„Skjálftar eru mjög algengir í Mýrdalsjökli, en þó er eins og nokkuð hafa dregið úr virkni þar undanfarin ár. Hefur virknin þó oftar en ekki verið sveiflukennd yfir árið og aukist síðsumars og á haustin. Hefur þessi sveiflukennda virkni verið talin tengjast fargléttingu, þar sem skjálftavirknin eykst með minnkandi snjóalögum á jöklinum,“ segir í færslu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands á Facebook.
Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að hlaup í Múlakvísl sé ekki útilokað. Varað er við ferðum við ána, meðal annars vegna gasmengunar.