Ekkert réttlæti á meðan valdhafar varpi skömminni á Erlu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. október 2022 13:59 Tryggvi Rúnar er einn skipuleggjenda samstöðufundarins með Erlu Bolladóttur. Hér er hann að ávarpa viðstadda á Austurvelli. Stöð 2/Ívar Efnt hefur verið til samstöðufundar með Erlu Bolladóttur á Austurvelli í dag vegna endanlegrar niðurstöðu dómstóla hér á landi í máli hennar. Dóttursonur og nafni Tryggva Rúnars Leifssonar segir ekkert réttlæti í Guðmundar- og Geirfinns málunum á meðan valdhafar varpi áfram ábyrgðinni og skömminni á Erlu. Endurupptökudómur synjaði í síðasta mánuði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á dómi frá árinu 1980 fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin og lauk þar með baráttu hennar fyrir dómstólum hér á landi. „Ég hafði þá trú að menn ætluðu að vanda sig í dómstólum, en þeir hafa ekki ákveðið að gera það. Það er svo margt sem sýnir augljóslega en samt er þetta ákveðið. Þannig að ég sé einbeittan vilja til að komast að þessari niðurstöðu,“ sagði Erla Bolladóttir við fréttastofu eftir niðurstöðuna en hún greindi einnig frá því að hún hafi greinst með ólæknandi krabbamein. „Ég á enga ósk heitari, hvað mig persónulega varðar, en að þetta mál fái sín endalok og fari bara fram formleg jarðarför á þessu öllu saman en það gerist ekki fyrr en að réttlæti kemur fram,“ sagði Erla í síðasta mánuði. Tryggvi Rúnar Brynjarsson, dóttursonur og nafni eins dómþola í Guðmundar og Geirfinnsmálunum, segir þetta líklega eitt mesta hneykslið í málinu á þessari öld. „Nú eru margar fjölskyldur í þessu máli búin að fá einhvers konar réttlæti, einhvern hluta af réttlæti, en enn þá ætlar ríkisvaldið og allar valdastofnanir að halda ábyrgðinni og skömminni á henni. Þetta getum við hin inni í málinu bara ekki sætt okkur við, þá er ekki komið neitt réttlæti í þessu máli,“ segir Tryggvi. Stöð 2/Ívar Nauðsynlegt að gera málið upp Nokkur hundruð manns hafa á samfélagsmiðlum meldað sig á samstöðufund á Austurvelli klukkan tvö í dag. „Þetta snýst smá um söguna, hvaðan við erum komin, en líka viljum við gera kröfu til þess að valdhafar geri eitthvað, að þeir upplifi ekki að þetta geti verið einhver endalok á þessu máli, að hafa bara hent málinu hennar Erlu Bolladóttur út,“ segir Tryggvi. Þá vilja þau endurvekja tillögu um óháða rannsóknarnefnd Alþingis, sem fulltrúar fimm fjölskyldna dómþola studdu á sínum tíma, en auk Erlu voru Kristján Viðar Júlíusson og Sævar Marinó Cieselski sakfelldir fyrir rangar sakargiftir á sínum tíma. „[Nefndin] átti að fara sérstaklega í þennan hluta, hinar röngu sakargiftir. Við viljum endurvekja þessa tillögu og þessa hugmynd um rannsóknarnefnd Alþingis til þess að fara ofan í þetta mál og til að geta gengið frá þessu í eitt skipti fyrir öll,“ segir Tryggvi. Hann bindur vonir við að stjórnvöld sjái að sér en eitthvað þurfi að gerast til að bæta úr langri sögu þöggunar. „Ég trúi því ekki að valdhafar, ég trúi því ekki að þingmenn, ég trúi því ekki að stjórnvöld eigi eftir að halda áfram að setja sig upp á móti raunverulegu uppgjöri. Ég held að þau muni sjá það og skilja það að það er nauðsynlegt að gera þetta mál alveg upp,“ segir Tryggvi Rúnar. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Dómstólar Reykjavík Tengdar fréttir Með ólæknandi krabbamein og þráir réttlæti Erla Bolladóttur greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún þráir ekkert heitar en að mál hennar fái réttlát endalok. Það kemur til greina að fara með mál hennar til Mannréttindardómstóls Evrópu. 21. september 2022 14:27 „Ég vona að þetta klárist fyrir minn dag“ Erla Bolladóttir skoðar að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eftir að beiðni hennar um endurupptöku var hafnað. Hún glímir við ólæknandi krabbamein og kallar eftir því að ríkisstjórnin taki á sig rögg og ljúki Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í eitt skipti fyrir öll. 21. september 2022 23:39 Beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku synjað Endurupptökudómstóll hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á Hæstaréttardómi frá árinu 1980 þar sem Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Dómstóllinn féllst ekki á það að Erla hafi verið beitt þrýstingi, líkt og hún hélt fram. 20. september 2022 14:29 „Ég þrái að lifa þann dag að ég þurfi ekki að standa í þessu máli“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að íslensk stjórnvöld muni una dómi héraðsdóms, sem gerir Erlu Bolladóttur kleift að höfða mál gegn ríkinu fyrir endurupptökudómstól. Erla gæti nú fengið tækifæri til að krefjast skaðabóta fyrir Hæstarétti, en hún var á sínum tíma fundin sek um rangar sakargiftir. 6. janúar 2022 21:25 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Endurupptökudómur synjaði í síðasta mánuði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á dómi frá árinu 1980 fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin og lauk þar með baráttu hennar fyrir dómstólum hér á landi. „Ég hafði þá trú að menn ætluðu að vanda sig í dómstólum, en þeir hafa ekki ákveðið að gera það. Það er svo margt sem sýnir augljóslega en samt er þetta ákveðið. Þannig að ég sé einbeittan vilja til að komast að þessari niðurstöðu,“ sagði Erla Bolladóttir við fréttastofu eftir niðurstöðuna en hún greindi einnig frá því að hún hafi greinst með ólæknandi krabbamein. „Ég á enga ósk heitari, hvað mig persónulega varðar, en að þetta mál fái sín endalok og fari bara fram formleg jarðarför á þessu öllu saman en það gerist ekki fyrr en að réttlæti kemur fram,“ sagði Erla í síðasta mánuði. Tryggvi Rúnar Brynjarsson, dóttursonur og nafni eins dómþola í Guðmundar og Geirfinnsmálunum, segir þetta líklega eitt mesta hneykslið í málinu á þessari öld. „Nú eru margar fjölskyldur í þessu máli búin að fá einhvers konar réttlæti, einhvern hluta af réttlæti, en enn þá ætlar ríkisvaldið og allar valdastofnanir að halda ábyrgðinni og skömminni á henni. Þetta getum við hin inni í málinu bara ekki sætt okkur við, þá er ekki komið neitt réttlæti í þessu máli,“ segir Tryggvi. Stöð 2/Ívar Nauðsynlegt að gera málið upp Nokkur hundruð manns hafa á samfélagsmiðlum meldað sig á samstöðufund á Austurvelli klukkan tvö í dag. „Þetta snýst smá um söguna, hvaðan við erum komin, en líka viljum við gera kröfu til þess að valdhafar geri eitthvað, að þeir upplifi ekki að þetta geti verið einhver endalok á þessu máli, að hafa bara hent málinu hennar Erlu Bolladóttur út,“ segir Tryggvi. Þá vilja þau endurvekja tillögu um óháða rannsóknarnefnd Alþingis, sem fulltrúar fimm fjölskyldna dómþola studdu á sínum tíma, en auk Erlu voru Kristján Viðar Júlíusson og Sævar Marinó Cieselski sakfelldir fyrir rangar sakargiftir á sínum tíma. „[Nefndin] átti að fara sérstaklega í þennan hluta, hinar röngu sakargiftir. Við viljum endurvekja þessa tillögu og þessa hugmynd um rannsóknarnefnd Alþingis til þess að fara ofan í þetta mál og til að geta gengið frá þessu í eitt skipti fyrir öll,“ segir Tryggvi. Hann bindur vonir við að stjórnvöld sjái að sér en eitthvað þurfi að gerast til að bæta úr langri sögu þöggunar. „Ég trúi því ekki að valdhafar, ég trúi því ekki að þingmenn, ég trúi því ekki að stjórnvöld eigi eftir að halda áfram að setja sig upp á móti raunverulegu uppgjöri. Ég held að þau muni sjá það og skilja það að það er nauðsynlegt að gera þetta mál alveg upp,“ segir Tryggvi Rúnar.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Dómstólar Reykjavík Tengdar fréttir Með ólæknandi krabbamein og þráir réttlæti Erla Bolladóttur greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún þráir ekkert heitar en að mál hennar fái réttlát endalok. Það kemur til greina að fara með mál hennar til Mannréttindardómstóls Evrópu. 21. september 2022 14:27 „Ég vona að þetta klárist fyrir minn dag“ Erla Bolladóttir skoðar að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eftir að beiðni hennar um endurupptöku var hafnað. Hún glímir við ólæknandi krabbamein og kallar eftir því að ríkisstjórnin taki á sig rögg og ljúki Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í eitt skipti fyrir öll. 21. september 2022 23:39 Beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku synjað Endurupptökudómstóll hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á Hæstaréttardómi frá árinu 1980 þar sem Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Dómstóllinn féllst ekki á það að Erla hafi verið beitt þrýstingi, líkt og hún hélt fram. 20. september 2022 14:29 „Ég þrái að lifa þann dag að ég þurfi ekki að standa í þessu máli“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að íslensk stjórnvöld muni una dómi héraðsdóms, sem gerir Erlu Bolladóttur kleift að höfða mál gegn ríkinu fyrir endurupptökudómstól. Erla gæti nú fengið tækifæri til að krefjast skaðabóta fyrir Hæstarétti, en hún var á sínum tíma fundin sek um rangar sakargiftir. 6. janúar 2022 21:25 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Með ólæknandi krabbamein og þráir réttlæti Erla Bolladóttur greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún þráir ekkert heitar en að mál hennar fái réttlát endalok. Það kemur til greina að fara með mál hennar til Mannréttindardómstóls Evrópu. 21. september 2022 14:27
„Ég vona að þetta klárist fyrir minn dag“ Erla Bolladóttir skoðar að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eftir að beiðni hennar um endurupptöku var hafnað. Hún glímir við ólæknandi krabbamein og kallar eftir því að ríkisstjórnin taki á sig rögg og ljúki Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í eitt skipti fyrir öll. 21. september 2022 23:39
Beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku synjað Endurupptökudómstóll hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á Hæstaréttardómi frá árinu 1980 þar sem Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Dómstóllinn féllst ekki á það að Erla hafi verið beitt þrýstingi, líkt og hún hélt fram. 20. september 2022 14:29
„Ég þrái að lifa þann dag að ég þurfi ekki að standa í þessu máli“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að íslensk stjórnvöld muni una dómi héraðsdóms, sem gerir Erlu Bolladóttur kleift að höfða mál gegn ríkinu fyrir endurupptökudómstól. Erla gæti nú fengið tækifæri til að krefjast skaðabóta fyrir Hæstarétti, en hún var á sínum tíma fundin sek um rangar sakargiftir. 6. janúar 2022 21:25
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent