Alexander-Arnold fór sömu leið og Ari Freyr Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. október 2022 07:00 Trent Alexander-Arnold hefur spilað sem hægri bakvörður undanfarin sjö ár. EPA-EFE/PETER POWELL Trent Alexander-Arnold hefur verið með betri hægri bakvörðum heims að flestra mati undanfarin misseri. Hann var þó ekki alltaf bakvörður en færði sig þangað til að auka líkur sínar á að spila fyrir aðallið Liverpool. Á sínum yngri árum spilaði Alexander-Arnold á miðjunni en þegar hann var í kringum 17 ára aldur ákvað hann að setjast niður með þjálfara sínum hjá U-18 ára liði Liverpool og yfirmanni akademíu félagsins í von um að finna leið inn í aðallið Liverpool. Frá þessu var greint í hlaðvarpi The Athletic sem snýr að taktík. Í nýjasta þættinum er farið yfir leikmenn sem hafa spilað óvanalegar stöður á leiktíðinni. Þar var Alexander-Arnold nefndur sem dæmi um leikmann sem færði sig um stöðu og náði í kjölfarið mun meiri árangri en hann hefði eflaust hefði hann haldið sig við sína fyrrum stöðu á vellinum. Bakvörðurinn hefur staðfest þetta en hann ræddi þetta til að mynda í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, snemma árs 2020. „Ég vildi komast inn í aðalliðið eins fljótt og mögulegt væri. Við komumst að því að þetta væri besta lausnin. Það var erfitt að aðlagast varnarlega þar sem maður er sjaldan einn á einn sem miðjumaður.“ „Ég nýt þess að spila sem bakvörður þar sem það er meira frjálsræði fram á við. Það er meiri glundroði á miðri miðjunni. Ég fæ boltann líka töluvert meira núna en þegar ég spilaði sem miðjumaður,“ sagði bakvörðurinn núverandi meðal annars í viðtalinu. Segja má að Alexander-Arnold hafi farið sömu leið og Ari Freyr Skúlason, leikmaður Norrköping í dag. Hann staðfesti í viðtali við RÚV á síðasta ári að Lars Lagerbäck, þáverandi landsliðsþjálfari Íslands, hafi sannfært hann um að færa sig alfarið í vinstri bakvörðinn til að eiga öruggt sæti í landsliðinu. Ari Freyr Skúlason í einum af 83 A-landsleikjum sínum.Soccrates/Getty Images Ari Freyr hafði einnig spilað sem miðjumaður allan sinn feril þegar kom að þessari breytingu en hann fór strax í kjölfarið að leita að liðum sem vantaði vinstri bakvörð. Segja má að bæði Trent og Ari Freyr hafi náð mögnuðum árangri. Sá fyrrnefndi hefur lagt upp aragrúa af mörkum fyrir Liverpool ásamt því að vinna ensku úrvalsdeildina, Meistaradeild Evrópu, FA-bikarinn, enska deildarbikarinn, ofurbikar UEFA og HM félagsliða. Ari Freyr lék alls 83 A-landsleiki og spilaði stóran þátt í að Ísland komst á EM árið 2016 í Frakklandi og HM í Rússlandi tveimur árum síðar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Sjá meira
Á sínum yngri árum spilaði Alexander-Arnold á miðjunni en þegar hann var í kringum 17 ára aldur ákvað hann að setjast niður með þjálfara sínum hjá U-18 ára liði Liverpool og yfirmanni akademíu félagsins í von um að finna leið inn í aðallið Liverpool. Frá þessu var greint í hlaðvarpi The Athletic sem snýr að taktík. Í nýjasta þættinum er farið yfir leikmenn sem hafa spilað óvanalegar stöður á leiktíðinni. Þar var Alexander-Arnold nefndur sem dæmi um leikmann sem færði sig um stöðu og náði í kjölfarið mun meiri árangri en hann hefði eflaust hefði hann haldið sig við sína fyrrum stöðu á vellinum. Bakvörðurinn hefur staðfest þetta en hann ræddi þetta til að mynda í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, snemma árs 2020. „Ég vildi komast inn í aðalliðið eins fljótt og mögulegt væri. Við komumst að því að þetta væri besta lausnin. Það var erfitt að aðlagast varnarlega þar sem maður er sjaldan einn á einn sem miðjumaður.“ „Ég nýt þess að spila sem bakvörður þar sem það er meira frjálsræði fram á við. Það er meiri glundroði á miðri miðjunni. Ég fæ boltann líka töluvert meira núna en þegar ég spilaði sem miðjumaður,“ sagði bakvörðurinn núverandi meðal annars í viðtalinu. Segja má að Alexander-Arnold hafi farið sömu leið og Ari Freyr Skúlason, leikmaður Norrköping í dag. Hann staðfesti í viðtali við RÚV á síðasta ári að Lars Lagerbäck, þáverandi landsliðsþjálfari Íslands, hafi sannfært hann um að færa sig alfarið í vinstri bakvörðinn til að eiga öruggt sæti í landsliðinu. Ari Freyr Skúlason í einum af 83 A-landsleikjum sínum.Soccrates/Getty Images Ari Freyr hafði einnig spilað sem miðjumaður allan sinn feril þegar kom að þessari breytingu en hann fór strax í kjölfarið að leita að liðum sem vantaði vinstri bakvörð. Segja má að bæði Trent og Ari Freyr hafi náð mögnuðum árangri. Sá fyrrnefndi hefur lagt upp aragrúa af mörkum fyrir Liverpool ásamt því að vinna ensku úrvalsdeildina, Meistaradeild Evrópu, FA-bikarinn, enska deildarbikarinn, ofurbikar UEFA og HM félagsliða. Ari Freyr lék alls 83 A-landsleiki og spilaði stóran þátt í að Ísland komst á EM árið 2016 í Frakklandi og HM í Rússlandi tveimur árum síðar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Sjá meira