Ekki þurfti lengi að bíða þess að við Háskólann á Akureyri færi fram doktorsvörn Eyjólfur Guðmundsson skrifar 11. október 2022 11:01 Heimild til doktorsnáms skiptir sköpum fyrir sjálfstæðan háskóla. Með doktorsnámi er tryggt að nám og rannsóknir eru stundaðar jöfnum höndum við Háskólann á Akureyri og að háskólinn getur sérhæft sig enn frekar til að verða uppspretta þekkingar fyrir landið allt – en ekki síst fyrir landsvæði utan höfuðborgarinnar. Samfélög nútímans, og í enn auknum mæli samfélög framtíðarinnar, munu krefjast gríðarlegrar þekkingar á öllum sviðum svo unnt sé að viðhalda bestu lífsgæðum fyrir okkur öll. Þekkingarleit háskólanna er grundvallaratriði í því ferli og kjölfesta fyrir aukin verðmæti, betri skilning á heiminum öllum og betri þekkingu á okkur sjálfum og samfélögum okkar. Án doktorsnáms gæti Háskólinn á Akureyri ekki tekið næstu skref inn í framtíðina. Á þeim 35 árum sem Háskólinn á Akureyri hefur starfað hefur starfsfólk hans, stuðningsaðilar og nærsamfélögin okkar (um land allt) svo sannarleg tekið höndum saman um að búa til öfluga rannsókna- og menntastofnun sem stenst öðrum háskólum fyllilega snúning. Háskólinn á Akureyri hefur vaxið ár frá ári í stúdentafjölda en jafnframt náð að viðhalda gæðum náms, líkt og fram kemur í könnunum á meðal stúdenta. Háskólinn hefur einnig verið í fararbroddi hvað varðar stafræna miðlun náms (eða fjarnáms) og lyft grettistaki í þeim málum fyrir landið allt svo eftir hefur verið tekið. Fræðafólk HA hefur aukið rannsóknavirkni sína verulega á síðustu árum og í skýrslu Menntamálaráðuneytisins, sem kom út fyrr á árinu, kom fram að rannsóknastig á hvern akademískan starfsmann (miðað við árið 2019) var til jafns á við rannsóknastig annarra opinberra háskóla. Staða Háskólans á Akureyri hefur jafnframt verið mjög sterk þegar horft hefur verið til niðurstöðu úr stofnanamati Gæðaráðs íslenskra háskóla en HA hefur farið í gegnum tvær stórar allsherjarúttektir á síðustu 10 árum og í bæði skiptin fengið mjög jákvæða umsögn erlendra úttektaraðila, eins og sjá má á heimasíðu Gæðaráðsins. Á sama tíma hefur starfsfólk verið jákvætt í svörum sínum í könnun um stofnun ársins og þar hefur HA verið hæstur á meðal opinberra háskóla – og allt hefur þetta gengið innan fjárhagsramma þó stundum hafi það staðið óþægilega tæpt. Undirbúningur þess að unnt væri að hefja doktorsnám við HA á sér langa sögu en formlega fór ferlið af stað upp úr 2009. Í stefnu háskólans 2012 – 2017 var viðurkenning á doktorsnámi fyrir HA eitt af meginmarkmiðum skólans og það markmið náðist þann 20. október árið 2018 þegar þáverandi menntamálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson, skrifaði undir heimildina við hátíðlega athöfn í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri. Það má því með sanni segja að Háskólinn á Akureyri hafi að endingu sannað sig sem ein helsta menntastofnun landsins og líklegast ein best heppnaða aðgerð stjórnvalda til að efla aðgengi að háskólamenntun á landinu öllu. Við vonumst því eftir að stjórnvöld sjái sér hag í að efla Háskólann á Akureyri enn frekar á næstu árum. Í dag er því merkisdagur í sögu Háskólans á Akureyri þegar fram fer fyrsta doktorsvörnin við skólann. Karen Birna Þorvaldsdóttir mun verja ritgerð sína í heilbrigðisvísindum en ritgerðin ber heitið: Að skilja og mæla hindranir þess að leita sér hjálpar eftir áfall – Þróun á mælitæki með blönduðum aðferðum. Vörnin hefst kl. 13 í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri og er öllum opin. Ritgerðin var unnin undir leiðsögn Sigríðar Halldórsdóttur, prófessors við Háskólann á Akureyri. Auk hennar voru í doktorsnefnd Denise Saint Arnault, prófessor við University of Michigan í Bandaríkjunum, Rhonda M. Johnson, prófessor við University of Alaska Anchorage í Bandaríkjunum, og Sigrún Sigurðardóttir, dósent við Háskólann á Akureyri. Andmælendur eru Stefanía Ægisdóttir, prófessor í sálfræði við Ball State University í Bandaríkjunum, og Maria Wemrell, dósent í lýðheilsuvísindum við Lunds universitet í Svíþjóð. Með þessari fyrstu doktorsvörn er jafnframt svarað lokaorðum Haraldar Bessasonar, fyrsta rektors Háskólans á Akureyri, er hann skrifaði í ritgerð um háskóla á Akureyri að „Hugmyndir um hærri háskólagráður eru enn á reiki. Þó má ætla að ekki þurfi lengi að bíða þess að stúdentar geti stefnt að meistara- og doktorsgráðum….“ Það er rétt að ávarpa Harald beint á þessari stóru stund Háskólans á Akureyri: „Ágæti Haraldur, það tók aðeins 35 ár frá stofnun háskólans þar til fyrsta doktorsvörn stúdents HA fór fram. Það er skammur tími í sögu háskóla almennt og varstu virkilega framsýnn í orðum þínum frá árinu 1986.“ Við óskum doktorskandídat góðs gengis í vörn sinni í dag og starfsfólki, fræðasamfélaginu við HA og annarsstaðar, svo og landsmönnum öllum, innilega til hamingju með þennan áfanga. Höfundur er rektor Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Akureyri Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Heimild til doktorsnáms skiptir sköpum fyrir sjálfstæðan háskóla. Með doktorsnámi er tryggt að nám og rannsóknir eru stundaðar jöfnum höndum við Háskólann á Akureyri og að háskólinn getur sérhæft sig enn frekar til að verða uppspretta þekkingar fyrir landið allt – en ekki síst fyrir landsvæði utan höfuðborgarinnar. Samfélög nútímans, og í enn auknum mæli samfélög framtíðarinnar, munu krefjast gríðarlegrar þekkingar á öllum sviðum svo unnt sé að viðhalda bestu lífsgæðum fyrir okkur öll. Þekkingarleit háskólanna er grundvallaratriði í því ferli og kjölfesta fyrir aukin verðmæti, betri skilning á heiminum öllum og betri þekkingu á okkur sjálfum og samfélögum okkar. Án doktorsnáms gæti Háskólinn á Akureyri ekki tekið næstu skref inn í framtíðina. Á þeim 35 árum sem Háskólinn á Akureyri hefur starfað hefur starfsfólk hans, stuðningsaðilar og nærsamfélögin okkar (um land allt) svo sannarleg tekið höndum saman um að búa til öfluga rannsókna- og menntastofnun sem stenst öðrum háskólum fyllilega snúning. Háskólinn á Akureyri hefur vaxið ár frá ári í stúdentafjölda en jafnframt náð að viðhalda gæðum náms, líkt og fram kemur í könnunum á meðal stúdenta. Háskólinn hefur einnig verið í fararbroddi hvað varðar stafræna miðlun náms (eða fjarnáms) og lyft grettistaki í þeim málum fyrir landið allt svo eftir hefur verið tekið. Fræðafólk HA hefur aukið rannsóknavirkni sína verulega á síðustu árum og í skýrslu Menntamálaráðuneytisins, sem kom út fyrr á árinu, kom fram að rannsóknastig á hvern akademískan starfsmann (miðað við árið 2019) var til jafns á við rannsóknastig annarra opinberra háskóla. Staða Háskólans á Akureyri hefur jafnframt verið mjög sterk þegar horft hefur verið til niðurstöðu úr stofnanamati Gæðaráðs íslenskra háskóla en HA hefur farið í gegnum tvær stórar allsherjarúttektir á síðustu 10 árum og í bæði skiptin fengið mjög jákvæða umsögn erlendra úttektaraðila, eins og sjá má á heimasíðu Gæðaráðsins. Á sama tíma hefur starfsfólk verið jákvætt í svörum sínum í könnun um stofnun ársins og þar hefur HA verið hæstur á meðal opinberra háskóla – og allt hefur þetta gengið innan fjárhagsramma þó stundum hafi það staðið óþægilega tæpt. Undirbúningur þess að unnt væri að hefja doktorsnám við HA á sér langa sögu en formlega fór ferlið af stað upp úr 2009. Í stefnu háskólans 2012 – 2017 var viðurkenning á doktorsnámi fyrir HA eitt af meginmarkmiðum skólans og það markmið náðist þann 20. október árið 2018 þegar þáverandi menntamálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson, skrifaði undir heimildina við hátíðlega athöfn í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri. Það má því með sanni segja að Háskólinn á Akureyri hafi að endingu sannað sig sem ein helsta menntastofnun landsins og líklegast ein best heppnaða aðgerð stjórnvalda til að efla aðgengi að háskólamenntun á landinu öllu. Við vonumst því eftir að stjórnvöld sjái sér hag í að efla Háskólann á Akureyri enn frekar á næstu árum. Í dag er því merkisdagur í sögu Háskólans á Akureyri þegar fram fer fyrsta doktorsvörnin við skólann. Karen Birna Þorvaldsdóttir mun verja ritgerð sína í heilbrigðisvísindum en ritgerðin ber heitið: Að skilja og mæla hindranir þess að leita sér hjálpar eftir áfall – Þróun á mælitæki með blönduðum aðferðum. Vörnin hefst kl. 13 í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri og er öllum opin. Ritgerðin var unnin undir leiðsögn Sigríðar Halldórsdóttur, prófessors við Háskólann á Akureyri. Auk hennar voru í doktorsnefnd Denise Saint Arnault, prófessor við University of Michigan í Bandaríkjunum, Rhonda M. Johnson, prófessor við University of Alaska Anchorage í Bandaríkjunum, og Sigrún Sigurðardóttir, dósent við Háskólann á Akureyri. Andmælendur eru Stefanía Ægisdóttir, prófessor í sálfræði við Ball State University í Bandaríkjunum, og Maria Wemrell, dósent í lýðheilsuvísindum við Lunds universitet í Svíþjóð. Með þessari fyrstu doktorsvörn er jafnframt svarað lokaorðum Haraldar Bessasonar, fyrsta rektors Háskólans á Akureyri, er hann skrifaði í ritgerð um háskóla á Akureyri að „Hugmyndir um hærri háskólagráður eru enn á reiki. Þó má ætla að ekki þurfi lengi að bíða þess að stúdentar geti stefnt að meistara- og doktorsgráðum….“ Það er rétt að ávarpa Harald beint á þessari stóru stund Háskólans á Akureyri: „Ágæti Haraldur, það tók aðeins 35 ár frá stofnun háskólans þar til fyrsta doktorsvörn stúdents HA fór fram. Það er skammur tími í sögu háskóla almennt og varstu virkilega framsýnn í orðum þínum frá árinu 1986.“ Við óskum doktorskandídat góðs gengis í vörn sinni í dag og starfsfólki, fræðasamfélaginu við HA og annarsstaðar, svo og landsmönnum öllum, innilega til hamingju með þennan áfanga. Höfundur er rektor Háskólans á Akureyri.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun