Þétting byggðar ein helsta orsök tíðra rafmagnsbilana Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. október 2022 15:01 Veitur segjast halda úti miklu eftirliti með kerfinu, sérstaklega þeim hluta sem er orðinn nokkuð gamall. Ekki sé þó hægt að sjá bilanir fyrir sem orsakast af byggingaframkvæmdum í nágrenni kerfisins nema byggingaraðilar láti vita að þeir hafi grafið hættulega nálægt línunum. vísir/vilhelm Byggingaframkvæmdir sem fylgja þéttingu byggðar eru helsta orsök óvenju tíðra rafmagnsbilana sem hafa hrjáð íbúa miðbæjar og Vesturbæjar upp á síðkastið. Veitingamaður segist hafa tapað gríðarlegum fjármunum vegna rafmagnsleysisins í gær. Rafmagnið datt út á stórum hluta miðbæjarins, Vesturbæjar og Granda síðdegis í gær. Bilunin hafði miklar afleiðingar fyrir rekstraraðila á svæðinu. „Þetta hafði bara mjög mikil áhrif. Við töpuðum mikilli sölu,“ segir Ólafur Örn Ólafsson, einn af eigendum veitingastaðarins Brút á Pósthússtræti. Ólafur Örn Ólafsson er einn af eigendur veitingastaðarins Brút.vísir/vilhelm Tilkynning barst frá Veitum seinni partinn í gær þar sem fram kom að rafmagnslaust yrði á öllu svæðinu fram til miðnættis. Ólafur tók þá ákvörðun um að loka staðnum. „Ég kemst svo að því að þetta er ekki nema hálfur bærinn, þannig að það er fullt af fólki í bænum en svo kemur rafmagnið á sem er náttúrulega bara frábært en það tekur okkur alveg góðan klukkutíma að koma okkur aftur af stað,“ segir Ólafur Örn. Þetta hafi haft mikil áhrif á reksturinn. „Ég var búinn að hringja í alla gesti sem áttu pantað og segja þeim að við værum með lokað þannig að við tókum einhverja nokkra inn af götunni. Þau voru bara mjög ánægð með þetta og þetta var frábært en miðað við föstudagskvöld vorum við að taka bara einhverjar örfáar hræður,“ segir Ólafur Örn. Byggingaframkvæmdir vandamálið Þetta er í þriðja skiptið á innan við mánuði sem rafmagnslaust verður á einhverjum hluta sama svæðis. „Í rafmagninu sérstaklega þá er þetta talsvert núna á skömmum tíma. En það sem við teljum almennt að sé að valda þessum truflunum hjá okkur er þessi jarðvinna nálægt strengjunum okkar þar sem er verið að grafa í námunda við þá,“ segir Jóhannes Þorleiksson, forstöðumaður Rafveitu hjá Veitum. „Þetta er sko bæði náttúrulega þétting byggðar og svo eru framkvæmdir um alla borg. Og við erum almennt í góðri samvinnu við Reykjavíkurborg og verktaka eins og við getum en við höfum ekki fulla yfirsýn yfir allt sem er í gangi,“ segir Jóhannes. Orkumál Byggingariðnaður Reykjavík Skipulag Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira
Rafmagnið datt út á stórum hluta miðbæjarins, Vesturbæjar og Granda síðdegis í gær. Bilunin hafði miklar afleiðingar fyrir rekstraraðila á svæðinu. „Þetta hafði bara mjög mikil áhrif. Við töpuðum mikilli sölu,“ segir Ólafur Örn Ólafsson, einn af eigendum veitingastaðarins Brút á Pósthússtræti. Ólafur Örn Ólafsson er einn af eigendur veitingastaðarins Brút.vísir/vilhelm Tilkynning barst frá Veitum seinni partinn í gær þar sem fram kom að rafmagnslaust yrði á öllu svæðinu fram til miðnættis. Ólafur tók þá ákvörðun um að loka staðnum. „Ég kemst svo að því að þetta er ekki nema hálfur bærinn, þannig að það er fullt af fólki í bænum en svo kemur rafmagnið á sem er náttúrulega bara frábært en það tekur okkur alveg góðan klukkutíma að koma okkur aftur af stað,“ segir Ólafur Örn. Þetta hafi haft mikil áhrif á reksturinn. „Ég var búinn að hringja í alla gesti sem áttu pantað og segja þeim að við værum með lokað þannig að við tókum einhverja nokkra inn af götunni. Þau voru bara mjög ánægð með þetta og þetta var frábært en miðað við föstudagskvöld vorum við að taka bara einhverjar örfáar hræður,“ segir Ólafur Örn. Byggingaframkvæmdir vandamálið Þetta er í þriðja skiptið á innan við mánuði sem rafmagnslaust verður á einhverjum hluta sama svæðis. „Í rafmagninu sérstaklega þá er þetta talsvert núna á skömmum tíma. En það sem við teljum almennt að sé að valda þessum truflunum hjá okkur er þessi jarðvinna nálægt strengjunum okkar þar sem er verið að grafa í námunda við þá,“ segir Jóhannes Þorleiksson, forstöðumaður Rafveitu hjá Veitum. „Þetta er sko bæði náttúrulega þétting byggðar og svo eru framkvæmdir um alla borg. Og við erum almennt í góðri samvinnu við Reykjavíkurborg og verktaka eins og við getum en við höfum ekki fulla yfirsýn yfir allt sem er í gangi,“ segir Jóhannes.
Orkumál Byggingariðnaður Reykjavík Skipulag Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira