Tuttugu hádegisverðir, rándýr kvöldmatur og ýmsar jólagjafir Bjarki Sigurðsson skrifar 10. október 2022 13:06 Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, á fundi fjárlaganefndar þar sem óskað var eftir minnisblaðinu. Vísir/Arnar Halldórsson Á tæpu ári sátu fulltrúar Bankasýslu ríkisins tuttugu hádegisverðarfundi með fulltrúum ýmissa fjármálafyrirtækja. Tvisvar fögnuðu starfsmenn Bankasýslunnar frumútboði á hlutum í Íslandsbanka með kvöldverði. Kvöldverðirnir kostuðu 34 þúsund og 48 þúsund krónur á mann. Þetta kemur fram í minnisblaði Bankasýslu ríkisins um málsverði, tækifærisgjafir og sérstök tilefni í tengslum við sölu á hlut í Íslandsbanka. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, óskaði eftir minnisblaðinu á fundi Bankasýslunnar og fjárlaganefndar Alþingis í apríl á þessu ári. Í minnisblaðinu segir að ráðningu Bankasýslunnar á fjármálaráðgjafa, söluráðgjöfum og lögfræðilegum ráðgjöfum hafi lokið þann 19. apríl síðastliðinn. Bankasýslan átti enga vinnufundi þar sem boðið var upp á veitingar fyrr en ráðningu þeirra var lokið. Á tímabilinu 23. apríl 2021 til 13. apríl 2022 átti Bankasýsla ríkisins tuttugu vinnufundi þar sem veitingar voru í boði. Með á fundunum voru fulltrúar ýmissa fjármálafyrirtækja. Fjármálafyrirtækin voru eftirfarandi: ABN AMRO, Arctica Finance, Barclays, Fossar markaðir, Íslandsbanki, Íslensk verðbréf, Íslenskir fjárfestar (nú ACRO verðbréf), Kvika banki og Landsbankinn. Fundirnir áttu sér yfirleitt sér stað í hádeginu og segir í minnisblaðinu að um sé að ræða hóflegar veitingar. Kostnaður við hvern þátttakenda sé því óverulegur. Rándýrir fagnaðarkvöldverðir 24. september og 30. nóvember árið 2021 voru haldnir kvöldverðir þar sem frumútboði á hlutum í Íslandsbanka var fagnað. Starfsmenn Bankasýslunnar sóttu báða þessa fundi. Á fyrri fundinum var fagnað með fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun Íslandsbanka. Kostnaður á hvern þátttakanda var um 34 þúsund krónur. Kostnaðurinn var greiddur af bankanum. Á þeim seinni var fagnað með fulltrúum þriggja umsjónaraðila, tveggja fjármálaráðgjafa og þriggja lögfræðilegra ráðgjafa. Kostnaður á hvern þátttakanda var um 48 þúsund krónur. Kostnaðurinn var greiddur af umsjónaraðilunum þremur sem voru Citibank, Íslandsbanki og JP Morgan. Flugeldur, kokteilasett og vín Um jól og áramót 2021 fengu starfsmenn Bankasýslunnar tækifærisgjafir frá sex aðilum. Með gjöfunum var verið að þakka starfsmönnum fyrir gott samstarf í tengslum við frumútboðið. Frá ACRO verðbréfum fengu starfsmenn fjögur þúsund króna vínflösku, frá Íslenskum verðbréfum tvær vínflöskur sem samtals kostuðu átta þúsund krónur, konfektkassa frá Landsbankanum sem kostaði 4.067 krónur, kokteilasett frá lögmannsstofunni BBA/Fjeldco sem kostaði tuttugu þúsund krónur og léttvínsflösku og smárétti frá verðbréfamiðlun og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sem kostaði fjórtán þúsund krónur. Þá fengu starfsmenn einn flugeld að andvirði 2.500 króna sem gjöf frá vin forstjórans sem starfar hjá fjármálafyrirtæki. Vinurinn hefur staðfest að um sé að ræða vinagjöf og tengist því ekki frumútboðinu. Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Alþingi Íslenskir bankar Íslandsbanki Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði Bankasýslu ríkisins um málsverði, tækifærisgjafir og sérstök tilefni í tengslum við sölu á hlut í Íslandsbanka. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, óskaði eftir minnisblaðinu á fundi Bankasýslunnar og fjárlaganefndar Alþingis í apríl á þessu ári. Í minnisblaðinu segir að ráðningu Bankasýslunnar á fjármálaráðgjafa, söluráðgjöfum og lögfræðilegum ráðgjöfum hafi lokið þann 19. apríl síðastliðinn. Bankasýslan átti enga vinnufundi þar sem boðið var upp á veitingar fyrr en ráðningu þeirra var lokið. Á tímabilinu 23. apríl 2021 til 13. apríl 2022 átti Bankasýsla ríkisins tuttugu vinnufundi þar sem veitingar voru í boði. Með á fundunum voru fulltrúar ýmissa fjármálafyrirtækja. Fjármálafyrirtækin voru eftirfarandi: ABN AMRO, Arctica Finance, Barclays, Fossar markaðir, Íslandsbanki, Íslensk verðbréf, Íslenskir fjárfestar (nú ACRO verðbréf), Kvika banki og Landsbankinn. Fundirnir áttu sér yfirleitt sér stað í hádeginu og segir í minnisblaðinu að um sé að ræða hóflegar veitingar. Kostnaður við hvern þátttakenda sé því óverulegur. Rándýrir fagnaðarkvöldverðir 24. september og 30. nóvember árið 2021 voru haldnir kvöldverðir þar sem frumútboði á hlutum í Íslandsbanka var fagnað. Starfsmenn Bankasýslunnar sóttu báða þessa fundi. Á fyrri fundinum var fagnað með fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun Íslandsbanka. Kostnaður á hvern þátttakanda var um 34 þúsund krónur. Kostnaðurinn var greiddur af bankanum. Á þeim seinni var fagnað með fulltrúum þriggja umsjónaraðila, tveggja fjármálaráðgjafa og þriggja lögfræðilegra ráðgjafa. Kostnaður á hvern þátttakanda var um 48 þúsund krónur. Kostnaðurinn var greiddur af umsjónaraðilunum þremur sem voru Citibank, Íslandsbanki og JP Morgan. Flugeldur, kokteilasett og vín Um jól og áramót 2021 fengu starfsmenn Bankasýslunnar tækifærisgjafir frá sex aðilum. Með gjöfunum var verið að þakka starfsmönnum fyrir gott samstarf í tengslum við frumútboðið. Frá ACRO verðbréfum fengu starfsmenn fjögur þúsund króna vínflösku, frá Íslenskum verðbréfum tvær vínflöskur sem samtals kostuðu átta þúsund krónur, konfektkassa frá Landsbankanum sem kostaði 4.067 krónur, kokteilasett frá lögmannsstofunni BBA/Fjeldco sem kostaði tuttugu þúsund krónur og léttvínsflösku og smárétti frá verðbréfamiðlun og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sem kostaði fjórtán þúsund krónur. Þá fengu starfsmenn einn flugeld að andvirði 2.500 króna sem gjöf frá vin forstjórans sem starfar hjá fjármálafyrirtæki. Vinurinn hefur staðfest að um sé að ræða vinagjöf og tengist því ekki frumútboðinu.
Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Alþingi Íslenskir bankar Íslandsbanki Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent