Bannon dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2022 15:27 Bannon skartaði einkennisklæðnaði sínum, tveimur skirtum, þegar hann mætti fyrir dóm í Washington-borg í morgun. AP/Nathan Howard Bandarískur alríkisdómstóll dæmdi Steve Bannon, fyrrverandi skrifstofustjóra Hvíta húss Donalds Trump, í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hunsa stefnu nefndar Bandaríkjaþings í dag. Nefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið stefndi Bannon til að bera vitni en hann óhlýðnaðist henni. Bannon er laus á meðan hægt er að áfrýja dómnum. Hann var einnig dæmdur til að greiða 6.500 dollara sekt, jafnvirði um 944 þúsund íslenskra króna, fyrir að vanvirða Bandaríkjaþing. Saksóknarar kröfðust sex mánaða fangelsisvistar yfir Bannon. Afar fátítt er að einstaklingar séu sakfelldir fyrir að vanvirða Bandaríkjaþing. Washington Post segir að Bannon sé sá fyrsti í meira en hálfa öld. Svonefnd 6. janúarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sóttist eftir vitnisburði Bannon um aðild hans að tilraunum Trump til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020. Bannon hunsaði stefnu þess efnis að hann bæri vitni og afhenti gögn sem vörðuðu málið, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögmenn Bannon reyndu að færa rök fyrir því fyrir dómi að hann hafi ekki viljað bera vitni til þess að rjúfa ekki trúnað gagnvart þáverandi Bandaríkjaforseta sem Trump gerði tilkall til þegar Bannon var fyrst stefnt. Bannon var hins vegar aðeins almennur borgari þegar hann var í samskiptum við Trump um kosningaúrslitin og aðrir fyrrverandi embættismenn í stjórn Trump hafa gefið skýrslu fyrir nefndinni. Bannon á það á hættu að vera dæmdur til enn lengri fangelsisvistar þar sem hann er ákærður fyrir peningaþvætti, fjársvik og samsæri í tengslum við fjáröflun fyrir landamæramúr Trump í New York. Saksóknarar saka Bannon um að blekkja þá sem lögðu fjáröfluninni lið. Megnið af söfnunarfénu hafi ekki farið í byggingu múrsins heldur í vasa hans og tveggja félaga hans. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir „Ég ætla bara ekkert að fara“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagði starfsmönnum sínum og bandamönnum að hann ætlaði ekki að yfirgefa Hvíta húsið, þrátt fyrir að hafa skömmu áður tapað kosningum gegn Joe Biden. „Við förum aldrei. Hvernig getur þú farið þegar þú hefur unnið kosningar.“ 12. september 2022 14:38 Bannon aftur ákærður fyrir svik vegna múrsins Stephen Bannon, langtímabandamaður Donalds Trumps og fyrrverandi ráðgjafi hans í Hvíta húsinu, hefur verið ákærður fyrir svik og fjárþvætti. Saksóknarar í New York saka hann um að svindla á fólki í tengslum við fjáröflunina „We Build the Wall“ sem safna átti peningum til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 8. september 2022 16:39 Bannon sekur um vanvirðingu gegn þinginu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Donald Trump, hefur verið dæmdur sekur um vanvirðingu gegn bandaríska þinginu. Hann gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að tvö ár. 22. júlí 2022 19:09 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Bannon er laus á meðan hægt er að áfrýja dómnum. Hann var einnig dæmdur til að greiða 6.500 dollara sekt, jafnvirði um 944 þúsund íslenskra króna, fyrir að vanvirða Bandaríkjaþing. Saksóknarar kröfðust sex mánaða fangelsisvistar yfir Bannon. Afar fátítt er að einstaklingar séu sakfelldir fyrir að vanvirða Bandaríkjaþing. Washington Post segir að Bannon sé sá fyrsti í meira en hálfa öld. Svonefnd 6. janúarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sóttist eftir vitnisburði Bannon um aðild hans að tilraunum Trump til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020. Bannon hunsaði stefnu þess efnis að hann bæri vitni og afhenti gögn sem vörðuðu málið, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögmenn Bannon reyndu að færa rök fyrir því fyrir dómi að hann hafi ekki viljað bera vitni til þess að rjúfa ekki trúnað gagnvart þáverandi Bandaríkjaforseta sem Trump gerði tilkall til þegar Bannon var fyrst stefnt. Bannon var hins vegar aðeins almennur borgari þegar hann var í samskiptum við Trump um kosningaúrslitin og aðrir fyrrverandi embættismenn í stjórn Trump hafa gefið skýrslu fyrir nefndinni. Bannon á það á hættu að vera dæmdur til enn lengri fangelsisvistar þar sem hann er ákærður fyrir peningaþvætti, fjársvik og samsæri í tengslum við fjáröflun fyrir landamæramúr Trump í New York. Saksóknarar saka Bannon um að blekkja þá sem lögðu fjáröfluninni lið. Megnið af söfnunarfénu hafi ekki farið í byggingu múrsins heldur í vasa hans og tveggja félaga hans.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir „Ég ætla bara ekkert að fara“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagði starfsmönnum sínum og bandamönnum að hann ætlaði ekki að yfirgefa Hvíta húsið, þrátt fyrir að hafa skömmu áður tapað kosningum gegn Joe Biden. „Við förum aldrei. Hvernig getur þú farið þegar þú hefur unnið kosningar.“ 12. september 2022 14:38 Bannon aftur ákærður fyrir svik vegna múrsins Stephen Bannon, langtímabandamaður Donalds Trumps og fyrrverandi ráðgjafi hans í Hvíta húsinu, hefur verið ákærður fyrir svik og fjárþvætti. Saksóknarar í New York saka hann um að svindla á fólki í tengslum við fjáröflunina „We Build the Wall“ sem safna átti peningum til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 8. september 2022 16:39 Bannon sekur um vanvirðingu gegn þinginu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Donald Trump, hefur verið dæmdur sekur um vanvirðingu gegn bandaríska þinginu. Hann gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að tvö ár. 22. júlí 2022 19:09 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
„Ég ætla bara ekkert að fara“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagði starfsmönnum sínum og bandamönnum að hann ætlaði ekki að yfirgefa Hvíta húsið, þrátt fyrir að hafa skömmu áður tapað kosningum gegn Joe Biden. „Við förum aldrei. Hvernig getur þú farið þegar þú hefur unnið kosningar.“ 12. september 2022 14:38
Bannon aftur ákærður fyrir svik vegna múrsins Stephen Bannon, langtímabandamaður Donalds Trumps og fyrrverandi ráðgjafi hans í Hvíta húsinu, hefur verið ákærður fyrir svik og fjárþvætti. Saksóknarar í New York saka hann um að svindla á fólki í tengslum við fjáröflunina „We Build the Wall“ sem safna átti peningum til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 8. september 2022 16:39
Bannon sekur um vanvirðingu gegn þinginu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Donald Trump, hefur verið dæmdur sekur um vanvirðingu gegn bandaríska þinginu. Hann gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að tvö ár. 22. júlí 2022 19:09