Bannon dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2022 15:27 Bannon skartaði einkennisklæðnaði sínum, tveimur skirtum, þegar hann mætti fyrir dóm í Washington-borg í morgun. AP/Nathan Howard Bandarískur alríkisdómstóll dæmdi Steve Bannon, fyrrverandi skrifstofustjóra Hvíta húss Donalds Trump, í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hunsa stefnu nefndar Bandaríkjaþings í dag. Nefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið stefndi Bannon til að bera vitni en hann óhlýðnaðist henni. Bannon er laus á meðan hægt er að áfrýja dómnum. Hann var einnig dæmdur til að greiða 6.500 dollara sekt, jafnvirði um 944 þúsund íslenskra króna, fyrir að vanvirða Bandaríkjaþing. Saksóknarar kröfðust sex mánaða fangelsisvistar yfir Bannon. Afar fátítt er að einstaklingar séu sakfelldir fyrir að vanvirða Bandaríkjaþing. Washington Post segir að Bannon sé sá fyrsti í meira en hálfa öld. Svonefnd 6. janúarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sóttist eftir vitnisburði Bannon um aðild hans að tilraunum Trump til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020. Bannon hunsaði stefnu þess efnis að hann bæri vitni og afhenti gögn sem vörðuðu málið, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögmenn Bannon reyndu að færa rök fyrir því fyrir dómi að hann hafi ekki viljað bera vitni til þess að rjúfa ekki trúnað gagnvart þáverandi Bandaríkjaforseta sem Trump gerði tilkall til þegar Bannon var fyrst stefnt. Bannon var hins vegar aðeins almennur borgari þegar hann var í samskiptum við Trump um kosningaúrslitin og aðrir fyrrverandi embættismenn í stjórn Trump hafa gefið skýrslu fyrir nefndinni. Bannon á það á hættu að vera dæmdur til enn lengri fangelsisvistar þar sem hann er ákærður fyrir peningaþvætti, fjársvik og samsæri í tengslum við fjáröflun fyrir landamæramúr Trump í New York. Saksóknarar saka Bannon um að blekkja þá sem lögðu fjáröfluninni lið. Megnið af söfnunarfénu hafi ekki farið í byggingu múrsins heldur í vasa hans og tveggja félaga hans. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir „Ég ætla bara ekkert að fara“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagði starfsmönnum sínum og bandamönnum að hann ætlaði ekki að yfirgefa Hvíta húsið, þrátt fyrir að hafa skömmu áður tapað kosningum gegn Joe Biden. „Við förum aldrei. Hvernig getur þú farið þegar þú hefur unnið kosningar.“ 12. september 2022 14:38 Bannon aftur ákærður fyrir svik vegna múrsins Stephen Bannon, langtímabandamaður Donalds Trumps og fyrrverandi ráðgjafi hans í Hvíta húsinu, hefur verið ákærður fyrir svik og fjárþvætti. Saksóknarar í New York saka hann um að svindla á fólki í tengslum við fjáröflunina „We Build the Wall“ sem safna átti peningum til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 8. september 2022 16:39 Bannon sekur um vanvirðingu gegn þinginu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Donald Trump, hefur verið dæmdur sekur um vanvirðingu gegn bandaríska þinginu. Hann gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að tvö ár. 22. júlí 2022 19:09 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Bannon er laus á meðan hægt er að áfrýja dómnum. Hann var einnig dæmdur til að greiða 6.500 dollara sekt, jafnvirði um 944 þúsund íslenskra króna, fyrir að vanvirða Bandaríkjaþing. Saksóknarar kröfðust sex mánaða fangelsisvistar yfir Bannon. Afar fátítt er að einstaklingar séu sakfelldir fyrir að vanvirða Bandaríkjaþing. Washington Post segir að Bannon sé sá fyrsti í meira en hálfa öld. Svonefnd 6. janúarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sóttist eftir vitnisburði Bannon um aðild hans að tilraunum Trump til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020. Bannon hunsaði stefnu þess efnis að hann bæri vitni og afhenti gögn sem vörðuðu málið, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögmenn Bannon reyndu að færa rök fyrir því fyrir dómi að hann hafi ekki viljað bera vitni til þess að rjúfa ekki trúnað gagnvart þáverandi Bandaríkjaforseta sem Trump gerði tilkall til þegar Bannon var fyrst stefnt. Bannon var hins vegar aðeins almennur borgari þegar hann var í samskiptum við Trump um kosningaúrslitin og aðrir fyrrverandi embættismenn í stjórn Trump hafa gefið skýrslu fyrir nefndinni. Bannon á það á hættu að vera dæmdur til enn lengri fangelsisvistar þar sem hann er ákærður fyrir peningaþvætti, fjársvik og samsæri í tengslum við fjáröflun fyrir landamæramúr Trump í New York. Saksóknarar saka Bannon um að blekkja þá sem lögðu fjáröfluninni lið. Megnið af söfnunarfénu hafi ekki farið í byggingu múrsins heldur í vasa hans og tveggja félaga hans.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir „Ég ætla bara ekkert að fara“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagði starfsmönnum sínum og bandamönnum að hann ætlaði ekki að yfirgefa Hvíta húsið, þrátt fyrir að hafa skömmu áður tapað kosningum gegn Joe Biden. „Við förum aldrei. Hvernig getur þú farið þegar þú hefur unnið kosningar.“ 12. september 2022 14:38 Bannon aftur ákærður fyrir svik vegna múrsins Stephen Bannon, langtímabandamaður Donalds Trumps og fyrrverandi ráðgjafi hans í Hvíta húsinu, hefur verið ákærður fyrir svik og fjárþvætti. Saksóknarar í New York saka hann um að svindla á fólki í tengslum við fjáröflunina „We Build the Wall“ sem safna átti peningum til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 8. september 2022 16:39 Bannon sekur um vanvirðingu gegn þinginu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Donald Trump, hefur verið dæmdur sekur um vanvirðingu gegn bandaríska þinginu. Hann gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að tvö ár. 22. júlí 2022 19:09 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
„Ég ætla bara ekkert að fara“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagði starfsmönnum sínum og bandamönnum að hann ætlaði ekki að yfirgefa Hvíta húsið, þrátt fyrir að hafa skömmu áður tapað kosningum gegn Joe Biden. „Við förum aldrei. Hvernig getur þú farið þegar þú hefur unnið kosningar.“ 12. september 2022 14:38
Bannon aftur ákærður fyrir svik vegna múrsins Stephen Bannon, langtímabandamaður Donalds Trumps og fyrrverandi ráðgjafi hans í Hvíta húsinu, hefur verið ákærður fyrir svik og fjárþvætti. Saksóknarar í New York saka hann um að svindla á fólki í tengslum við fjáröflunina „We Build the Wall“ sem safna átti peningum til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 8. september 2022 16:39
Bannon sekur um vanvirðingu gegn þinginu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Donald Trump, hefur verið dæmdur sekur um vanvirðingu gegn bandaríska þinginu. Hann gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að tvö ár. 22. júlí 2022 19:09