Hafnarfjörður og skólamál barna á flótta Björg Sveins skrifar 27. október 2022 07:31 Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu flóttamanna 22. gr. 1. skulu aðildarríkin veita flóttamönnum sömu aðstöðu og veitt er ríkisborgurum, að því er tekur til barnafræðslu. Þann 31. ágúst s.l. ályktaði bæjarstjórn Hafnarfjarðar að vísa ábyrgð á þjónustu við flóttafólk til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, þar sem innviðir séu fyrir allnokkru komnir að þolmörkum, sérstaklega hvað skólaþjónustu og stuðning til barna varða. „Vegna skorts á samráði þoli innviðir sveitarfélagsins hins vegar ekki frekari fjölgun flóttafólks án samnings og óskar Hafnarfjarðarbær því eftir því að félags- og vinnumarkaðsráðuneytið taki ábyrgð á því að viðeigandi þjónustu við flóttafólk verði sinnt.“ Ástæðan sem gefin er fyrir því að innviðir séu komnir að þolmörkum sé sú að frá árinu 2015 hafi bærinn verið eitt þriggja sveitarfélaga landsins sem hafi gert samning við ríkisvaldið um móttöku einstaklinga í leit að alþjóðlegri vernd en hafi auk þess tekið á móti stórum hópi flóttafólks gegnum samræmda móttöku. Nú séu hátt í 200 börn sem hafa komið til landsins á flótta, í grunn og leikskólum Hafnarfjarðar. Eftirfarandi frétt birtist á RUV 21. október 2022: 58 flóttabörn bíða skólavistar Samkvæmt upplýsingum úr Mennta- og barnamálaráðuneytinu biðu um miðja vikuna 58 börn eftir því að komast í skóla; 39 í Hafnarfirði, 18 í Reykjanesbæ og eitt í Reykjavík. Þessar tölur breytast daglega. Það stingur í augu að flest barnanna eða 39 þeirra sem ekki eru komin með skólavist eru í Hafnarfirði. Í Silfrinu 23. október s.l. var rætt m.a. um innviði bæjarfélaga og þá staðreynd að áður en nýjasta bylgja flóttafólks kom til, var ekki nóg gert til að styrkja innviði eins og leikskóla, grunnskóla og heilsugæslu og vandamálið því löngu komið til. Það er því alveg ljóst að sá mikli vandi sem bæjarfulltrúar í Hafnarfirði lýsa í ályktun bæjarstjórnar er tilkominn vegna ónógrar uppbyggingar og styrkingar leik- og grunnskóla og heilsugæslu. Vandinn byggir ekki á komu fólks á flótta sem er í leit að öryggi og betra lífi í Hafnarfirði. Á sama tíma hefur meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar margkynnt uppbyggingu nýrra íbúðahverfa og búist við 1.400 íbúum í Ásland 4 og við Flensborgarhöfn 2.250 íbúum á Óseyrasvæðið. Til að taka á móti slíkri fjölgun íbúa þarf að byggja upp innviði sveitarfélagsins. Á sama tíma og meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar segist ekki geta tekið á móti þessum 39 börnum í neinum af okkar 10 grunnskólum Hafnarfjarðar, er nýjasti skóli bæjarins, Skarðshlíðarskóli, sem stofnaður var 2017, ekki enn fullnýttur. Þar eru nú 320 börn, en gert er ráð fyrir því að fullskipaður rúmi hann 450 – 500 nemendur. Fleiri skólar í bæjarfélaginu eru ekki fullskipaðir og ætti því Hafnarfjarðarbær hæglega að geta uppfyllt samning Sameinuðu þjóðanna og veitt börnum þann rétt að ganga í skóla. Hér er eitthvað sem ekki gengur upp. Höfundur er í stjórn svæðisfélags VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Ofbeldi gegn börnum Hafnarfjörður Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu flóttamanna 22. gr. 1. skulu aðildarríkin veita flóttamönnum sömu aðstöðu og veitt er ríkisborgurum, að því er tekur til barnafræðslu. Þann 31. ágúst s.l. ályktaði bæjarstjórn Hafnarfjarðar að vísa ábyrgð á þjónustu við flóttafólk til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, þar sem innviðir séu fyrir allnokkru komnir að þolmörkum, sérstaklega hvað skólaþjónustu og stuðning til barna varða. „Vegna skorts á samráði þoli innviðir sveitarfélagsins hins vegar ekki frekari fjölgun flóttafólks án samnings og óskar Hafnarfjarðarbær því eftir því að félags- og vinnumarkaðsráðuneytið taki ábyrgð á því að viðeigandi þjónustu við flóttafólk verði sinnt.“ Ástæðan sem gefin er fyrir því að innviðir séu komnir að þolmörkum sé sú að frá árinu 2015 hafi bærinn verið eitt þriggja sveitarfélaga landsins sem hafi gert samning við ríkisvaldið um móttöku einstaklinga í leit að alþjóðlegri vernd en hafi auk þess tekið á móti stórum hópi flóttafólks gegnum samræmda móttöku. Nú séu hátt í 200 börn sem hafa komið til landsins á flótta, í grunn og leikskólum Hafnarfjarðar. Eftirfarandi frétt birtist á RUV 21. október 2022: 58 flóttabörn bíða skólavistar Samkvæmt upplýsingum úr Mennta- og barnamálaráðuneytinu biðu um miðja vikuna 58 börn eftir því að komast í skóla; 39 í Hafnarfirði, 18 í Reykjanesbæ og eitt í Reykjavík. Þessar tölur breytast daglega. Það stingur í augu að flest barnanna eða 39 þeirra sem ekki eru komin með skólavist eru í Hafnarfirði. Í Silfrinu 23. október s.l. var rætt m.a. um innviði bæjarfélaga og þá staðreynd að áður en nýjasta bylgja flóttafólks kom til, var ekki nóg gert til að styrkja innviði eins og leikskóla, grunnskóla og heilsugæslu og vandamálið því löngu komið til. Það er því alveg ljóst að sá mikli vandi sem bæjarfulltrúar í Hafnarfirði lýsa í ályktun bæjarstjórnar er tilkominn vegna ónógrar uppbyggingar og styrkingar leik- og grunnskóla og heilsugæslu. Vandinn byggir ekki á komu fólks á flótta sem er í leit að öryggi og betra lífi í Hafnarfirði. Á sama tíma hefur meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar margkynnt uppbyggingu nýrra íbúðahverfa og búist við 1.400 íbúum í Ásland 4 og við Flensborgarhöfn 2.250 íbúum á Óseyrasvæðið. Til að taka á móti slíkri fjölgun íbúa þarf að byggja upp innviði sveitarfélagsins. Á sama tíma og meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar segist ekki geta tekið á móti þessum 39 börnum í neinum af okkar 10 grunnskólum Hafnarfjarðar, er nýjasti skóli bæjarins, Skarðshlíðarskóli, sem stofnaður var 2017, ekki enn fullnýttur. Þar eru nú 320 börn, en gert er ráð fyrir því að fullskipaður rúmi hann 450 – 500 nemendur. Fleiri skólar í bæjarfélaginu eru ekki fullskipaðir og ætti því Hafnarfjarðarbær hæglega að geta uppfyllt samning Sameinuðu þjóðanna og veitt börnum þann rétt að ganga í skóla. Hér er eitthvað sem ekki gengur upp. Höfundur er í stjórn svæðisfélags VG í Hafnarfirði.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun