Fyrr í dag greindi Vísir frá því að Greenwood hefði verið handtekinn á nýjan leik fyrir brot á skilorði. Nú hafa fjölmiðlar Bretlandseyja staðfest að leikmaðurinn hefur verið ákærður fyrir tilraun til nauðgunar og árás
Í janúar var leikmaðurinn handtekinn eftir að þáverandi kærasta hans birti myndbandsbút á samfélagsmiðlum þar sem heyra mátti einstakling hótaði henni barsmíðum og þaðan af verra. Þá birti hún einnig myndir af sér með áverka í andliti sem hún sagði að væru eftir Greenwood.
Mason Greenwood to be charged with attempted rape, CPS says https://t.co/3oYGsccySj
— Sky News (@SkyNews) October 15, 2022
Saksóknarar hafa nú staðfest að hinn 21 árs gamli Greenwood verði ákærður fyrir tilraun til nauðgunar og fyrir árás. Mun hann mæta fyrir dómara í Manchester á mánudaginn kemur.