skiptum fyrir að láta kjarnorkuvopn sína af hendi. 19. ágúst 2022 11:12