Hugmyndahatturinn: Skapandi samstarf grunnskóla og safna Jóhanna Bergmann skrifar 11. október 2022 17:01 Kæri grunnskólakennari; hefur þig ekki lengi langað til að nýta söfnin betur i kennslu nemenda þinna? Út er komin á rafrænu formi handbókin Hugmyndahatturinn sem er aðgengilegt uppflettirit fyrir grunnskólakennara um mögulegar fræðsluleiðir í samstarfi við söfn, þar sem sköpunarkraftur nemenda fær að njóta sín og safnið verður að vettvangi þeirra til að rannsaka, uppgötva og gera nýjar tengingar í huga sér. Í handbókinni eru 28 dæmi um skapandi samstarf við grunnskóla frá söfnum víðs vegar á landinu. Öll lýsa þau námsferli með áherslu á virkni nemenda og skapandi úrvinnslu. Þannig eru þau grunnskólakennurum hvatning til að líta til safna um samstarf um gefandi námsupplifun fyrir nemendur. Grunnskólakennari sem flettir í gegnum Hugmyndahattinn sér hvað hægt er gera í samvinnu við söfn og er þá vonandi tilbúnari í samtal við safnafólkið í sínu nærumhverfi um verkefni sem myndi henta hans nemendum og lyfta þeirra námi. Það er von höfundar að kennarinn valdeflist gagnvart safninu og finni að hann geti haft áhrif á safnheimsóknina og látið hana þjóna sinni námsyfirferð með nemendum. Með því móti eru nemendur einbeittari í safnheimsókninni vegna þess að markmiðin með henni eru þeim ljósari. Þjóðsagna StopMotion smiðja.Minjasafn Austurlands Verkefnin í bókinni eiga það sameiginlegt að fara á einhvern hátt út fyrir ramma hefðbundinnar safnheimsóknar (leiðsögn og e.t.v. verkefni leyst). Þau eru ólík innbyrðis, t.d. að því leyti að mismunandi er hvaðan frumkvæðið kemur, hver mótaði verkefnið, hvað nemendur gera og hvort afrakstri er fylgt eftir og gerður sýnilegur út fyrir bekkinn. Nokkur verkefnanna snúast um stafræna miðlun enda hafa á undanförnum árum orðið til á söfnum þó nokkur skemmtileg, fjölbreytt, skapandi og fræðandi dæmi um hvernig nýta má þennan miðlunarmáta til að ná inn til skólanna. Handbókin er lóð á vogarskálar vitundarvakningar innan grunnskólanna um að söfnin standi þeim opin, að kennarar og nemendur geti haft áhrif á hvað gerist í safninu, eða í samvinnu við safnið, en þurfi ekki að vera aðeins óvirkir þiggjendur safnfræðsludagskrár sem starfsfólk safnsins hefur mótað einhliða. Hugmyndahattinn má nálgast í pdf formi á heimasíðu Þjóðminjasafns Íslands eða í flettiforriti hjá List fyrir alla. Höfundur er safnkennari við Þjóðminjasafn Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Kæri grunnskólakennari; hefur þig ekki lengi langað til að nýta söfnin betur i kennslu nemenda þinna? Út er komin á rafrænu formi handbókin Hugmyndahatturinn sem er aðgengilegt uppflettirit fyrir grunnskólakennara um mögulegar fræðsluleiðir í samstarfi við söfn, þar sem sköpunarkraftur nemenda fær að njóta sín og safnið verður að vettvangi þeirra til að rannsaka, uppgötva og gera nýjar tengingar í huga sér. Í handbókinni eru 28 dæmi um skapandi samstarf við grunnskóla frá söfnum víðs vegar á landinu. Öll lýsa þau námsferli með áherslu á virkni nemenda og skapandi úrvinnslu. Þannig eru þau grunnskólakennurum hvatning til að líta til safna um samstarf um gefandi námsupplifun fyrir nemendur. Grunnskólakennari sem flettir í gegnum Hugmyndahattinn sér hvað hægt er gera í samvinnu við söfn og er þá vonandi tilbúnari í samtal við safnafólkið í sínu nærumhverfi um verkefni sem myndi henta hans nemendum og lyfta þeirra námi. Það er von höfundar að kennarinn valdeflist gagnvart safninu og finni að hann geti haft áhrif á safnheimsóknina og látið hana þjóna sinni námsyfirferð með nemendum. Með því móti eru nemendur einbeittari í safnheimsókninni vegna þess að markmiðin með henni eru þeim ljósari. Þjóðsagna StopMotion smiðja.Minjasafn Austurlands Verkefnin í bókinni eiga það sameiginlegt að fara á einhvern hátt út fyrir ramma hefðbundinnar safnheimsóknar (leiðsögn og e.t.v. verkefni leyst). Þau eru ólík innbyrðis, t.d. að því leyti að mismunandi er hvaðan frumkvæðið kemur, hver mótaði verkefnið, hvað nemendur gera og hvort afrakstri er fylgt eftir og gerður sýnilegur út fyrir bekkinn. Nokkur verkefnanna snúast um stafræna miðlun enda hafa á undanförnum árum orðið til á söfnum þó nokkur skemmtileg, fjölbreytt, skapandi og fræðandi dæmi um hvernig nýta má þennan miðlunarmáta til að ná inn til skólanna. Handbókin er lóð á vogarskálar vitundarvakningar innan grunnskólanna um að söfnin standi þeim opin, að kennarar og nemendur geti haft áhrif á hvað gerist í safninu, eða í samvinnu við safnið, en þurfi ekki að vera aðeins óvirkir þiggjendur safnfræðsludagskrár sem starfsfólk safnsins hefur mótað einhliða. Hugmyndahattinn má nálgast í pdf formi á heimasíðu Þjóðminjasafns Íslands eða í flettiforriti hjá List fyrir alla. Höfundur er safnkennari við Þjóðminjasafn Íslands.
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun