Ekki vera rasisti á Hrekkjavökunni Þórarinn Hjartarson skrifar 26. október 2022 09:00 Hrekkjavaka er hátíð af írskum uppruna sem Íslendingar hafa undanfarin ár gert að sinni. Í tilefni af því er mikilvægt að minna á að menning annarra er ekki búningur. Frelsi í búningavali býður þeirri hættu heim að fólk telji sér í trú um að það sé mögulegt að verða hluti af kynþætti sem það hefur hvorki líffræðilega né menningarlega burði til þess að verða. Það heitir að fremja menningarnám. Það er mikilvægt að fólk sé meðvitað og beri virðingu fyrir menningu annarra. Í því felst að aðgreina kynþætti á viðeigandi máta. Hvítir klæði sig ekki eins og Pocahontas eða Black Panther, að asískt fólk klæði sig ekki eins og Superman eða Batman og að þeldökkir klæði sig ekki upp sem persónur úr Frozen eða Rick and Morty. Nú virðast þeir hópar sem eru fórnarlömb menningarnáms ekki telja þetta vera vandamál. Það er sökum þess að hvítþvottur nýlenduríkjanna hefur seytlað inn í menningarheim fórnarlambanna og valdið þeirri viðteknu og varhugaverðu hugmynd að það sé í lagi að klæða sig eins og maður vill. Því er sérstaklega mikilvægt að hvítt fólk vekji athygli á þessu vandamáli hvarvetna á samfélagsmiðlum þar sem þau geta. Fólk þarf að gera sér grein fyrir því að manneskjan sem er vanvirt á þennan máta getur aldrei farið úr sínum búning. Það er því mikilvægt að fólk sé með á hreinu hvaða hópi það tilheyrir og hvaða hópi það tilheyrir ekki, og mun aldrei tilheyra. Munum að klæðast á hrekkjavökunni einvörðungu persónum sem tilheyra sama kynþætti og menningarheimi og við sjálf. Ekki klæða þig upp eins og rasisti á Hrekkjarvökunni. Það er árið 2022. Gerum betur. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Hrekkjavaka Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hrekkjavaka er hátíð af írskum uppruna sem Íslendingar hafa undanfarin ár gert að sinni. Í tilefni af því er mikilvægt að minna á að menning annarra er ekki búningur. Frelsi í búningavali býður þeirri hættu heim að fólk telji sér í trú um að það sé mögulegt að verða hluti af kynþætti sem það hefur hvorki líffræðilega né menningarlega burði til þess að verða. Það heitir að fremja menningarnám. Það er mikilvægt að fólk sé meðvitað og beri virðingu fyrir menningu annarra. Í því felst að aðgreina kynþætti á viðeigandi máta. Hvítir klæði sig ekki eins og Pocahontas eða Black Panther, að asískt fólk klæði sig ekki eins og Superman eða Batman og að þeldökkir klæði sig ekki upp sem persónur úr Frozen eða Rick and Morty. Nú virðast þeir hópar sem eru fórnarlömb menningarnáms ekki telja þetta vera vandamál. Það er sökum þess að hvítþvottur nýlenduríkjanna hefur seytlað inn í menningarheim fórnarlambanna og valdið þeirri viðteknu og varhugaverðu hugmynd að það sé í lagi að klæða sig eins og maður vill. Því er sérstaklega mikilvægt að hvítt fólk vekji athygli á þessu vandamáli hvarvetna á samfélagsmiðlum þar sem þau geta. Fólk þarf að gera sér grein fyrir því að manneskjan sem er vanvirt á þennan máta getur aldrei farið úr sínum búning. Það er því mikilvægt að fólk sé með á hreinu hvaða hópi það tilheyrir og hvaða hópi það tilheyrir ekki, og mun aldrei tilheyra. Munum að klæðast á hrekkjavökunni einvörðungu persónum sem tilheyra sama kynþætti og menningarheimi og við sjálf. Ekki klæða þig upp eins og rasisti á Hrekkjarvökunni. Það er árið 2022. Gerum betur. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun