Guðmundur um spár um verðlaunasæti hjá Íslandi: Gott að þeir hafi trú á liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2022 09:01 Guðmundur Guðmundsson stýrir íslenska landsliðinu á Ásvöllum í kvöld. Getty/Sanjin Strukic Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur í kvöld undankeppni EM í Þýskalandi þegar Ísraelsmenn koma í heimsókn á Ásvelli. Strákarnir okkar mæta Ísrael og Eistlandi í þessum glugga. Gaupi hitti Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara og ræddi við hann um þessa fyrstu leiki undankeppninnar. Guðjón Guðmundsson spurði landsliðsþjálfarann fyrst hvort að þetta væru ekki svokallaðir skyldusigrar en flestir búast við því að Ísland og Tékkland verði liðin tvö sem tryggja sig áfram upp úr þessum riðli. Öll lið í heiminum að spila sömu kerfi „Já, já, það er hægt að orða það þannig. Það er bara orðið þannig í þessum bransa að það þarf að hafa fyrir öllu. Þannig hafa íþróttir almennt séð þróast. Það er alltaf meiri og meiri þekking á hlutunum og það eru meira eða minna öll lið í heiminum að spila svipuð kerfi. Það var kannski ekki alltaf áður því þá höfðu sum lið forskot á ákveðnum sviðum. Það er ekki reyndin núna og þess vegna þarf bara að taka þetta alvarlega og af fagmennsku,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. Klippa: Guðmundur um leikina við Ísrael og Eistland Guðmundur er búinn að setja saman nokkuð fastmótað lið. „Ég held það. Við erum með ofboðslega stuttan tíma til að undirbúa okkur og það er það sem vakir fyrir manni núna, að stilla strengina fyrr þennan leik á miðvikudaginn [Í kvöld] fyrst. Til þess hef ég æfingu í dag og æfingu á morgun,“ sagði Guðmundur í viðtalinu sem var tekið á mánudaginn. Ómar Ingi Magnússon stóð í ströngu á síðasta Evrópumóti en stóð sig frábærlega.EPA-EFE/Tamas Kovacs Fjarvera Ómars Inga veikir liðið Ómar Ingi Magnússon, Íþróttamaður ársins og besti leikmaður liðsins á EM, getur ekki spilað þessa leiki sem veikir íslenska liðið. „Já auðvitað veikir það liðið. Hann er búinn að vera algjör lykilmaður í þessu liði okkar, spilaði stórkostlega allt EM og hefur verið að spila frábærlega með sínu félagsliði. Það verða aðrir bara að stíga upp og taka við keflinu frá honum,“ sagði Guðmundur Íslenska landsliðið spilaði stórkostlega á síðasta Evrópumóti og það eru viðmiðin sem menn hafa í dag varðandi framhaldið. Guðmundur Guðmunddsson á hliðarlínunni hjá íslenska landsliðinu.Getty/Sanjin Strukic Búnir að byggja þetta upp í mörg ár „Er það ekki bara fínt. Við stóðum okkur mjög vel og höfum trú á því sem við erum að gera. Við erum búnir að byggja þetta upp í mörg ár. Það er alltaf þannig að svo kemur liðið saman aftur og þá þarf að stilla saman strengina. Þetta gerist ekki sjálfkrafa og vonandi tekst okkur það í aðdragandanum að þessum leikjum. Það vakir bara þjálfaranum að koma þessu heima og saman á þessum stutta tíma,“ sagði Guðmundur. Handboltasérfræðingar í Evrópu segja að nú sé verðlaunasæti innan seilingar hjá íslenska landsliðinu á næstu stórmótum. „Þetta er gildishlaðið en menn hafa trú á þínu liði,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Það er gott að þeir hafi trú á liðinu. Við höfum það líka en hvort það verður verðlaunasæti á næsta móti eða einhvern tímann síðar, það veit ég hins vegar ekki en aðalatriði núna er að einbeita sér að þessum leikjum sem eru fram undan en fara svo að hugsa um HM eftir það,“ sagði Guðmundur. Það má horfa á allt viðtalið við Guðmund hér fyrir ofan. Það er uppselt á leikinn við Ísrael í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.45 og verður fylgst með honum hér inn á Vísi. Guðmundur náði frábærum árangri þrátt fyrir mikið mótlæti á EM fyrr á þessu ári.Getty/Strukic/Pixsell Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Guðjón Guðmundsson spurði landsliðsþjálfarann fyrst hvort að þetta væru ekki svokallaðir skyldusigrar en flestir búast við því að Ísland og Tékkland verði liðin tvö sem tryggja sig áfram upp úr þessum riðli. Öll lið í heiminum að spila sömu kerfi „Já, já, það er hægt að orða það þannig. Það er bara orðið þannig í þessum bransa að það þarf að hafa fyrir öllu. Þannig hafa íþróttir almennt séð þróast. Það er alltaf meiri og meiri þekking á hlutunum og það eru meira eða minna öll lið í heiminum að spila svipuð kerfi. Það var kannski ekki alltaf áður því þá höfðu sum lið forskot á ákveðnum sviðum. Það er ekki reyndin núna og þess vegna þarf bara að taka þetta alvarlega og af fagmennsku,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. Klippa: Guðmundur um leikina við Ísrael og Eistland Guðmundur er búinn að setja saman nokkuð fastmótað lið. „Ég held það. Við erum með ofboðslega stuttan tíma til að undirbúa okkur og það er það sem vakir fyrir manni núna, að stilla strengina fyrr þennan leik á miðvikudaginn [Í kvöld] fyrst. Til þess hef ég æfingu í dag og æfingu á morgun,“ sagði Guðmundur í viðtalinu sem var tekið á mánudaginn. Ómar Ingi Magnússon stóð í ströngu á síðasta Evrópumóti en stóð sig frábærlega.EPA-EFE/Tamas Kovacs Fjarvera Ómars Inga veikir liðið Ómar Ingi Magnússon, Íþróttamaður ársins og besti leikmaður liðsins á EM, getur ekki spilað þessa leiki sem veikir íslenska liðið. „Já auðvitað veikir það liðið. Hann er búinn að vera algjör lykilmaður í þessu liði okkar, spilaði stórkostlega allt EM og hefur verið að spila frábærlega með sínu félagsliði. Það verða aðrir bara að stíga upp og taka við keflinu frá honum,“ sagði Guðmundur Íslenska landsliðið spilaði stórkostlega á síðasta Evrópumóti og það eru viðmiðin sem menn hafa í dag varðandi framhaldið. Guðmundur Guðmunddsson á hliðarlínunni hjá íslenska landsliðinu.Getty/Sanjin Strukic Búnir að byggja þetta upp í mörg ár „Er það ekki bara fínt. Við stóðum okkur mjög vel og höfum trú á því sem við erum að gera. Við erum búnir að byggja þetta upp í mörg ár. Það er alltaf þannig að svo kemur liðið saman aftur og þá þarf að stilla saman strengina. Þetta gerist ekki sjálfkrafa og vonandi tekst okkur það í aðdragandanum að þessum leikjum. Það vakir bara þjálfaranum að koma þessu heima og saman á þessum stutta tíma,“ sagði Guðmundur. Handboltasérfræðingar í Evrópu segja að nú sé verðlaunasæti innan seilingar hjá íslenska landsliðinu á næstu stórmótum. „Þetta er gildishlaðið en menn hafa trú á þínu liði,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Það er gott að þeir hafi trú á liðinu. Við höfum það líka en hvort það verður verðlaunasæti á næsta móti eða einhvern tímann síðar, það veit ég hins vegar ekki en aðalatriði núna er að einbeita sér að þessum leikjum sem eru fram undan en fara svo að hugsa um HM eftir það,“ sagði Guðmundur. Það má horfa á allt viðtalið við Guðmund hér fyrir ofan. Það er uppselt á leikinn við Ísrael í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.45 og verður fylgst með honum hér inn á Vísi. Guðmundur náði frábærum árangri þrátt fyrir mikið mótlæti á EM fyrr á þessu ári.Getty/Strukic/Pixsell
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira