Áhugi heimamanna við frostmark en McDonalds borgarar glöddu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2022 15:00 Hamborgara frá McDonald's? Já takk! Vísir/Vilhelm „Borgarar fyrir alla,“ kallaði Ingimar Elí Hlynsson, fararstjóri Icelandair, þegar hann steig út úr leigubíl á torgi nokkru í Pacos de Ferreira með poka fullan af ostborgurum frá McDonald's. Kærkomið fyrir svanga stuðningsmenn í bæ sem virðist ekki hafa átt von á einum né neinum í tengslum við stórleik í fótbolta. Að neðan má myndband frá því þegar hamborgararnir glöddu og samanburð við þann sem var framreiddur á veitingastað þar sem stuðningsmennirnir safnast saman. Óhætt er að segja að takturinn í portúgalska bænum beri ekki með sér að fram undan sé stærsti leikur í sögu íslenskrar og portúgalskrar kvennaknattspyrnu. Flugvél Icelandair með 160 stuðningsmenn lenti á flugvellinum í Porto um klukkan 11 að íslenskum tíma. Hópurinn, með Guðna Th. Jóhannesson forseta í broddi fylkingar, steig um borð í þrjár rútur og ekið sem leið lá tæpan hálftíma í bæinn Pacos de Ferreira. Þar spilar samnefnt knattspyrnulið heimaleiki sína á leikvangi sem tekur um níu þúsund manns í sæti. Langstærstur hluti stuðningsmanna fór með rútunni, eitthvað sem einhverjir fóru að sjá eftir þegar rútan lagði fyrir utan leikvanginn og fimm klukkustundir í leik. Það er nefnilega lítið að frétta í Pacos de Ferreira. Ljósmyndari Morgunblaðsins reyndi að leita uppi starfsmann á leikvanginum en án árangurs. Fararstjórar Icelandair, með portúgölsku liðsinns, beindi hópnum í áttina að torgi nokkru þar sem er að finna veitingastað. Þar virtist enginn eiga von á fjölmenni. Hópurinn splundraðist fljótlega enda kom á daginn að ekki voru til næg hamborgarabrauð fyrir stóra pöntun. Þá voru bjórglös líka af skornum skammti. Staðnum til hróss var starfsmaður sendur út í búð eftir fleiri hamborgarabrauðum. Hér ætla stuðningsmenn að safnst saman og tralla svo saman á leikinn sem hefst klukkan 17 að íslenskum tíma.Vísir/Vilhelm Hvað með McDonald's? Heiðarleg spurning sem margir veltu fyrir sér. Einhver sá að hamborgarakeðjan væri með útibú í aðeins fimm mínútna fjarlægð. Í ljós kom að um var að ræða akstursfjarlæðg, hinum megin við hraðbraut. Guðni forseti er ekki þekktur fyrir neitt annað en nægjusemi og tyllti sér á fyrrnefndum veitingastað. Um þrjátíu til fjörutíu stuðningsmenn gerðu slíkt hið sama. Hamborgararnir sem bárust eftir langa bið þóttu hins vegar ekki sérstaklega lystugir. Því var mikið fagnað þegar fararstjóri Icelandair mætti færandi hendi með fjölda hamborgara ofan í þá svöngustu. Allt sem þú þarft að vita um leik kvöldsins má finna í upphitunargrein Sindra Sverrissonar hér að neðan. Til að draga saman þá virðist áhugi Portúgala á leiknum í kvöld við frostmark. Um þrjú þúsund áhorfendur verða líklega í stúkunni í kvöld en leikvangurinn tekur þrisvar sinnum þann fjölda. Á æfingu íslenska liðsins í gær mætti enginn fjölmiðlamaður frá Portúgal. Í bænum eru engin merki, fyrir utan 160 Íslendinga, að landsleikur sé handan við hornið. Stærsti leikur í sögu íslensks og portúgalsks kvennafótbolta. Að lokum má nefna að grasið á leikvanginum virkaði ekki upp á marga fiska á æfingu íslenska liðsins í gær. Sem gæti ótrúlegt en satt hentað Íslendingum frekar en léttleikandi heimamönnum. Metnaðurinn hjá forsvarsmönnum portúgalsksrar knattspyrnu virðist ekki mikill, að búa ekki betur um kvennalandslið sitt. Þá lenti íslenski hópurinn í vandræðum í morgun með að flytja töskur og búnað íslenska liðsins á leikvanginn. Eitthvað sem þekkist ekki þegar stórleikir í fótbolta eru annars vegar og skrifast á portúgalska sambandið. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Portúgal Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Draumur Íslands gæti oltið á VAR í kvöld: „Gerir leikinn sanngjarnari“ Það hefur aðeins færst í aukana að notast sé við myndbandsdómara, VAR, í fótbolta kvenna líkt og hjá körlum. Draumur íslenska landsliðsins um að tryggja sér HM-farseðil í kvöld gæti til að mynda ráðist á VAR-ákvörðun. 11. október 2022 11:01 Skyndiákvörðun sex meyja af Skaganum Þrjár framtíðar landsliðskonur af Skaganum voru heldur betur spenntar fyrir ferðalaginu til Portúgal þegar blaðamaður hitti á þær í flugstöðinni í morgun. Þær segja ekki spurning að stelpurnar okkar vinni sigur ytra í dag og tryggi sér farseðilinn á HM í fyrsta skipti. 11. október 2022 06:42 Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Að neðan má myndband frá því þegar hamborgararnir glöddu og samanburð við þann sem var framreiddur á veitingastað þar sem stuðningsmennirnir safnast saman. Óhætt er að segja að takturinn í portúgalska bænum beri ekki með sér að fram undan sé stærsti leikur í sögu íslenskrar og portúgalskrar kvennaknattspyrnu. Flugvél Icelandair með 160 stuðningsmenn lenti á flugvellinum í Porto um klukkan 11 að íslenskum tíma. Hópurinn, með Guðna Th. Jóhannesson forseta í broddi fylkingar, steig um borð í þrjár rútur og ekið sem leið lá tæpan hálftíma í bæinn Pacos de Ferreira. Þar spilar samnefnt knattspyrnulið heimaleiki sína á leikvangi sem tekur um níu þúsund manns í sæti. Langstærstur hluti stuðningsmanna fór með rútunni, eitthvað sem einhverjir fóru að sjá eftir þegar rútan lagði fyrir utan leikvanginn og fimm klukkustundir í leik. Það er nefnilega lítið að frétta í Pacos de Ferreira. Ljósmyndari Morgunblaðsins reyndi að leita uppi starfsmann á leikvanginum en án árangurs. Fararstjórar Icelandair, með portúgölsku liðsinns, beindi hópnum í áttina að torgi nokkru þar sem er að finna veitingastað. Þar virtist enginn eiga von á fjölmenni. Hópurinn splundraðist fljótlega enda kom á daginn að ekki voru til næg hamborgarabrauð fyrir stóra pöntun. Þá voru bjórglös líka af skornum skammti. Staðnum til hróss var starfsmaður sendur út í búð eftir fleiri hamborgarabrauðum. Hér ætla stuðningsmenn að safnst saman og tralla svo saman á leikinn sem hefst klukkan 17 að íslenskum tíma.Vísir/Vilhelm Hvað með McDonald's? Heiðarleg spurning sem margir veltu fyrir sér. Einhver sá að hamborgarakeðjan væri með útibú í aðeins fimm mínútna fjarlægð. Í ljós kom að um var að ræða akstursfjarlæðg, hinum megin við hraðbraut. Guðni forseti er ekki þekktur fyrir neitt annað en nægjusemi og tyllti sér á fyrrnefndum veitingastað. Um þrjátíu til fjörutíu stuðningsmenn gerðu slíkt hið sama. Hamborgararnir sem bárust eftir langa bið þóttu hins vegar ekki sérstaklega lystugir. Því var mikið fagnað þegar fararstjóri Icelandair mætti færandi hendi með fjölda hamborgara ofan í þá svöngustu. Allt sem þú þarft að vita um leik kvöldsins má finna í upphitunargrein Sindra Sverrissonar hér að neðan. Til að draga saman þá virðist áhugi Portúgala á leiknum í kvöld við frostmark. Um þrjú þúsund áhorfendur verða líklega í stúkunni í kvöld en leikvangurinn tekur þrisvar sinnum þann fjölda. Á æfingu íslenska liðsins í gær mætti enginn fjölmiðlamaður frá Portúgal. Í bænum eru engin merki, fyrir utan 160 Íslendinga, að landsleikur sé handan við hornið. Stærsti leikur í sögu íslensks og portúgalsks kvennafótbolta. Að lokum má nefna að grasið á leikvanginum virkaði ekki upp á marga fiska á æfingu íslenska liðsins í gær. Sem gæti ótrúlegt en satt hentað Íslendingum frekar en léttleikandi heimamönnum. Metnaðurinn hjá forsvarsmönnum portúgalsksrar knattspyrnu virðist ekki mikill, að búa ekki betur um kvennalandslið sitt. Þá lenti íslenski hópurinn í vandræðum í morgun með að flytja töskur og búnað íslenska liðsins á leikvanginn. Eitthvað sem þekkist ekki þegar stórleikir í fótbolta eru annars vegar og skrifast á portúgalska sambandið.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Portúgal Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Draumur Íslands gæti oltið á VAR í kvöld: „Gerir leikinn sanngjarnari“ Það hefur aðeins færst í aukana að notast sé við myndbandsdómara, VAR, í fótbolta kvenna líkt og hjá körlum. Draumur íslenska landsliðsins um að tryggja sér HM-farseðil í kvöld gæti til að mynda ráðist á VAR-ákvörðun. 11. október 2022 11:01 Skyndiákvörðun sex meyja af Skaganum Þrjár framtíðar landsliðskonur af Skaganum voru heldur betur spenntar fyrir ferðalaginu til Portúgal þegar blaðamaður hitti á þær í flugstöðinni í morgun. Þær segja ekki spurning að stelpurnar okkar vinni sigur ytra í dag og tryggi sér farseðilinn á HM í fyrsta skipti. 11. október 2022 06:42 Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Draumur Íslands gæti oltið á VAR í kvöld: „Gerir leikinn sanngjarnari“ Það hefur aðeins færst í aukana að notast sé við myndbandsdómara, VAR, í fótbolta kvenna líkt og hjá körlum. Draumur íslenska landsliðsins um að tryggja sér HM-farseðil í kvöld gæti til að mynda ráðist á VAR-ákvörðun. 11. október 2022 11:01
Skyndiákvörðun sex meyja af Skaganum Þrjár framtíðar landsliðskonur af Skaganum voru heldur betur spenntar fyrir ferðalaginu til Portúgal þegar blaðamaður hitti á þær í flugstöðinni í morgun. Þær segja ekki spurning að stelpurnar okkar vinni sigur ytra í dag og tryggi sér farseðilinn á HM í fyrsta skipti. 11. október 2022 06:42