Kolbeinn, sem kallar sig Ísbjörninn, vann þá sigur á Kólumbíumanninum Santander Silgado með rothöggi en bardaginn fór fram á Delray Beach í Flórída.
Kolbeinn hefur unnið alla þrettán bardaga sína sem atvinnumaður þar af sjö þeirra með rothöggi.
Þetta var fyrsti bardagi hans í 34 mánuði eða síðan hann vann Dell Long í janúar 2020 skömmu áður en kórónuveiran tók yfir heiminn. Hann rotaði líka Long í þeim bardaga.
Kolbeinn þakkaði öllum fyrir stuðninginn í færslu á samfélagsmiðlum sem má sjá hér fyrir neðan.