Andri Snær: Frábær reynsla fyrir ungu stelpurnar 8. október 2022 22:33 Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs. Vísir/Hulda Margrét Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, er ánægður með að lið hans hafi tekið þátt í Evrópubikar kvenna þrátt fyrir 11 marka tap gegn makedónsku meisturunum í Gjorche Petrov í KA-heimilinu í kvöld. Liðin gerðu 20-20 jafntefli í gærkvöldi þannig að sveiflan er mikil á milli þessara tveggja leikja. Hver er munurinn á frammistöðunni á milli leikja? „Við vorum arfarslakar sóknarlega of lengi í þessum leik. Í fyrri leiknum tókum við kafla þar sem við vorum slakar en þetta var bara alls ekki gott, sérstaklega í fyrri hálfleik, þar sem við vorum með of marga glataða bolta og í raun og veru var þetta ekki alveg boðlegt oft á tíðum ef ég á að vera hreinskilinn en það er fyrst og fremst munurinn; það er of langur kafli þar sem sóknin var í tómu basli.” Þrátt fyrir stórt tap fengu margar ungar stelpur tækifæri á stóru sviði og Andri er mjög ánægður með það. „Það er ástæðan fyrir því að við ákváðum að fara í þetta verkefni, til að láta ungu leikmennina spila og við getum alveg séð það að þetta er frábær reynsla og ég var ánægður með það hvernig ungir leikmenn komu inn af bekknum og síðustu 20 mínúturnar voru mun betri sóknarlega þar sem þær sýndu allavega áræðni að fara á markið og ég er handviss um að það hafi verið hárrétt ákvörður að taka þátt í þessu. Þetta er flott lið sem við vorum að spila á móti og stelpurnar ungu fá mikið út úr því að spila á móti þessu liði. Þær eru í góðu formi makedónsku stelpurnar og hraðar og við bara lærum af þessu.” Hrafnhildur Irma Jónsdóttir og Anna Þyrí Halldórsdóttir voru báðar fluttar á sjúkrahús í gærkvöldi vegna meiðsla sem þær hlutu í fyrri leiknum. Þá er Rut Jónsdóttir frá vegna meiðsla. Andri Snær fór aðeins yfir stöðuna á þessum leikmönnum. „Hrafnhildur Irma er því miður handleggsbrotin og verður lengi frá, þarf í aðgerð. Anna Þyrí er frekar illa tjónuð eftir gærdaginn en það kemur í ljós í hversu langan tíma það verður en við vonumst eftir Rut í næsta leik, hún er að skríða saman, auðvitað munar um þessa leikmenn. Ég er samt rosalega ánægður með það að þessi leikmannahópur gafst aldrei upp í þessu einvígi og við erum að búa til nýtt lið má segja og það tekur tíma en með þessari elju og þessari baráttu munum við áfram bæta okkur,” sagði hann að endingu. KA Þór Akureyri Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Liðin gerðu 20-20 jafntefli í gærkvöldi þannig að sveiflan er mikil á milli þessara tveggja leikja. Hver er munurinn á frammistöðunni á milli leikja? „Við vorum arfarslakar sóknarlega of lengi í þessum leik. Í fyrri leiknum tókum við kafla þar sem við vorum slakar en þetta var bara alls ekki gott, sérstaklega í fyrri hálfleik, þar sem við vorum með of marga glataða bolta og í raun og veru var þetta ekki alveg boðlegt oft á tíðum ef ég á að vera hreinskilinn en það er fyrst og fremst munurinn; það er of langur kafli þar sem sóknin var í tómu basli.” Þrátt fyrir stórt tap fengu margar ungar stelpur tækifæri á stóru sviði og Andri er mjög ánægður með það. „Það er ástæðan fyrir því að við ákváðum að fara í þetta verkefni, til að láta ungu leikmennina spila og við getum alveg séð það að þetta er frábær reynsla og ég var ánægður með það hvernig ungir leikmenn komu inn af bekknum og síðustu 20 mínúturnar voru mun betri sóknarlega þar sem þær sýndu allavega áræðni að fara á markið og ég er handviss um að það hafi verið hárrétt ákvörður að taka þátt í þessu. Þetta er flott lið sem við vorum að spila á móti og stelpurnar ungu fá mikið út úr því að spila á móti þessu liði. Þær eru í góðu formi makedónsku stelpurnar og hraðar og við bara lærum af þessu.” Hrafnhildur Irma Jónsdóttir og Anna Þyrí Halldórsdóttir voru báðar fluttar á sjúkrahús í gærkvöldi vegna meiðsla sem þær hlutu í fyrri leiknum. Þá er Rut Jónsdóttir frá vegna meiðsla. Andri Snær fór aðeins yfir stöðuna á þessum leikmönnum. „Hrafnhildur Irma er því miður handleggsbrotin og verður lengi frá, þarf í aðgerð. Anna Þyrí er frekar illa tjónuð eftir gærdaginn en það kemur í ljós í hversu langan tíma það verður en við vonumst eftir Rut í næsta leik, hún er að skríða saman, auðvitað munar um þessa leikmenn. Ég er samt rosalega ánægður með það að þessi leikmannahópur gafst aldrei upp í þessu einvígi og við erum að búa til nýtt lið má segja og það tekur tíma en með þessari elju og þessari baráttu munum við áfram bæta okkur,” sagði hann að endingu.
KA Þór Akureyri Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni