„Sigurinn er held ég það eina jákvæða sem við getum tekið út úr þessu” Siggeir F. Ævarsson skrifar 14. október 2022 21:31 Finnur Freyr, þjálfari Vals. Vísir/Hulda Margrét Það var ekki áferðarfallegur körfubolti sem var boðið upp á í Grindavík í kvöld þegar Valsmenn lögðu heimamenn í jöfnum leik, 67-68, í Subway-deild karla í körfubolta. Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals var hjartanlega sammála. Hann sagði að leikurinn hefði verið tilviljanakenndur á báða bóga en tók þó sigrinum fegins hendi. „Sigurinn er held ég það eina jákvæða sem við getum tekið útúr þessu. Þetta var ljótt, við náum þarna einhverju smá mómenti þar sem við skorum einhverjar tvær körfur í röð. En þrátt fyrir það þá gerðum við heiðarlega tilraun til að tapa þessu í lokin. Við tökum sigurinn en við eigum langt í land, það er alveg ljóst.” Það voru margar sérkennilegar senur undir lok leiksins og Grindvíkingar áttu góðan séns á að stela sigrinum eða senda leikinn í framlengingu. „Þetta var bara „sloppy“ í alla staði. Mistök og menn að gleyma sér, léleg sóknarfráköst og svona. Þetta var langt frá því að vera áferðarfallegt. En við tökum sigurinn en við þurfum að spila töluvert betur ef við ætlum að gera eitthvað í þessari deild í vetur.“ Kári Jónsson er einn af burðarásum Valsliðsins en hann er búinn að vera meiddur síðan í sumar og var að spila sinn fyrsta leik í langan tíma. Það sást greinilega að hann er ekki 100% klár. „Já hann er ryðgaður. Hann meiðist þarna í byrjun ágúst og er rétt farinn af stað. Eðlilegt að hann taki smá tíma í að finna smá rythma. Veit ekki hvort það hafi eitthvað riðlað liðinu en við vorum ólíkir sjálfum okkur miðað við hvernig við höfum verið hingað til á undirbúningstímabilinu. Þetta minnti kannski svolítið á fyrstu leikina. Við þurfum aðeins að girða okkur í brók. Við eigum risa bikarleik á mánudaginn og okkur verður slátrað með svona frammistöðu þar.“ Körfubolti Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Valur 67-68 | Íslandsmeistararnir komnir á blað Íslandsmeistarar Vals eru komnir á blað í Subway deild karla í körfubolta eftir tap í fyrstu umferð. Sigurinn kvöldsins var eins naumur og hægt er en stigin tvö eru Valsmanna sem fara sáttir á koddann. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. október 2022 20:15 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
„Sigurinn er held ég það eina jákvæða sem við getum tekið útúr þessu. Þetta var ljótt, við náum þarna einhverju smá mómenti þar sem við skorum einhverjar tvær körfur í röð. En þrátt fyrir það þá gerðum við heiðarlega tilraun til að tapa þessu í lokin. Við tökum sigurinn en við eigum langt í land, það er alveg ljóst.” Það voru margar sérkennilegar senur undir lok leiksins og Grindvíkingar áttu góðan séns á að stela sigrinum eða senda leikinn í framlengingu. „Þetta var bara „sloppy“ í alla staði. Mistök og menn að gleyma sér, léleg sóknarfráköst og svona. Þetta var langt frá því að vera áferðarfallegt. En við tökum sigurinn en við þurfum að spila töluvert betur ef við ætlum að gera eitthvað í þessari deild í vetur.“ Kári Jónsson er einn af burðarásum Valsliðsins en hann er búinn að vera meiddur síðan í sumar og var að spila sinn fyrsta leik í langan tíma. Það sást greinilega að hann er ekki 100% klár. „Já hann er ryðgaður. Hann meiðist þarna í byrjun ágúst og er rétt farinn af stað. Eðlilegt að hann taki smá tíma í að finna smá rythma. Veit ekki hvort það hafi eitthvað riðlað liðinu en við vorum ólíkir sjálfum okkur miðað við hvernig við höfum verið hingað til á undirbúningstímabilinu. Þetta minnti kannski svolítið á fyrstu leikina. Við þurfum aðeins að girða okkur í brók. Við eigum risa bikarleik á mánudaginn og okkur verður slátrað með svona frammistöðu þar.“
Körfubolti Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Valur 67-68 | Íslandsmeistararnir komnir á blað Íslandsmeistarar Vals eru komnir á blað í Subway deild karla í körfubolta eftir tap í fyrstu umferð. Sigurinn kvöldsins var eins naumur og hægt er en stigin tvö eru Valsmanna sem fara sáttir á koddann. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. október 2022 20:15 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Valur 67-68 | Íslandsmeistararnir komnir á blað Íslandsmeistarar Vals eru komnir á blað í Subway deild karla í körfubolta eftir tap í fyrstu umferð. Sigurinn kvöldsins var eins naumur og hægt er en stigin tvö eru Valsmanna sem fara sáttir á koddann. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. október 2022 20:15