Setjum samdrátt samfélagslosunar í forgang Jóna Bjarnadóttir skrifar 20. október 2022 11:01 Eftirspurn eftir grænni orku hefur aldrei verið meiri og mikið er rætt um að það vanti meiri græna orku hér á landi. En fyrir hvað vantar okkur orkuna? Stærsta uppspretta losunar á heimsvísu er notkun jarðefnaeldsneytis (bensín, olía, gas og kol). Eitthvað sem veldur ekki losun gróðurhúsalofttegunda þarf að koma í staðinn fyrir þetta eldsneyti í samgöngum og iðnaði. Lykillinn að lausninni er þannig að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir endurnýjanlega græna orku. Að skipta úr olíu og bensíni krefst meiri orkuvinnslu á Íslandi. Ef aðeins er litið á þau orkuskipti sem skila samdrætti í samfélagslosun þá blasir við að orkuvinnslan okkar þarf að aukast um 40% fram til ársins 2040, eða 8 TWst. Samfélagslosun á okkar ábyrgð Í París fyrir 7 árum sammæltust ríki heims um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að bregðast við því neyðarástandi sem ríkir í loftslagsmálum. Sett var sameiginleg framtíðarsýn um að halda hækkun hitastigs innan við 1,5°C. Í kjölfarið settu ríki og ríkjasambönd sér markmið um samdrátt í losun til 2030. Íslensk stjórnvöld hafa í samfloti með öðrum löndum i Evrópu sett sér metnaðarfull markmið um samdrátt í losun. Þessi markmið skiptast í þrjá flokka og er eingöngu einn þeirra á beina ábyrgð Íslands, svo kölluð samfélagslosun. Þetta er sú losun sem ríkið hefur skuldbundið sig til að minnka. Ef losað er meira þá þarf að borga. Það er því mikilvægt að forgangsraða fjármunum í aðgerðir sem draga úr samfélagslosun svo ekki þurfi að greiða tugi milljarða króna, verði losun umfram þær heimildir sem við höfum. Þá er ótalinn sá álitshnekkir sem við verðum fyrir ef við sýnum ekki metnað til að standa við alþjóðlegar skuldbindingar. Samfélagslosun er sú losun verður vegna notkunar á hinum ýmsu vörum og þjónustu hér á landi og framleiðslu, annarri en stóriðju. Verkefnið er að draga saman þessa losun um 1,3 milljónir tonna fyrir 2030 úr þeim geirum sem falla undir samfélagslosunina. Má þar nefna ferðaþjónustu, sjávarútveg, landbúnað, byggingariðnaðinn, vinnslu raforku með jarðvarma, sorp og endurvinnslu. Stóriðjan, millilandaflug og millilandasiglingar falla ekki undir markmið samfélagslosunar (á beina ábyrgð Íslands) heldur viðskiptakerfi með losunarheimildir. Það kerfi er helsta stjórntæki Evrópusambandsins til að ná fram samdrætti í losun í geirum sem ganga þvert á landamæri. Hér eru ekki sett sértæk markmið fyrir einstök ríki heldur er unnið að sameiginlegu markmiði um samdrátt fyrir álfuna alla. Skógrækt, landgræðsla og endurheimt votlendis falla ekki heldur undir samfélagslosun heldur eru mótvægisaðgerðir sem binda kolefni úr andrúmslofti ásamt því að geta bætt landgæði, vistgerðir og stutt við líffræðilegan fjölbreytileika. Þessar aðgerðir falla undir markmið um að nettó losun aukist ekki vegna landnotkunar. Þarna er okkur að ganga vel, nettó losun hefur dregist saman, en sá samdráttur telur hins vegar ekki í skuldbindingum landsins. Grípum til aðgerða sem telja Verkefnið sem liggur fyrir okkur hvar sem við stöndum í atvinnulífinu er að grípa til aðgerða sem styðja við skuldbindingar stjórnvalda. Verkefnið er stórt og snertir okkur öll. Við þurfum að draga úr losun. En hvert eigum við að beina sjónum okkar þegar við veljum til hvaða aðgerða skuli grípa?Við þurfum skýran fókus á raunhæfar aðgerðir sem skila árangri. Þar tróna orkuskipti í samgöngum innanlands efst á blaði. Þau verða ekki að veruleika nema með aukinni öflun grænnar orku. Samhliða aukinni orkuöflun þarf að hlúa að nýsköpun og þróun grænna lausna sem stuðla að bættri orkunýtni og auðlindanotkun hvort heldur sem horft ef til framleiðsluferla eða neysluvenja. Draga þarf úr auðlindasóun almennt og virkja hringrásarhagkerfið. En það er ekki nóg fyrir orkuskiptin sem eru framundan. Það skiptir mestu máli að vinna markvisst að orkuskiptum innanlands. Þar leika t.d. ferðaþjónustan, sjávarútvegurinn og byggingaiðnaðurinn lykilhlutverk við að breyta neyslumynstri og búa til eftirspurn. Orkuframleiðendur þurfa að tryggja orku til verksins. Það þarf að afla nýrrar grænnar orku samhliða því að vinna að bættri nýtingu flutningskerfis og fyrirliggjandi aflstöðva. Styðjum við skuldbindingar Íslands Við hjá Landsvirkjun vinnum markvisst að því að styðja við skuldbindingar Íslands. Það gerum við með samdrætti í losun frá okkar eigin starfsemi, með stuðningi við þróun lausna til orkuskipta og með öflun grænnar orku til orkuskipta innanlands. Orkufyrirtæki þjóðarinnar ætlar svo sannarlega ekki að láta sitt eftir liggja heldur vinna einbeitt að því að þjóðin nái að standa við skuldbindingar sínar. Þannig verða Íslendingar hluti af lausn þess neyðarástands sem ríkir i heiminum öllum vegna loftslagsbreytinga Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Eftirspurn eftir grænni orku hefur aldrei verið meiri og mikið er rætt um að það vanti meiri græna orku hér á landi. En fyrir hvað vantar okkur orkuna? Stærsta uppspretta losunar á heimsvísu er notkun jarðefnaeldsneytis (bensín, olía, gas og kol). Eitthvað sem veldur ekki losun gróðurhúsalofttegunda þarf að koma í staðinn fyrir þetta eldsneyti í samgöngum og iðnaði. Lykillinn að lausninni er þannig að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir endurnýjanlega græna orku. Að skipta úr olíu og bensíni krefst meiri orkuvinnslu á Íslandi. Ef aðeins er litið á þau orkuskipti sem skila samdrætti í samfélagslosun þá blasir við að orkuvinnslan okkar þarf að aukast um 40% fram til ársins 2040, eða 8 TWst. Samfélagslosun á okkar ábyrgð Í París fyrir 7 árum sammæltust ríki heims um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að bregðast við því neyðarástandi sem ríkir í loftslagsmálum. Sett var sameiginleg framtíðarsýn um að halda hækkun hitastigs innan við 1,5°C. Í kjölfarið settu ríki og ríkjasambönd sér markmið um samdrátt í losun til 2030. Íslensk stjórnvöld hafa í samfloti með öðrum löndum i Evrópu sett sér metnaðarfull markmið um samdrátt í losun. Þessi markmið skiptast í þrjá flokka og er eingöngu einn þeirra á beina ábyrgð Íslands, svo kölluð samfélagslosun. Þetta er sú losun sem ríkið hefur skuldbundið sig til að minnka. Ef losað er meira þá þarf að borga. Það er því mikilvægt að forgangsraða fjármunum í aðgerðir sem draga úr samfélagslosun svo ekki þurfi að greiða tugi milljarða króna, verði losun umfram þær heimildir sem við höfum. Þá er ótalinn sá álitshnekkir sem við verðum fyrir ef við sýnum ekki metnað til að standa við alþjóðlegar skuldbindingar. Samfélagslosun er sú losun verður vegna notkunar á hinum ýmsu vörum og þjónustu hér á landi og framleiðslu, annarri en stóriðju. Verkefnið er að draga saman þessa losun um 1,3 milljónir tonna fyrir 2030 úr þeim geirum sem falla undir samfélagslosunina. Má þar nefna ferðaþjónustu, sjávarútveg, landbúnað, byggingariðnaðinn, vinnslu raforku með jarðvarma, sorp og endurvinnslu. Stóriðjan, millilandaflug og millilandasiglingar falla ekki undir markmið samfélagslosunar (á beina ábyrgð Íslands) heldur viðskiptakerfi með losunarheimildir. Það kerfi er helsta stjórntæki Evrópusambandsins til að ná fram samdrætti í losun í geirum sem ganga þvert á landamæri. Hér eru ekki sett sértæk markmið fyrir einstök ríki heldur er unnið að sameiginlegu markmiði um samdrátt fyrir álfuna alla. Skógrækt, landgræðsla og endurheimt votlendis falla ekki heldur undir samfélagslosun heldur eru mótvægisaðgerðir sem binda kolefni úr andrúmslofti ásamt því að geta bætt landgæði, vistgerðir og stutt við líffræðilegan fjölbreytileika. Þessar aðgerðir falla undir markmið um að nettó losun aukist ekki vegna landnotkunar. Þarna er okkur að ganga vel, nettó losun hefur dregist saman, en sá samdráttur telur hins vegar ekki í skuldbindingum landsins. Grípum til aðgerða sem telja Verkefnið sem liggur fyrir okkur hvar sem við stöndum í atvinnulífinu er að grípa til aðgerða sem styðja við skuldbindingar stjórnvalda. Verkefnið er stórt og snertir okkur öll. Við þurfum að draga úr losun. En hvert eigum við að beina sjónum okkar þegar við veljum til hvaða aðgerða skuli grípa?Við þurfum skýran fókus á raunhæfar aðgerðir sem skila árangri. Þar tróna orkuskipti í samgöngum innanlands efst á blaði. Þau verða ekki að veruleika nema með aukinni öflun grænnar orku. Samhliða aukinni orkuöflun þarf að hlúa að nýsköpun og þróun grænna lausna sem stuðla að bættri orkunýtni og auðlindanotkun hvort heldur sem horft ef til framleiðsluferla eða neysluvenja. Draga þarf úr auðlindasóun almennt og virkja hringrásarhagkerfið. En það er ekki nóg fyrir orkuskiptin sem eru framundan. Það skiptir mestu máli að vinna markvisst að orkuskiptum innanlands. Þar leika t.d. ferðaþjónustan, sjávarútvegurinn og byggingaiðnaðurinn lykilhlutverk við að breyta neyslumynstri og búa til eftirspurn. Orkuframleiðendur þurfa að tryggja orku til verksins. Það þarf að afla nýrrar grænnar orku samhliða því að vinna að bættri nýtingu flutningskerfis og fyrirliggjandi aflstöðva. Styðjum við skuldbindingar Íslands Við hjá Landsvirkjun vinnum markvisst að því að styðja við skuldbindingar Íslands. Það gerum við með samdrætti í losun frá okkar eigin starfsemi, með stuðningi við þróun lausna til orkuskipta og með öflun grænnar orku til orkuskipta innanlands. Orkufyrirtæki þjóðarinnar ætlar svo sannarlega ekki að láta sitt eftir liggja heldur vinna einbeitt að því að þjóðin nái að standa við skuldbindingar sínar. Þannig verða Íslendingar hluti af lausn þess neyðarástands sem ríkir i heiminum öllum vegna loftslagsbreytinga Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar