Stelpurnar hans Þóris „étnar lifandi“ Sindri Sverrisson skrifar 28. október 2022 08:01 Þórir Hergeirsson og norska liðið eru ríkjandi heims- og Evrópumeistarar en steinlágu gegn Hollandi í gær. Nora Mörk átti þó góðan leik. EPA/Domenech Castello Noregur, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, mátti þola sitt stærsta tap í 249 leikjum þegar liðið steinlá gegn Hollandi í vináttulandsleik í gær, 33-24. Meira en ellefu ár eru síðan liðið tapaði með svo miklum mun. „Þær eru búnar að ráðast á og leika sér að Noregi,“ sagði Bent Svele, sérfræðingur TV 2, í beinni útsendingu frá leiknum. „Það er verið að éta okkur lifandi,“ bætti lýsandinn Harald Bredeli við þegar Noregur var lentur tíu mörkum undir í seinni hálfleik. „Það var gott að fá þessa vekjaraklukku,“ sagði Þórir eftir leikinn. Noregur er að undirbúa sig fyrir Evrópumótið sem hefst hjá liðinu eftir slétta viku og á Noregur titil að verja eftir gullverðlaunin 2020. Tapið í gær gaf þó ekki góð fyrirheit en Holland skoraði 18 mörk í fyrri hálfleiknum og var vörn og markvarsla norska liðsins hreinlega í molum. Í miðja norsku vörnina vantaði parið sem lék þar þegar liðið varð heimsmeistari í fyrra. Kari Brattset Dale er ólétt og Maren Aardahl gat ekki verið með í gær vegna vöðvameiðsla. „Spiluðum illa í öllum þáttum leiksins“ Það jákvæða fyrir Þóri er kannski helst að Nora Mörk var frábær í sóknarleiknum í fyrri hálfleik og virðist komin á fulla ferð eftir vöðvameiðsli í haust. „Við spiluðum einfaldlega illa í öllum þáttum leiksins,“ sagði Mörk við TV 2 en hún fylgdist með seinni hálfleik af bekknum. Hún segist ekki áhyggjufull fyrir EM þrátt fyrir tapið. „En við eigum að sýna betri frammistöðu.“ Noregur mætir Danmörku á morgun og Brasilíu á sunnudag, í síðustu leikjum sínum fyrir EM. Noregur spilar svo við Króatíu næsta föstudag í fyrsta leik á EM, og er einnig í riðli með Sviss og Ungverjalandi. Í milliriðli bíða svo þrjú af þessum liðum: Svíþjóð, Danmörk, Slóvenía og Serbía. Tvö lið komast svo áfram í undanúrslit. Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
„Þær eru búnar að ráðast á og leika sér að Noregi,“ sagði Bent Svele, sérfræðingur TV 2, í beinni útsendingu frá leiknum. „Það er verið að éta okkur lifandi,“ bætti lýsandinn Harald Bredeli við þegar Noregur var lentur tíu mörkum undir í seinni hálfleik. „Það var gott að fá þessa vekjaraklukku,“ sagði Þórir eftir leikinn. Noregur er að undirbúa sig fyrir Evrópumótið sem hefst hjá liðinu eftir slétta viku og á Noregur titil að verja eftir gullverðlaunin 2020. Tapið í gær gaf þó ekki góð fyrirheit en Holland skoraði 18 mörk í fyrri hálfleiknum og var vörn og markvarsla norska liðsins hreinlega í molum. Í miðja norsku vörnina vantaði parið sem lék þar þegar liðið varð heimsmeistari í fyrra. Kari Brattset Dale er ólétt og Maren Aardahl gat ekki verið með í gær vegna vöðvameiðsla. „Spiluðum illa í öllum þáttum leiksins“ Það jákvæða fyrir Þóri er kannski helst að Nora Mörk var frábær í sóknarleiknum í fyrri hálfleik og virðist komin á fulla ferð eftir vöðvameiðsli í haust. „Við spiluðum einfaldlega illa í öllum þáttum leiksins,“ sagði Mörk við TV 2 en hún fylgdist með seinni hálfleik af bekknum. Hún segist ekki áhyggjufull fyrir EM þrátt fyrir tapið. „En við eigum að sýna betri frammistöðu.“ Noregur mætir Danmörku á morgun og Brasilíu á sunnudag, í síðustu leikjum sínum fyrir EM. Noregur spilar svo við Króatíu næsta föstudag í fyrsta leik á EM, og er einnig í riðli með Sviss og Ungverjalandi. Í milliriðli bíða svo þrjú af þessum liðum: Svíþjóð, Danmörk, Slóvenía og Serbía. Tvö lið komast svo áfram í undanúrslit.
Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira