Fjármálaráðherra segir Þorbjörgu Sigríði fara með rangt mál Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. október 2022 10:53 Þorbjörg Sigríður gagnrýndi Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra harðlega á Facebook í gær. Vísir/Arnar/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttir þingmann Viðreisnar ranglega halda því fram að hann hafi lengi borið ábyrgð á málefnum ÍL-sjóðs. Hið rétta sé að málið hafi komið í hans hlut árið 2020 og hann sé að leggja fram góða lausn, sem geti sparað tugi milljarða, nái tillagan fram að ganga. Þorbjörg Sigríður gagnrýndi fjármálaráðherra harðlega á Facebook í gær og velti því fyrir sér hvort Bjarni væri „dýrasti fjármálaráðherra í sögu landsins.“ Skoðanaskiptin varða ÍL-sjóð, sem áður hét Íbúðalánasjóður, en fjármálaráðherra hefur lagt til að honum verði slitið og með því væri hægt að spara milljarðatugi. Fjármála- og efnahagsráðuneytið birti skýrslu í vikunni þar sem fram kom að til að reka ÍL-sjóð út líftíma hans þyrfti ríkissjóður að leggja honum til 450 milljarða eftir tólf ár. Með því að slíta honum yrði staðan þó aðeins neikvæð um 47 milljarða. „Hvers vegna gerðir þú þetta ekki fyrr!“ Þorbjörg Sigríður segir lánadrottna, sem eru að mestum hluta lífeyrissjóðir í eigu almennings, muni sitja í súpunni, og kallar fyrirhugaðar ráðstafanir meistaralega takta í skapandi skrifum. Bjarni hafi verið fjármálaráðherra frá árinu 2013 og þar af leiðandi haft fleiri ár til að grípa til aðgerða. Fjármálaráðherra setur athugasemd við færslu Þorbjargar á Facebook og segir hana fara með rangt mál. Hann segir að málefni ÍL-sjóðs hafi ekki verið á borði fjármálaráðuneytisins fyrr en 2020: „Á hinn bóginn hefur staða sjóðsins lengi legið fyrir og öllum, þ.m.t. þingmönnum Viðreisnar, frjálst að leggja til að leysa vandann, stöðva frekari uppsöfnun áhættu. Kannast ekki við að hafa séð tillögur í því efni, en það var við því að búast, að þegar bent er á ábyrga leið kæmi einhver og segði: hvers vegna gerðir þú þetta ekki fyrr!“ Dálítið fyndið í ljósi alls Þorbjörg Sigríður segir skondið að fjármálaráðherra hafi veigrað sér við aðgerðir vegna stjórnarandstöðunnar. „Þessi staða hefur verið hangandi yfir ríkissjóði í langan tíma. Það hefur kostað mikla fjármuni. Ég nefndi meistaralaga takta í skapandi skrifum þegar talað er um ævintýralegt tjón sem sparnað. En skemmtilegt og gott - og dálítið fyndið í ljósi alls - að fjármálaráðherra hafi ekki talið sig geta aðhafst vegna þess að stjórnarandstaðan hafi ekki gefið honum færi á því,“ segir Þorbjörg Sigríður. Bjarni gefur lítið fyrir gagnrýnina og segir einfaldlega: „Þú hélst því ranglega fram að málið hafi verið á minni ábyrgð frá 2013. Hið rétta er að þessi hluti kom til ráðuneytis míns 2020. Ég er að leggja til lausn á málinu sem mun skipta 150 milljörðum ef hún nær fram að ganga,“ segir Bjarni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Lífeyrissjóðir Kauphöllin Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Rándýrt aðgerðarleysi og almenningur sem fái reikninginn Þingmaður Viðreisnar veltir því fyrir sér hvort fjármálaráðherra sé dýrasti ráðherra í sögu landsins. Íbúðalánasjóður hafi verið í ólestri í mörg ár og meistaralegir taktar séu að kalla fyrirhugaðar ráðstafanir sparnað. 22. október 2022 14:14 Óvissa um uppgjör ÍL-sjóðs setur „allan skuldabréfamarkaðinn í uppnám“ Tillögur fjármálaráðherra um hvernig leysa megi upp ÍL-sjóð voru „nokkuð óvænt útspil“ en verði það gert á grundvelli svonefndrar einfaldrar ábyrgðar ríkissjóðs, þar sem tæknilega er hægt að greiða upp skuldabréf sjóðs á pari í dag frekar en yfir líftíma þeirra allt til ársins 2044, mun það þýða „umtalsvert“ tap fyrir þá sem halda á bréfunum, að sögn sérfræðings á skuldabréfamarkaði. Langsamlega stærstu eigendur skuldabréfanna eru lífeyrissjóðir. 21. október 2022 13:31 Fjármálaráðherra hafi „kallað fram óþarfa óvissu á markaði“ Framkvæmdastjóri eins stærsta lífeyrissjóðs landsins, sem eru langsamlega stærstu eigendur krafna á hendur ÍL-sjóði, gagnrýnir harðlega tímasetningu Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra þegar hann kynnti tillögur sínar um hvernig gera megi upp eignir og skuldir sjóðsins eftir lokun markaða í gær. Ávinningur ríkissjóðs af aðgerðunum muni jafnframt á móti þýða tap fyrir lífeyrissjóði. 21. október 2022 16:04 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Þorbjörg Sigríður gagnrýndi fjármálaráðherra harðlega á Facebook í gær og velti því fyrir sér hvort Bjarni væri „dýrasti fjármálaráðherra í sögu landsins.“ Skoðanaskiptin varða ÍL-sjóð, sem áður hét Íbúðalánasjóður, en fjármálaráðherra hefur lagt til að honum verði slitið og með því væri hægt að spara milljarðatugi. Fjármála- og efnahagsráðuneytið birti skýrslu í vikunni þar sem fram kom að til að reka ÍL-sjóð út líftíma hans þyrfti ríkissjóður að leggja honum til 450 milljarða eftir tólf ár. Með því að slíta honum yrði staðan þó aðeins neikvæð um 47 milljarða. „Hvers vegna gerðir þú þetta ekki fyrr!“ Þorbjörg Sigríður segir lánadrottna, sem eru að mestum hluta lífeyrissjóðir í eigu almennings, muni sitja í súpunni, og kallar fyrirhugaðar ráðstafanir meistaralega takta í skapandi skrifum. Bjarni hafi verið fjármálaráðherra frá árinu 2013 og þar af leiðandi haft fleiri ár til að grípa til aðgerða. Fjármálaráðherra setur athugasemd við færslu Þorbjargar á Facebook og segir hana fara með rangt mál. Hann segir að málefni ÍL-sjóðs hafi ekki verið á borði fjármálaráðuneytisins fyrr en 2020: „Á hinn bóginn hefur staða sjóðsins lengi legið fyrir og öllum, þ.m.t. þingmönnum Viðreisnar, frjálst að leggja til að leysa vandann, stöðva frekari uppsöfnun áhættu. Kannast ekki við að hafa séð tillögur í því efni, en það var við því að búast, að þegar bent er á ábyrga leið kæmi einhver og segði: hvers vegna gerðir þú þetta ekki fyrr!“ Dálítið fyndið í ljósi alls Þorbjörg Sigríður segir skondið að fjármálaráðherra hafi veigrað sér við aðgerðir vegna stjórnarandstöðunnar. „Þessi staða hefur verið hangandi yfir ríkissjóði í langan tíma. Það hefur kostað mikla fjármuni. Ég nefndi meistaralaga takta í skapandi skrifum þegar talað er um ævintýralegt tjón sem sparnað. En skemmtilegt og gott - og dálítið fyndið í ljósi alls - að fjármálaráðherra hafi ekki talið sig geta aðhafst vegna þess að stjórnarandstaðan hafi ekki gefið honum færi á því,“ segir Þorbjörg Sigríður. Bjarni gefur lítið fyrir gagnrýnina og segir einfaldlega: „Þú hélst því ranglega fram að málið hafi verið á minni ábyrgð frá 2013. Hið rétta er að þessi hluti kom til ráðuneytis míns 2020. Ég er að leggja til lausn á málinu sem mun skipta 150 milljörðum ef hún nær fram að ganga,“ segir Bjarni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Lífeyrissjóðir Kauphöllin Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Rándýrt aðgerðarleysi og almenningur sem fái reikninginn Þingmaður Viðreisnar veltir því fyrir sér hvort fjármálaráðherra sé dýrasti ráðherra í sögu landsins. Íbúðalánasjóður hafi verið í ólestri í mörg ár og meistaralegir taktar séu að kalla fyrirhugaðar ráðstafanir sparnað. 22. október 2022 14:14 Óvissa um uppgjör ÍL-sjóðs setur „allan skuldabréfamarkaðinn í uppnám“ Tillögur fjármálaráðherra um hvernig leysa megi upp ÍL-sjóð voru „nokkuð óvænt útspil“ en verði það gert á grundvelli svonefndrar einfaldrar ábyrgðar ríkissjóðs, þar sem tæknilega er hægt að greiða upp skuldabréf sjóðs á pari í dag frekar en yfir líftíma þeirra allt til ársins 2044, mun það þýða „umtalsvert“ tap fyrir þá sem halda á bréfunum, að sögn sérfræðings á skuldabréfamarkaði. Langsamlega stærstu eigendur skuldabréfanna eru lífeyrissjóðir. 21. október 2022 13:31 Fjármálaráðherra hafi „kallað fram óþarfa óvissu á markaði“ Framkvæmdastjóri eins stærsta lífeyrissjóðs landsins, sem eru langsamlega stærstu eigendur krafna á hendur ÍL-sjóði, gagnrýnir harðlega tímasetningu Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra þegar hann kynnti tillögur sínar um hvernig gera megi upp eignir og skuldir sjóðsins eftir lokun markaða í gær. Ávinningur ríkissjóðs af aðgerðunum muni jafnframt á móti þýða tap fyrir lífeyrissjóði. 21. október 2022 16:04 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Rándýrt aðgerðarleysi og almenningur sem fái reikninginn Þingmaður Viðreisnar veltir því fyrir sér hvort fjármálaráðherra sé dýrasti ráðherra í sögu landsins. Íbúðalánasjóður hafi verið í ólestri í mörg ár og meistaralegir taktar séu að kalla fyrirhugaðar ráðstafanir sparnað. 22. október 2022 14:14
Óvissa um uppgjör ÍL-sjóðs setur „allan skuldabréfamarkaðinn í uppnám“ Tillögur fjármálaráðherra um hvernig leysa megi upp ÍL-sjóð voru „nokkuð óvænt útspil“ en verði það gert á grundvelli svonefndrar einfaldrar ábyrgðar ríkissjóðs, þar sem tæknilega er hægt að greiða upp skuldabréf sjóðs á pari í dag frekar en yfir líftíma þeirra allt til ársins 2044, mun það þýða „umtalsvert“ tap fyrir þá sem halda á bréfunum, að sögn sérfræðings á skuldabréfamarkaði. Langsamlega stærstu eigendur skuldabréfanna eru lífeyrissjóðir. 21. október 2022 13:31
Fjármálaráðherra hafi „kallað fram óþarfa óvissu á markaði“ Framkvæmdastjóri eins stærsta lífeyrissjóðs landsins, sem eru langsamlega stærstu eigendur krafna á hendur ÍL-sjóði, gagnrýnir harðlega tímasetningu Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra þegar hann kynnti tillögur sínar um hvernig gera megi upp eignir og skuldir sjóðsins eftir lokun markaða í gær. Ávinningur ríkissjóðs af aðgerðunum muni jafnframt á móti þýða tap fyrir lífeyrissjóði. 21. október 2022 16:04