„Ég veit ekki hvernig þau ætla að klára þingið“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2022 17:53 Vilhjálmur Birgisson og Sólveig Anna Jónsdóttir hafa starfað náið saman á síðustu árum. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness getur ekki sagt til um hvaða áhrif sú upplausn sem varð á þingi ASÍ í dag muni hafa á komandi kjaraviðræður. Hann segir að það verði að koma í ljós á næstu dögum hvort að fulltrúar þeirra félaga sem gengu út á þingi myndi með sér nýtt bandalag. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. Þau, ásamt félögum sinna félaga, gengu út af þinginu. Vilhjálmur var mættur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni nú síðdegis þar sem hann ræddi hvað gekk á á þinginu. Þar staðfesti hann að þau þrjú ásamt fulltrúum þeirra muni ekki taka þátt í starfi þingsins á morgun, þar sem meðal annars verður haldið forsetakjör. „Þegar þú mætir á svona þing og ætlar þér að fara að ræða það sem skiptir máli sem eru komandi kjarasamningar og sú alvarlega staða sem að launafólk stendur frammi fyrir, hækkandi vextir, hækkandi matarverð, hækkandi bensínverð. Það hélt ég að ætti að vera meginstefið í þessu þingi þar sem við myndum slíðra sverðin og labba saman út sem ein stór sleggja,“ sagði Vilhjálmur sem bætti við að þau hafi fljótt orðið þess áskynja að ekki væri vilji fyrir þessu. „Þá var bara niðurstaðan hjá okkur að við myndum setja punkt yfir i-ið og draga framboð til baka,“ sagði Vilhjálmur. Óvíst um þýðingu fyrir kjaraviðræður Aðspurður um hvaða þýðingu þetta myndi hafa fyrir þing ASÍ, sagðist Vilhjálmur í raun ekki vita það. „Nei, ég bara veit það ekki. Það er örfáir þingfulltrúar eftir. 40-45 prósent eftir. Ég veit ekki hvernig þau ætla að klára þingið,“ sagði Vilhjálmur en Efling og VR eru stærstu einstöku félögin innan ASÍ. Í viðtalinu reyndu þáttastjórnendur ítrekað að fá svör frá Vilhjálmi um hvað þessar vendingar á þinginu myndi hafa fyrir komandi kjaraviðræður og hvernig þær myndu fara fram. Myndi verkalýðshreyfingin mæta klofin til leiks eða hvort Efling og VR myndu til að mynda draga sig út úr ASÍ? „Það er ekki ákvörðun einstakra forystumanna og formanna að taka slíkar ákvarðanir,“ sagði Vilhjálmur. „Það liggur alveg fyrir að það verður öllum möguleikum velt upp núna.“ Aðspurður nánar út í komandi kjaraviðræður og hvernig þær myndu fara fram sagðist Vilhjálmur í raun ekki hafa svarið við því, sem stendur. „Það er ekki nema tíu mínútur síðan ég labbaði út af þinginu ásamt þessum 150-200 þingfulltrúum,“ sagði Vilhjálmur. Það væri hins vegar á ábyrgð forystumannanna að finna leiðir til að ganga frá kjarasamningum. „Hvort það verður myndað einhver bandalög eða hvað verður gert það verða komandi dagar að leiða í ljós.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Kjaramál Stéttarfélög Reykjavík síðdegis ASÍ Tengdar fréttir Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. 11. október 2022 15:04 Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. 11. október 2022 15:04 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. Þau, ásamt félögum sinna félaga, gengu út af þinginu. Vilhjálmur var mættur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni nú síðdegis þar sem hann ræddi hvað gekk á á þinginu. Þar staðfesti hann að þau þrjú ásamt fulltrúum þeirra muni ekki taka þátt í starfi þingsins á morgun, þar sem meðal annars verður haldið forsetakjör. „Þegar þú mætir á svona þing og ætlar þér að fara að ræða það sem skiptir máli sem eru komandi kjarasamningar og sú alvarlega staða sem að launafólk stendur frammi fyrir, hækkandi vextir, hækkandi matarverð, hækkandi bensínverð. Það hélt ég að ætti að vera meginstefið í þessu þingi þar sem við myndum slíðra sverðin og labba saman út sem ein stór sleggja,“ sagði Vilhjálmur sem bætti við að þau hafi fljótt orðið þess áskynja að ekki væri vilji fyrir þessu. „Þá var bara niðurstaðan hjá okkur að við myndum setja punkt yfir i-ið og draga framboð til baka,“ sagði Vilhjálmur. Óvíst um þýðingu fyrir kjaraviðræður Aðspurður um hvaða þýðingu þetta myndi hafa fyrir þing ASÍ, sagðist Vilhjálmur í raun ekki vita það. „Nei, ég bara veit það ekki. Það er örfáir þingfulltrúar eftir. 40-45 prósent eftir. Ég veit ekki hvernig þau ætla að klára þingið,“ sagði Vilhjálmur en Efling og VR eru stærstu einstöku félögin innan ASÍ. Í viðtalinu reyndu þáttastjórnendur ítrekað að fá svör frá Vilhjálmi um hvað þessar vendingar á þinginu myndi hafa fyrir komandi kjaraviðræður og hvernig þær myndu fara fram. Myndi verkalýðshreyfingin mæta klofin til leiks eða hvort Efling og VR myndu til að mynda draga sig út úr ASÍ? „Það er ekki ákvörðun einstakra forystumanna og formanna að taka slíkar ákvarðanir,“ sagði Vilhjálmur. „Það liggur alveg fyrir að það verður öllum möguleikum velt upp núna.“ Aðspurður nánar út í komandi kjaraviðræður og hvernig þær myndu fara fram sagðist Vilhjálmur í raun ekki hafa svarið við því, sem stendur. „Það er ekki nema tíu mínútur síðan ég labbaði út af þinginu ásamt þessum 150-200 þingfulltrúum,“ sagði Vilhjálmur. Það væri hins vegar á ábyrgð forystumannanna að finna leiðir til að ganga frá kjarasamningum. „Hvort það verður myndað einhver bandalög eða hvað verður gert það verða komandi dagar að leiða í ljós.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Kjaramál Stéttarfélög Reykjavík síðdegis ASÍ Tengdar fréttir Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. 11. október 2022 15:04 Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. 11. október 2022 15:04 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. 11. október 2022 15:04
Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætt við framboð: Skoða úrsögn úr ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hafa hætt við framboð sitt til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. 11. október 2022 15:04