Skapahárin sem sköpuðu skrilljónir Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 13. október 2022 17:31 Til þess að standa undir núverandi lífsgæðum á Íslandi þarf að auka útflutningsverðmæti þjóðarbúsins um 1 milljarð á viku, samkvæmt opinberum áætlunum. Útflutningsgreinar okkar samanstanda helst af ferðamennsku, álframleiðslu og sjávarútvegi. Fyrstu 8 mánuði þessa árs námu útflutningsverðmæti sjávarafurða 226 milljörðum, þar af nema útflutningsverðmæti þorsks 96 milljörðum, Það má því færa sterk rök fyrir því að nú sem endranær eigum við mikið undir þorskinum. Nýleg ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir núverandi fiskveiðiár kveður á um 6% lækkun á aflamarki þorsks til viðbótar við 13.5% lækkun árið á undan. Það eru mjög vondar fréttir fyrir ofangreind markmið um aukinn útflutning til að standa undir lífsgæðum á Íslandi og því ljóst að útflutningstekjur munu ekki aukast með auknum þorskveiðum í náinni framtíð. Að sama skapi gengur uppbygging fiskeldis á Íslandi hægt og greinin er umdeild vegna umhverfisáhrifa. Eftir stendur þá ein leið til að auka útflutningsverðmæti og það er að fá hærra verð fyrir vöruna. Villtur íslenskur þorskur er veiddur af hátæknivæddum togurum eða dagróðrarbátum, samkvæmt faglegri ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar sem tryggir sjálfbærni og endurnýjun stofnsins. Loks er hann verkaður þannig að nýting aflans er allt að 80-90% með hjálp háþróaðra sjálfvirkra vinnsluvéla sem margfalda gæði vörunnar og oftast tekst vel til að koma honum ferskum á áfangastað. Slík vara ætti með réttu að seljast sem lúxusvara á alþjóðlegum mörkuðum. Flestir próteingjafar sem neytendum bjóðast á stórum mörkuðum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum eru fjöldaframleiddar afurðir úr iðnaðarlandbúnaði eða stórtæku fiskeldi. Margar af þessum vörum eru seldar á mun hærra verði til neytenda en þessi hágæðavara sem við ættum með réttu að bera meiri virðingu fyrir en svo að við sættum okkur við að losa okkur við hana í Boston, Bremenhafen eða Immingham í þeirri von að einhver vilji taka hana af okkar á kostnaðarverði til þess eins að koma henni í verð hjá einhverju fangelsi eða iðnaðarmötuneyti þar sem vonir og væntingar koma saman til að deyja. Ég heimsótti nýlega eina tæknivæddustu og framsæknustu fiskvinnslu landsins, þar sem aðbúnaður starfsmanna er eins og best verður á kosið og vinnsla afurðarinnar er eins og í framtíðarmynd. En þrátt fyrir alla þessa fjárfestingu og allt þetta hugvit var lokaniðurstaðan nokkurn veginn sú sama og áður - flakaður fiskur í frauðkassa sem er sendur úr landi án nokkurar aðgreiningar frá öðrum Norður-Atlanshafsfiski sem við keppum við á alþjóðlegum mörkuðum, og seldur neytendum sem slíkur - North Atlantic Cod. Staðreyndin er sú að okkur hefur ekki borið gæfa til að standa vörð um mikilvægustu útflutningsvöru okkar þannig að aðrir sjái verðmæti hennar. Vissulega áttum við verðmætt vörumerki, Icelandic, en því var skipulega tortímt með skammtíma hagsmuni að leiðarljósi og það litla sem eftir stóð selt eða leigt samkeppnisaðilum okkar erlendis að mestu leyti. Sjávarútvegurinn hefur sannarlega byggt upp öflugt net af dreifiaðilum beggja vegna Atlantshafsins sem þekkja gæðin, en hafa engan hag af því að halda uppi frekari sannindum gagnvart neytendum um þau verðmæti sem við erum að afhenda þeim. Enda þarf að eiga sér stað umtalsverð fjárfesting í markaðssetningu vörunar og neytendavæðingu hennar svo að það megi verða að veruleika. Í mínum huga stendur sjávarútvegurinn vel að vígi til að ráðast í þessar fjárfestingar og það er brýnt fyrir okkur sem þjóð að auka verðmætin sem við fáum fyrir auðlindina á erlendum mörkuðum því það er þar sem þau verða á endanum til. Markaðsstarf erlendis og þróun á neytendavörum er vissulega óhemju dýrt, og flókið langtímaferli sem felur aldrei í sér neina beina braut en dæmin sanna að það er til mikils að vinna. Sjálf á ég óljósar æskuminningar af því að heimsækja Bláa Lónið - eða öllu heldur vegavinnuskúr með sturtum við skítugt lón sem var uppfullt af skapahárum og leðju sem sagan sagði að væri heilsubætandi. Að heimsækja sama lón 30 árum síðar er góð áminning um hvað langtímahugsun og fjárfesting í því að umbreyta annars hrörlegri hrávöru í neytendavöru getur skapað stórkostleg verðmæti fyrir land og þjóð. Höfundur er stofnandi Niceland Seafood. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Sjávarútvegur Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Til þess að standa undir núverandi lífsgæðum á Íslandi þarf að auka útflutningsverðmæti þjóðarbúsins um 1 milljarð á viku, samkvæmt opinberum áætlunum. Útflutningsgreinar okkar samanstanda helst af ferðamennsku, álframleiðslu og sjávarútvegi. Fyrstu 8 mánuði þessa árs námu útflutningsverðmæti sjávarafurða 226 milljörðum, þar af nema útflutningsverðmæti þorsks 96 milljörðum, Það má því færa sterk rök fyrir því að nú sem endranær eigum við mikið undir þorskinum. Nýleg ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir núverandi fiskveiðiár kveður á um 6% lækkun á aflamarki þorsks til viðbótar við 13.5% lækkun árið á undan. Það eru mjög vondar fréttir fyrir ofangreind markmið um aukinn útflutning til að standa undir lífsgæðum á Íslandi og því ljóst að útflutningstekjur munu ekki aukast með auknum þorskveiðum í náinni framtíð. Að sama skapi gengur uppbygging fiskeldis á Íslandi hægt og greinin er umdeild vegna umhverfisáhrifa. Eftir stendur þá ein leið til að auka útflutningsverðmæti og það er að fá hærra verð fyrir vöruna. Villtur íslenskur þorskur er veiddur af hátæknivæddum togurum eða dagróðrarbátum, samkvæmt faglegri ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar sem tryggir sjálfbærni og endurnýjun stofnsins. Loks er hann verkaður þannig að nýting aflans er allt að 80-90% með hjálp háþróaðra sjálfvirkra vinnsluvéla sem margfalda gæði vörunnar og oftast tekst vel til að koma honum ferskum á áfangastað. Slík vara ætti með réttu að seljast sem lúxusvara á alþjóðlegum mörkuðum. Flestir próteingjafar sem neytendum bjóðast á stórum mörkuðum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum eru fjöldaframleiddar afurðir úr iðnaðarlandbúnaði eða stórtæku fiskeldi. Margar af þessum vörum eru seldar á mun hærra verði til neytenda en þessi hágæðavara sem við ættum með réttu að bera meiri virðingu fyrir en svo að við sættum okkur við að losa okkur við hana í Boston, Bremenhafen eða Immingham í þeirri von að einhver vilji taka hana af okkar á kostnaðarverði til þess eins að koma henni í verð hjá einhverju fangelsi eða iðnaðarmötuneyti þar sem vonir og væntingar koma saman til að deyja. Ég heimsótti nýlega eina tæknivæddustu og framsæknustu fiskvinnslu landsins, þar sem aðbúnaður starfsmanna er eins og best verður á kosið og vinnsla afurðarinnar er eins og í framtíðarmynd. En þrátt fyrir alla þessa fjárfestingu og allt þetta hugvit var lokaniðurstaðan nokkurn veginn sú sama og áður - flakaður fiskur í frauðkassa sem er sendur úr landi án nokkurar aðgreiningar frá öðrum Norður-Atlanshafsfiski sem við keppum við á alþjóðlegum mörkuðum, og seldur neytendum sem slíkur - North Atlantic Cod. Staðreyndin er sú að okkur hefur ekki borið gæfa til að standa vörð um mikilvægustu útflutningsvöru okkar þannig að aðrir sjái verðmæti hennar. Vissulega áttum við verðmætt vörumerki, Icelandic, en því var skipulega tortímt með skammtíma hagsmuni að leiðarljósi og það litla sem eftir stóð selt eða leigt samkeppnisaðilum okkar erlendis að mestu leyti. Sjávarútvegurinn hefur sannarlega byggt upp öflugt net af dreifiaðilum beggja vegna Atlantshafsins sem þekkja gæðin, en hafa engan hag af því að halda uppi frekari sannindum gagnvart neytendum um þau verðmæti sem við erum að afhenda þeim. Enda þarf að eiga sér stað umtalsverð fjárfesting í markaðssetningu vörunar og neytendavæðingu hennar svo að það megi verða að veruleika. Í mínum huga stendur sjávarútvegurinn vel að vígi til að ráðast í þessar fjárfestingar og það er brýnt fyrir okkur sem þjóð að auka verðmætin sem við fáum fyrir auðlindina á erlendum mörkuðum því það er þar sem þau verða á endanum til. Markaðsstarf erlendis og þróun á neytendavörum er vissulega óhemju dýrt, og flókið langtímaferli sem felur aldrei í sér neina beina braut en dæmin sanna að það er til mikils að vinna. Sjálf á ég óljósar æskuminningar af því að heimsækja Bláa Lónið - eða öllu heldur vegavinnuskúr með sturtum við skítugt lón sem var uppfullt af skapahárum og leðju sem sagan sagði að væri heilsubætandi. Að heimsækja sama lón 30 árum síðar er góð áminning um hvað langtímahugsun og fjárfesting í því að umbreyta annars hrörlegri hrávöru í neytendavöru getur skapað stórkostleg verðmæti fyrir land og þjóð. Höfundur er stofnandi Niceland Seafood.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun