Kynsegin fólk fær sinn eigin flokk í stærstu hlaupum Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2022 15:11 Kynsegin fólk getur unnið til verðlauna í sínum flokki í næsta Reykjavíkurmaraþoni. Þessi bleiki einhyrningur hljóp fyrir Einstök börn í Reykjavíkurmaraþoninu 2018. Vísir/Vilhelm Íþróttabandalag Reykjavíkur ætlar að opna fyrir skráningar fyrir kynsegin þátttakendur í hlaupaviðburðum bandalagsins á næsta ári. Um er að ræða hlaup á borð við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegshlaupið og Miðnæturhlaup Suzuki. Veitt verða verðlaun í þremur flokkum í fyrsta sinn. „Við erum spennt að bjóða öll velkomin í viðburði okkar óháð kyni, kynvitund og kyneinkennum. Við tökum vel á móti öllum í komandi hlaupaviðburðum ÍBR,“ segir Hrefna Hlín Sveinbjörnsdóttir hlaupastjóri. Norðurljósahlaup Orkusölunnar, einnig á vegum ÍBR, er upplifunarhlaup og ekki beðið um kyn við skráningu. Í fyrsta sinn verður því keppt í þremur flokkum til verðlauna í hlaupaviðburðum ÍBR. Hingað til hefur verið keppt í karla- og kvennaflokki. Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegshlaupinu og Miðnæturhlaup Suzuki hefst í byrjun nóvember. Vinna með Trans Ísland og Samtökunum 78 Laugavegshlaupið er 55 km utanvegahlaup þar sem hlaupið er frá Landmannalaugum og endað í Húsadal í Þórsmörk. Opnað verður fyrir skráningar í Laugavegshlaupið byrjun nóvember og þarf íþróttafólk að hafa lágmark 370 ITRA stig til að geta skráð sig. „Því miður býður ITRA eins og er aðeins upp á karlkyns og kvenkyns skráningar. Vegna þessa er kynsegin þátttakendur jafnvel ekki með ITRA stig og við hvetjum þau því til að hafa samband,“ segir í tilkynningu frá ÍBR. ÍBR tekur sín fyrstu skref til að búa til viðmið fyrir kynsegin þátttakendur í sínum viðburðum. Bandalagið hefur unnið með Trans Ísland og Samtökunum 78 til að gera viðburðina vænni fyrir öll. „Það gleður okkur mikið að geta loksins sett þetta í loftið og við hlökkum til að læra og gera enn betur í komandi verkefnum. Við viljum að öll geta komið, tekið þátt og upplifi sig velkomið í viðburðunum okkar,“ segir Birta Björnsdóttir verkefnastjóri jafnréttis- og mannréttindamála. ÍBR er regnbogavottaður vinnustaður sem vinnur eftir aðgerðaráætlun hinsegin málefna. Reykjavíkurmaraþon Hinsegin Hlaup Laugavegshlaupið Reykjavík Jafnréttismál Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
„Við erum spennt að bjóða öll velkomin í viðburði okkar óháð kyni, kynvitund og kyneinkennum. Við tökum vel á móti öllum í komandi hlaupaviðburðum ÍBR,“ segir Hrefna Hlín Sveinbjörnsdóttir hlaupastjóri. Norðurljósahlaup Orkusölunnar, einnig á vegum ÍBR, er upplifunarhlaup og ekki beðið um kyn við skráningu. Í fyrsta sinn verður því keppt í þremur flokkum til verðlauna í hlaupaviðburðum ÍBR. Hingað til hefur verið keppt í karla- og kvennaflokki. Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegshlaupinu og Miðnæturhlaup Suzuki hefst í byrjun nóvember. Vinna með Trans Ísland og Samtökunum 78 Laugavegshlaupið er 55 km utanvegahlaup þar sem hlaupið er frá Landmannalaugum og endað í Húsadal í Þórsmörk. Opnað verður fyrir skráningar í Laugavegshlaupið byrjun nóvember og þarf íþróttafólk að hafa lágmark 370 ITRA stig til að geta skráð sig. „Því miður býður ITRA eins og er aðeins upp á karlkyns og kvenkyns skráningar. Vegna þessa er kynsegin þátttakendur jafnvel ekki með ITRA stig og við hvetjum þau því til að hafa samband,“ segir í tilkynningu frá ÍBR. ÍBR tekur sín fyrstu skref til að búa til viðmið fyrir kynsegin þátttakendur í sínum viðburðum. Bandalagið hefur unnið með Trans Ísland og Samtökunum 78 til að gera viðburðina vænni fyrir öll. „Það gleður okkur mikið að geta loksins sett þetta í loftið og við hlökkum til að læra og gera enn betur í komandi verkefnum. Við viljum að öll geta komið, tekið þátt og upplifi sig velkomið í viðburðunum okkar,“ segir Birta Björnsdóttir verkefnastjóri jafnréttis- og mannréttindamála. ÍBR er regnbogavottaður vinnustaður sem vinnur eftir aðgerðaráætlun hinsegin málefna.
Reykjavíkurmaraþon Hinsegin Hlaup Laugavegshlaupið Reykjavík Jafnréttismál Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira