Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Kjartan Kjartansson skrifar 26. október 2022 14:06 Joe Biden (t.v.) mun ekki eiga sjö dagana sæla vinni repúblikanar meirihluta á þingi í næsta mánuði. Þeir hafa boðað rannsóknir á öllum og öllu sem hann tengist. AP/Manuel Balce Ceneta Merkjanleg sveifla í átt að Repúblikanaflokknum er í skoðanakönnunum fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum sem fara fram eftir tvær vikur. Demókratar óttast nú að tapa yfirráðum í báðum deildum þingsins. Kosið verður til allra sæta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og 35 af hundrað sætum í öldungadeildinni þriðjudaginn 9. nóvember. Demókratar reyna þar að verja níu manna meirihluta í fulltrúadeildinni. Í öldungadeildinni eru flokkarnir með jafnmarga þingmenn en demókratar ráða henni þar sem varaforseti getur greitt úrslitaatkvæði. Sögulega hefur flokkur forsetans farið illa út úr þingkosningum á miðju kjörtímabili hans og stefndi framan af í að kosningarnar í ár yrðu engin undantekning. Hendur Joes Biden forseta yrðu verulega bundnar næstu tvö árin misstu demókratar meirihluta í hvorri þingdeildinni sem er. Í sumar virtust þó demókratar ná vopnum sínum á ný, meðal annars í kjölfar tímamótahæstaréttardóms sem afnam stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs. Eins og staðan var þá virtust þeir eygja möguleika á einhvers konar varnarsigri. Nú hefur pendúllinn sveiflast aftur til baka og virðast repúblikanar ætla að vinna báðar deildir þingsins. Reuters-fréttastofan segir að í ríkjum þar sem frambjóðendur demókrata til öldungadeildarinnar voru áður með afgerandi forskot sé staðan nú hnífjöfn í könnunum. Kosningatölfræðivefurinn Five Thirty Eight telur repúblikana nú eiga 81 prósent líkur á að vinna fulltrúadeildina. Í öldungadeildinni hafi demókratar naumlega yfirhöndina með 55 prósent líkur gegn 45 prósentum repúblikana. Umræðan vestanhafs nú er talin mun hagstæðari fyrir repúblikana en í sumar þegar hún snerist mikið um öfgafullar tillögur sumra þeirra um bann við þungunarrofi eftir hæstaréttardóminn. Nú er kastljósið að mestu leyti um verðbólgu, hlutfallslega hátt eldsneytisverð, innflytjendamál og glæpi. Allt málefni sem kjósendur treysta þeim betur fyrir en demókrötum. Líklegt er talið að repúblikanar muni nota völd sín til þess að stöðva öll áherslumál Biden í þinginu, þar á meðal um þungunarrof, löggæslumál og fjölskylduorlof. Til að ná sínu fram gæti þeir reynt að þvinga Biden-stjórnina til uppgjafar með því að hóta að láta ríkissjóð lenda í greiðsluþroti. Þingið þarf reglulega að samþykkja hækkanir á lögbundnu skuldaþaki sem hefur ítrekað leitt til þess að rekstur alríkisstofnuna hefur stöðvast. Þá hafa repúblikanar boðað fjölda rannsókna á demókrötum og ekki síst Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta. Sumir þeirra vilja einnig kæra Biden og Kamölu Harris varaforseta fyrir embættisbrot, meðal annars vegna brotthvarfs Bandaríkjahers frá Afganistan í fyrra. Bandaríkin Joe Biden Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32 Meirihluti frambjóðenda repúblikana afneitar kosningaúrslitunum Tæplega þrjú hundruð frambjóðendur Repúblikanaflokksins til kosninga til Bandaríkjaþings og ríkisembætta, meirihluti frambjóðenda flokksins, viðurkenna ekki úrslit forsetakosninganna árið 2020 eða efast um þau. Afar líklegt er að minnsta kosti rúmur helmingur þeirra nái kjöri. 6. október 2022 22:05 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Sjá meira
Kosið verður til allra sæta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og 35 af hundrað sætum í öldungadeildinni þriðjudaginn 9. nóvember. Demókratar reyna þar að verja níu manna meirihluta í fulltrúadeildinni. Í öldungadeildinni eru flokkarnir með jafnmarga þingmenn en demókratar ráða henni þar sem varaforseti getur greitt úrslitaatkvæði. Sögulega hefur flokkur forsetans farið illa út úr þingkosningum á miðju kjörtímabili hans og stefndi framan af í að kosningarnar í ár yrðu engin undantekning. Hendur Joes Biden forseta yrðu verulega bundnar næstu tvö árin misstu demókratar meirihluta í hvorri þingdeildinni sem er. Í sumar virtust þó demókratar ná vopnum sínum á ný, meðal annars í kjölfar tímamótahæstaréttardóms sem afnam stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs. Eins og staðan var þá virtust þeir eygja möguleika á einhvers konar varnarsigri. Nú hefur pendúllinn sveiflast aftur til baka og virðast repúblikanar ætla að vinna báðar deildir þingsins. Reuters-fréttastofan segir að í ríkjum þar sem frambjóðendur demókrata til öldungadeildarinnar voru áður með afgerandi forskot sé staðan nú hnífjöfn í könnunum. Kosningatölfræðivefurinn Five Thirty Eight telur repúblikana nú eiga 81 prósent líkur á að vinna fulltrúadeildina. Í öldungadeildinni hafi demókratar naumlega yfirhöndina með 55 prósent líkur gegn 45 prósentum repúblikana. Umræðan vestanhafs nú er talin mun hagstæðari fyrir repúblikana en í sumar þegar hún snerist mikið um öfgafullar tillögur sumra þeirra um bann við þungunarrofi eftir hæstaréttardóminn. Nú er kastljósið að mestu leyti um verðbólgu, hlutfallslega hátt eldsneytisverð, innflytjendamál og glæpi. Allt málefni sem kjósendur treysta þeim betur fyrir en demókrötum. Líklegt er talið að repúblikanar muni nota völd sín til þess að stöðva öll áherslumál Biden í þinginu, þar á meðal um þungunarrof, löggæslumál og fjölskylduorlof. Til að ná sínu fram gæti þeir reynt að þvinga Biden-stjórnina til uppgjafar með því að hóta að láta ríkissjóð lenda í greiðsluþroti. Þingið þarf reglulega að samþykkja hækkanir á lögbundnu skuldaþaki sem hefur ítrekað leitt til þess að rekstur alríkisstofnuna hefur stöðvast. Þá hafa repúblikanar boðað fjölda rannsókna á demókrötum og ekki síst Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta. Sumir þeirra vilja einnig kæra Biden og Kamölu Harris varaforseta fyrir embættisbrot, meðal annars vegna brotthvarfs Bandaríkjahers frá Afganistan í fyrra.
Bandaríkin Joe Biden Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32 Meirihluti frambjóðenda repúblikana afneitar kosningaúrslitunum Tæplega þrjú hundruð frambjóðendur Repúblikanaflokksins til kosninga til Bandaríkjaþings og ríkisembætta, meirihluti frambjóðenda flokksins, viðurkenna ekki úrslit forsetakosninganna árið 2020 eða efast um þau. Afar líklegt er að minnsta kosti rúmur helmingur þeirra nái kjöri. 6. október 2022 22:05 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Sjá meira
Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32
Meirihluti frambjóðenda repúblikana afneitar kosningaúrslitunum Tæplega þrjú hundruð frambjóðendur Repúblikanaflokksins til kosninga til Bandaríkjaþings og ríkisembætta, meirihluti frambjóðenda flokksins, viðurkenna ekki úrslit forsetakosninganna árið 2020 eða efast um þau. Afar líklegt er að minnsta kosti rúmur helmingur þeirra nái kjöri. 6. október 2022 22:05