Innlent

Bein útsending: Opinn fundur með fulltrúum Seðlabankans

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis.
Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Alþingi

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund með fulltrúum Seðlabankans klukkan 9.10. Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér að neðan.

Fundarefnið er kynning Peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands á skýrslu nefndarinnar. Gestir fundarins verða Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri.

Peningastefnunefnd bankans ákvað fyrir tæpum tveimur vikum að hækka stýrivexti um 0,25 prósentustig. Eru þeir nú 5,75 prósent og hafa þeir hækkað nokkuð skarpt á rúmu ári. Á fundi þar sem ákvörðun bankans var kynnt sagði Seðlabankastjóri að mögulegt að stýrivaxtahækkunarferli bankans væri lokið.

Horfa má á fundinn í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Ásgeir: Mögulega toppi náð í vaxtahækkunum

„Mögulega erum við komin á toppinn í þessu vaxtahækkunarferli.“ Þetta sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi í morgun þegar stýrivaxtaákvörðun var kynnt. „Mögulega, ef allt gengur eftir, erum við búin að gera nóg.“

„Maður heyrir nánast peningastefnunefndina andvarpa af létti“

Greiðslubyrði margra fasteignalána hefur næstum tvöfaldast síðan Seðlabankinn hóf að hækka stýrivexti í maí í fyrra. Bankinn hækkaði stýrivexti í níunda skipti á tímabilinu í morgun. Seðlabankastjóri vonar að þetta sé síðasta hækkunin, nú þurfi aðrir að taka við boltanum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×