Bjarni segir engin átök hafa verið á milli hans og Guðlaugs Þórs Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. október 2022 06:50 Bjarni segist ekki vilja gefa sér neitt um mögulegt formannsframboð Guðlaugs Þórs. Enn sem komið er sé hann einn í framboði. Vísir/Vilhelm „Við höfum ekki rætt þessi mál. Það hafa ekki verið nein átök á milli okkar, bara ágætis samstarf verð ég að segja. Að því leytinu til kæmi mér á óvart ef þetta endaði með einhverjum átökum um forystuna í flokknum,“ segir Bjarni Benediktsson um mögulegt formannsframboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Ummælin lét Bjarni, núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, falla í viðtali við Morgunblaðið. Orðrómur er á sveimi um að Guðlaugur Þór, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hyggist bjóða sig fram gegn Bjarna á landsfundi flokksins þar næstu helgi. Bjarni sagði í viðtalinu að formaðurinn ætti ekki embættið; hann þyrfti að endurnýja umboð sitt á hverjum landsfundi. Hins vegar þætti honum óhyggilegt að hræra í flokksforystunni eins og sakir stæðu. Spurður að því hvort það breytti ekki áferð landsfundarins ef einn af ráðherrum flokksins væri að þreifa fyrir sér með að fella formanninn sagðist Bjarni vilja forðast að gefa sér neitt. „Við skulum sjá hvað setur. Það getur vel verið að menn séu að máta sig en ég vil ekki fara að rekja hvað myndi gerast ef eitthvað,“ svaraði hann. Bjarni var einnig spurður um mögulega kergju vegna vals á landsfundarfulltrúum í stöku flokksfélagi þar sem stuðningsmenn Guðlaugs hefðu undirtökin. „Við skulum sjá. Ég held að þessi tilvik séu undantekning og kannski regla að einhverjir séu ósáttir við að komast ekki að,“ svaraði Bjarni. „Það er gríðarlegur metnaður í flokknum til þess að sækja fram. Við sem störfum fyrir flokkinn finnum það að við ættum að geta gert aðeins meira og sótt meiri stuðning, sem sé innan seilingar. Staðreyndin er sú að þetta er barátta upp á hvern einasta dag og við höfum reynt ýmsar nýjar aðferðir en það er ekkert eitt svar til við því hvernig er betra að lifa af í stjórnmálum í dag en áður,“ sagði Bjarni um kurr í flokknum vegna minnkandi fylgis. „Við erum þrátt fyrir allt stærsti flokkurinn. Við erum leiðandi afl, bæði í sveitarstjórnum og í þinginu, með flesta ráðherra og svo framvegis. Þetta er staða sem skiptir miklu um framgang sjálfstæðisstefnunnar og þeirra stefnumála sem við höfum komið okkur saman um og setjum á oddinn.“ Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Ummælin lét Bjarni, núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, falla í viðtali við Morgunblaðið. Orðrómur er á sveimi um að Guðlaugur Þór, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hyggist bjóða sig fram gegn Bjarna á landsfundi flokksins þar næstu helgi. Bjarni sagði í viðtalinu að formaðurinn ætti ekki embættið; hann þyrfti að endurnýja umboð sitt á hverjum landsfundi. Hins vegar þætti honum óhyggilegt að hræra í flokksforystunni eins og sakir stæðu. Spurður að því hvort það breytti ekki áferð landsfundarins ef einn af ráðherrum flokksins væri að þreifa fyrir sér með að fella formanninn sagðist Bjarni vilja forðast að gefa sér neitt. „Við skulum sjá hvað setur. Það getur vel verið að menn séu að máta sig en ég vil ekki fara að rekja hvað myndi gerast ef eitthvað,“ svaraði hann. Bjarni var einnig spurður um mögulega kergju vegna vals á landsfundarfulltrúum í stöku flokksfélagi þar sem stuðningsmenn Guðlaugs hefðu undirtökin. „Við skulum sjá. Ég held að þessi tilvik séu undantekning og kannski regla að einhverjir séu ósáttir við að komast ekki að,“ svaraði Bjarni. „Það er gríðarlegur metnaður í flokknum til þess að sækja fram. Við sem störfum fyrir flokkinn finnum það að við ættum að geta gert aðeins meira og sótt meiri stuðning, sem sé innan seilingar. Staðreyndin er sú að þetta er barátta upp á hvern einasta dag og við höfum reynt ýmsar nýjar aðferðir en það er ekkert eitt svar til við því hvernig er betra að lifa af í stjórnmálum í dag en áður,“ sagði Bjarni um kurr í flokknum vegna minnkandi fylgis. „Við erum þrátt fyrir allt stærsti flokkurinn. Við erum leiðandi afl, bæði í sveitarstjórnum og í þinginu, með flesta ráðherra og svo framvegis. Þetta er staða sem skiptir miklu um framgang sjálfstæðisstefnunnar og þeirra stefnumála sem við höfum komið okkur saman um og setjum á oddinn.“
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira