Lögmál leiksins: Leikmannahópur Lakers er hryllingur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2022 15:51 LeBron James og Russell Westbrook geta ekki spilað í sama liði. Getty/David Crane Nýtt tímabil í NBA-deildinni í körfubolta hófst í síðustu viku og í kvöld verður fyrsta vikan gerð upp í þættinum Lögmál leiksins á Stöð 2 Sport 2. Meðal umræðuefna kvöldsins er byrjun LeBron James og félaga í Los Angeles Lakers en þessa stórveldi deildarinnar hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum og útlitið er ekki bjart. Strákarnir í Lögmáli leiksins tóku meðal annars fyrir Russell Westbrook sem hefur fengið á sig mikla gagnrýni nær allan tímann sinn í Lakers. „Ef við byrjum á því að skoða tölfræði Russell Westbrook í þessum fyrstu þremur leikjum þá er hún langt frá því að vera viðunandi,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Lögmáls leiksins. Meira að segja honum tekst það ekki „Margir töluðu um að að þetta yrði erfitt fyrir Lakers og þessir leikmenn myndu ekki passa saman þegar þessi skipti voru gerð. Lebron og Russell Westbrook geta ekki spilað saman. Ég tek það á mig að ég hugsaði: Lebron vill fá boltann og Lebron er lausnamiðuð stjarna og LeBron James hefur alltaf látið hlutina ganga. Meira að segja honum tekst ekki að koma Russell Westbrook í réttan takt með sér,“ sagði Kjartan Atli. Klippa: Lögmál leiksins: Umræða um Westbrook og Lakers 24. október 2022 „Svo má bæta við það að hópurinn í kringum þessa fyrstu þrjá er skelfilegur. Við getum haldið því fram að þetta sé með verri hópum deildarinnar. Þegar þú ert kominn í Lonnie Walker, Matt Ryan og ekkert á bekknum. Þetta er hrikalegt,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Ég myndi byrja strax eftir tvo því Russell Westbrook er ekkert leikmaður í topp áttatíu í NBA-deildinni í dag. Ég myndi ekki endilega vera með hann þar og tölfræðin segir að hann sé ekki þar,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson. Ekki oft kjaftstopp „Hann byrjaði allt í lagi á móti Warriors en hann er 4 af 26 í skotum í hinum tveimur leikjunum,“ sagði Tómas Steindórsson. „Mig rak í rogastans á föstudaginn og ég verð yfirleitt ekki kjaftstopp. Þarna var ég það þegar ég var að horfa á tölfræðina í þessum Lakers-leik á móti Clippers og leikmannahópur Lakers blasti við mér. Þetta er hryllingur,“ sagði Sigurður Orri. Það má sjá þetta brot úr þættinum hér fyrir ofan en þátturinn fer í loftið klukkan 20.45 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Lögmál leiksins NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira
Meðal umræðuefna kvöldsins er byrjun LeBron James og félaga í Los Angeles Lakers en þessa stórveldi deildarinnar hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum og útlitið er ekki bjart. Strákarnir í Lögmáli leiksins tóku meðal annars fyrir Russell Westbrook sem hefur fengið á sig mikla gagnrýni nær allan tímann sinn í Lakers. „Ef við byrjum á því að skoða tölfræði Russell Westbrook í þessum fyrstu þremur leikjum þá er hún langt frá því að vera viðunandi,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Lögmáls leiksins. Meira að segja honum tekst það ekki „Margir töluðu um að að þetta yrði erfitt fyrir Lakers og þessir leikmenn myndu ekki passa saman þegar þessi skipti voru gerð. Lebron og Russell Westbrook geta ekki spilað saman. Ég tek það á mig að ég hugsaði: Lebron vill fá boltann og Lebron er lausnamiðuð stjarna og LeBron James hefur alltaf látið hlutina ganga. Meira að segja honum tekst ekki að koma Russell Westbrook í réttan takt með sér,“ sagði Kjartan Atli. Klippa: Lögmál leiksins: Umræða um Westbrook og Lakers 24. október 2022 „Svo má bæta við það að hópurinn í kringum þessa fyrstu þrjá er skelfilegur. Við getum haldið því fram að þetta sé með verri hópum deildarinnar. Þegar þú ert kominn í Lonnie Walker, Matt Ryan og ekkert á bekknum. Þetta er hrikalegt,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Ég myndi byrja strax eftir tvo því Russell Westbrook er ekkert leikmaður í topp áttatíu í NBA-deildinni í dag. Ég myndi ekki endilega vera með hann þar og tölfræðin segir að hann sé ekki þar,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson. Ekki oft kjaftstopp „Hann byrjaði allt í lagi á móti Warriors en hann er 4 af 26 í skotum í hinum tveimur leikjunum,“ sagði Tómas Steindórsson. „Mig rak í rogastans á föstudaginn og ég verð yfirleitt ekki kjaftstopp. Þarna var ég það þegar ég var að horfa á tölfræðina í þessum Lakers-leik á móti Clippers og leikmannahópur Lakers blasti við mér. Þetta er hryllingur,“ sagði Sigurður Orri. Það má sjá þetta brot úr þættinum hér fyrir ofan en þátturinn fer í loftið klukkan 20.45 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld.
Lögmál leiksins NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira