Lögmál leiksins: Allur körfuboltaheimurinn fékk sjokk því hann hefði getað drepið hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2022 15:46 Draymond Green og Stephen Curry fyrir fyrsta leik Golden State Warriors eftir að Green snéri aftur eftir höggið. Getty/Thearon W. Henderson Það styttist í að NBA-deildin í körfubolta fari aftur af stað og í kvöld verður fyrsti þáttur tímabilsins af Lögmáli leiksins. Í þessum vikulega þætti er farið vel yfir gang mála í NBA-deildinni í körfubolta en nýtt tímabil hefst annað kvöld með tveimur leikjum sem verða báðir í beinni á Stöð 2 Sport.. Þátturinn verður frumsýndur klukkan 20.45 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. Eitt af umfjöllunarefnum þáttarins í kvöld en mál Draymond Green sem lét hnefana tala á æfingu NBA-meistara Golden State Warriors. „Ein af stærstu fréttunum á þessu sumri voru slagsmál á milli Draymond Green og Jordan Poole á æfingu Golden State. Fyrst heyrði maður af þessu og maður hugsaði: Green hefur látið hann hafa fyrir því og hamrað hann eitthvað aðeins. Maður heyrði eitthvað um högg og hélt kannski að hann hefði hrint honum eða eitthvað,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Lögmálsins á Stöð 2 Sport. „Svo sér maður myndbandið og ég held að allur körfuboltaheimurinn hafi fengið sjokk,“ sagði Kjartan Atli. „Ég get blandað saman NBA og MMA áhuga mínum og þetta er kallað í MMA Súperman-höggið. Hoppa upp á báðum og hann smellhittir hann þarna,“ sagði Tómas Steindórsson, sérfræðingur Lögmálsins í NBA-deildinni. „Þetta er rosalegt,“ skaut Kjartan Atli inn í. „Sjáið lappirnar á Poole, þær verða bara eins og spaghettí,“ sagði Hörður Unnsteinsson, sérfræðingur Lögmálsins í NBA-deildinni. „Það er algjör mildi að hann slasaðist ekki,“ sagði Kjartan. „Hann hafði alveg getað drepið hann,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson, sérfræðingur Lögmálsins í NBA-deildinni. „Ég held að við séum ekki að ýkja með þetta. Þetta er högg sem drepur,“ sagði Hörður. „Draymond Green er ekki 175 sm fótboltamaður að kýla annan. Þetta er tveggja metra skrokkur og nautsterkur. Hann getur dekkað hvaða fimmu sem er. Að lenda þessu höggi, já hann hefði getað drepið hann,“ sagði Tómas. Það má sjá þetta högg og brot úr þætti kvöldsins hér fyrir neðan. Klippa: Lögmál leiksins: Hnefahögg Draymond Green NBA Lögmál leiksins Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Í þessum vikulega þætti er farið vel yfir gang mála í NBA-deildinni í körfubolta en nýtt tímabil hefst annað kvöld með tveimur leikjum sem verða báðir í beinni á Stöð 2 Sport.. Þátturinn verður frumsýndur klukkan 20.45 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. Eitt af umfjöllunarefnum þáttarins í kvöld en mál Draymond Green sem lét hnefana tala á æfingu NBA-meistara Golden State Warriors. „Ein af stærstu fréttunum á þessu sumri voru slagsmál á milli Draymond Green og Jordan Poole á æfingu Golden State. Fyrst heyrði maður af þessu og maður hugsaði: Green hefur látið hann hafa fyrir því og hamrað hann eitthvað aðeins. Maður heyrði eitthvað um högg og hélt kannski að hann hefði hrint honum eða eitthvað,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Lögmálsins á Stöð 2 Sport. „Svo sér maður myndbandið og ég held að allur körfuboltaheimurinn hafi fengið sjokk,“ sagði Kjartan Atli. „Ég get blandað saman NBA og MMA áhuga mínum og þetta er kallað í MMA Súperman-höggið. Hoppa upp á báðum og hann smellhittir hann þarna,“ sagði Tómas Steindórsson, sérfræðingur Lögmálsins í NBA-deildinni. „Þetta er rosalegt,“ skaut Kjartan Atli inn í. „Sjáið lappirnar á Poole, þær verða bara eins og spaghettí,“ sagði Hörður Unnsteinsson, sérfræðingur Lögmálsins í NBA-deildinni. „Það er algjör mildi að hann slasaðist ekki,“ sagði Kjartan. „Hann hafði alveg getað drepið hann,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson, sérfræðingur Lögmálsins í NBA-deildinni. „Ég held að við séum ekki að ýkja með þetta. Þetta er högg sem drepur,“ sagði Hörður. „Draymond Green er ekki 175 sm fótboltamaður að kýla annan. Þetta er tveggja metra skrokkur og nautsterkur. Hann getur dekkað hvaða fimmu sem er. Að lenda þessu höggi, já hann hefði getað drepið hann,“ sagði Tómas. Það má sjá þetta högg og brot úr þætti kvöldsins hér fyrir neðan. Klippa: Lögmál leiksins: Hnefahögg Draymond Green
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira