Betra er brjóstvit en bókvit Gunnar Úlfarsson skrifar 28. október 2022 13:01 Það styttist í jólin. Verslanir keppast því við að fylla hillur af nýprentuðum bókum. Vísir fjallaði um málið í vikunni þar sem sagði að verð á bókum hækki með hverju ári og bókin stefni í að kosta tæplega átta þúsund krónur, að jafnaði. Aðspurður hvort bækur væru dýrar eða ódýrar svaraði bóksali: „Á tímum Shakespeare hafi bókin kostað á við 25 brauðhleifa, sem væru 12 þúsund krónur í íslensku samfélagi í dag“. Þarna var vel að orði komist og málið sett í áhugavert samhengi. Skoðum þetta betur. Bylting í bókaframleiðslu Áður fyrr voru bækur aðeins á færi efnafólks. Ástæðan er einföld. Framleiðsla á handritum og bókum var verulega tímafrek, enda fór hún fram í höndum skrifara. Áætlað er að fyrir nokkrum öldum hafi tekið um átta mánuði að framleiða eitt eintak af Biblíunni. Þar af leiðandi var bókaframleiðsla mjög takmörkuð.[1] Á 15. öld þróaði Johannes Gutenberg nýja aðferð til að búa til bækur. Hún byggði á endurnýtanlegum prentstöfum og notkun pressu til að prenta heilar síður í einu. Prentvélin var komin til sögunnar. Í stað þess að það tæki marga mánuði að framleiða eina bók, var nú hægt að búa til margar bækur á einum degi. Tæknin var ekki einungis byltingarkennd, heldur ruddi brautina fyrir nýja tegund hugmyndafræði í framleiðslu um Evrópu. Prentiðja var ein fyrsta atvinnugreinin þar sem framleiðsla byggði á hagnaðardrifinni starfsemi. Í krafti kapítalismans breiddist tæknin út um Evrópu og tókst bókaútgáfa í kjölfarið á flug.[2] Blindur er bóklaus maður En eru bækur dýrar? Sagnfræðingar telja að á 13. öld hafi bók kostað ígildi nokkurra mánaða vinnu, eða heilan helling. Á myndinni að neðan sést raunkostnaður bóka á Bretlandseyjum frá 13. öld. Hver punktur táknar verð bóka, að því gefnu að bókin hafi kostað 100 árið 1860. Þannig má sjá að á 14. öld kostaði bók nærri 18-falt meira en hún gerði 1860. Enn fremur sjást tvær grundvallarbreytingar á myndinni sem urðu til þess að verð á bókum lækkaði. Annars vegar þegar pappírsframleiðsla hófst á 12. öld og hins vegar þegar prentvélin kom til sögunnar á 15. öld. Tækniframfarir Gutenbergs og hagnaðardrifin starfsemi fyrirtækja varð til þess að bækur hríðféllu í verði og urðu með tímanum aðgengilegri almenningi. Aukin framleiðsla varð til þess að bókaflóran varð fjölbreyttari, lestrarkunnátta jókst og þekking í vestrænu samfélagi breiddist út með miklu hraði. Þar að auki má glöggt sjá hvernig framleiðni í prentiðju jókst til muna með tilkomu prentvélarinnar. Færri vinnandi hendur þurfti til að framleiða bækur og framleiðslutími varð þá talinn í klukkustundum í stað vikna. Í kjölfarið lækkaði verðið. Áætlað er að framleiðni í prentiðju hafi tuttugufaldast á fyrstu 200 árum eftir uppfinningu Gutenbergs.[3] Þessi saga af byltingu í bókaframleiðslu sýnir okkur hvernig tækniframfarir auka framleiðni og framleiðslu sem gerir bæði vörur og þjónustu ódýrari. Hvað með bækur í dag? Það er deginum ljósara að bækur eru margfalt ódýrari í dag en þær voru fyrr á öldum. Spólum nú nokkrar aldir fram í tímann. Frá árinu 1997 hefur almennt verðlag á Íslandi u.þ.b. þrefaldast. Verð á bókum hefur ekki hækkað nærri jafn mikið eða tæplega tvöfaldast. Hér er þó aðeins hálf sagan sögð og rétt að skoða verð á bókum borið saman við kaupmátt launa, eða; hvað þarf að vinna lengi til að kaupa sér bók? Í frétt Vísis kom fram að bækur kosti 8.000 kr. að jafnaði og ályktað að bækur yrðu sífellt dýrari. Það er sennilega í hærri kantinum, en látum það liggja á milli hluta. Árið 1997 tók tæplega 5 klukkustundir fyrir meðal íslendinginn að vinna sér inn fyrir bók. Þá má ætla að bókin hafi kostað um 4.000 kr. og hefur hún því um tvöfaldast að nafnverði síðan þá.[4] Þar sem laun hafa hækkað mun meira tekur í dag aðeins 2,3 klukkustundir að vinna sér inn fyrir bókinni og hún orðin ódýrari þegar tekið tillit er til aukins kaupmáttar launa. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Johannes Gutenberg fann upp prentvélina en það gefur auga leið að framleiðniaukningin sem í henni fólst var til mikilla framfara fyrir vestrænt samfélag, og síðar meir heiminn allan. Staðreyndin er sú að enn í dag hafa tækniframfarir og framleiðniaukning orðið til þess að kaupmáttur launa hefur aukist verulega. Í kjölfarið hafa bækur, og ýmsar aðrar vörur og þjónusta haldið áfram að lækka í verði. Því skiptir máli að líta ekki aðeins til nafnverðs, heldur setja verðþróun í samhengi við kaupmátt. Að öllu virtu eru bækur ódýrari í dag en áður fyrr. Bækur eru ágætar, en sagan segir að hið þjóðfræga enska skáld John Betjeman hafi sagt á dánarbeðinu að hann hafi aðeins eina eftirsjá í lífinu: að hann hafi ekki stundað meira kynlíf. Við skulum endilega nýta okkur verðþróun bóka þessi jólin, en gætum okkur samt á því að láta stærstu eftirsjá skáldsins ekki verða okkar eigin. Betra er brjóstvit en bókvit. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs. Heimildir: [1] Sjá umfjöllun um bókaverð í Morgunblaðinu í nóvember 1999. [2] Sjá Clark (2007) [1] Sjá Clark (2007) [2] A History of Mechanical Inventions: Revised Edition Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bókaútgáfa Neytendur Verðlag Gunnar Úlfarsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það styttist í jólin. Verslanir keppast því við að fylla hillur af nýprentuðum bókum. Vísir fjallaði um málið í vikunni þar sem sagði að verð á bókum hækki með hverju ári og bókin stefni í að kosta tæplega átta þúsund krónur, að jafnaði. Aðspurður hvort bækur væru dýrar eða ódýrar svaraði bóksali: „Á tímum Shakespeare hafi bókin kostað á við 25 brauðhleifa, sem væru 12 þúsund krónur í íslensku samfélagi í dag“. Þarna var vel að orði komist og málið sett í áhugavert samhengi. Skoðum þetta betur. Bylting í bókaframleiðslu Áður fyrr voru bækur aðeins á færi efnafólks. Ástæðan er einföld. Framleiðsla á handritum og bókum var verulega tímafrek, enda fór hún fram í höndum skrifara. Áætlað er að fyrir nokkrum öldum hafi tekið um átta mánuði að framleiða eitt eintak af Biblíunni. Þar af leiðandi var bókaframleiðsla mjög takmörkuð.[1] Á 15. öld þróaði Johannes Gutenberg nýja aðferð til að búa til bækur. Hún byggði á endurnýtanlegum prentstöfum og notkun pressu til að prenta heilar síður í einu. Prentvélin var komin til sögunnar. Í stað þess að það tæki marga mánuði að framleiða eina bók, var nú hægt að búa til margar bækur á einum degi. Tæknin var ekki einungis byltingarkennd, heldur ruddi brautina fyrir nýja tegund hugmyndafræði í framleiðslu um Evrópu. Prentiðja var ein fyrsta atvinnugreinin þar sem framleiðsla byggði á hagnaðardrifinni starfsemi. Í krafti kapítalismans breiddist tæknin út um Evrópu og tókst bókaútgáfa í kjölfarið á flug.[2] Blindur er bóklaus maður En eru bækur dýrar? Sagnfræðingar telja að á 13. öld hafi bók kostað ígildi nokkurra mánaða vinnu, eða heilan helling. Á myndinni að neðan sést raunkostnaður bóka á Bretlandseyjum frá 13. öld. Hver punktur táknar verð bóka, að því gefnu að bókin hafi kostað 100 árið 1860. Þannig má sjá að á 14. öld kostaði bók nærri 18-falt meira en hún gerði 1860. Enn fremur sjást tvær grundvallarbreytingar á myndinni sem urðu til þess að verð á bókum lækkaði. Annars vegar þegar pappírsframleiðsla hófst á 12. öld og hins vegar þegar prentvélin kom til sögunnar á 15. öld. Tækniframfarir Gutenbergs og hagnaðardrifin starfsemi fyrirtækja varð til þess að bækur hríðféllu í verði og urðu með tímanum aðgengilegri almenningi. Aukin framleiðsla varð til þess að bókaflóran varð fjölbreyttari, lestrarkunnátta jókst og þekking í vestrænu samfélagi breiddist út með miklu hraði. Þar að auki má glöggt sjá hvernig framleiðni í prentiðju jókst til muna með tilkomu prentvélarinnar. Færri vinnandi hendur þurfti til að framleiða bækur og framleiðslutími varð þá talinn í klukkustundum í stað vikna. Í kjölfarið lækkaði verðið. Áætlað er að framleiðni í prentiðju hafi tuttugufaldast á fyrstu 200 árum eftir uppfinningu Gutenbergs.[3] Þessi saga af byltingu í bókaframleiðslu sýnir okkur hvernig tækniframfarir auka framleiðni og framleiðslu sem gerir bæði vörur og þjónustu ódýrari. Hvað með bækur í dag? Það er deginum ljósara að bækur eru margfalt ódýrari í dag en þær voru fyrr á öldum. Spólum nú nokkrar aldir fram í tímann. Frá árinu 1997 hefur almennt verðlag á Íslandi u.þ.b. þrefaldast. Verð á bókum hefur ekki hækkað nærri jafn mikið eða tæplega tvöfaldast. Hér er þó aðeins hálf sagan sögð og rétt að skoða verð á bókum borið saman við kaupmátt launa, eða; hvað þarf að vinna lengi til að kaupa sér bók? Í frétt Vísis kom fram að bækur kosti 8.000 kr. að jafnaði og ályktað að bækur yrðu sífellt dýrari. Það er sennilega í hærri kantinum, en látum það liggja á milli hluta. Árið 1997 tók tæplega 5 klukkustundir fyrir meðal íslendinginn að vinna sér inn fyrir bók. Þá má ætla að bókin hafi kostað um 4.000 kr. og hefur hún því um tvöfaldast að nafnverði síðan þá.[4] Þar sem laun hafa hækkað mun meira tekur í dag aðeins 2,3 klukkustundir að vinna sér inn fyrir bókinni og hún orðin ódýrari þegar tekið tillit er til aukins kaupmáttar launa. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Johannes Gutenberg fann upp prentvélina en það gefur auga leið að framleiðniaukningin sem í henni fólst var til mikilla framfara fyrir vestrænt samfélag, og síðar meir heiminn allan. Staðreyndin er sú að enn í dag hafa tækniframfarir og framleiðniaukning orðið til þess að kaupmáttur launa hefur aukist verulega. Í kjölfarið hafa bækur, og ýmsar aðrar vörur og þjónusta haldið áfram að lækka í verði. Því skiptir máli að líta ekki aðeins til nafnverðs, heldur setja verðþróun í samhengi við kaupmátt. Að öllu virtu eru bækur ódýrari í dag en áður fyrr. Bækur eru ágætar, en sagan segir að hið þjóðfræga enska skáld John Betjeman hafi sagt á dánarbeðinu að hann hafi aðeins eina eftirsjá í lífinu: að hann hafi ekki stundað meira kynlíf. Við skulum endilega nýta okkur verðþróun bóka þessi jólin, en gætum okkur samt á því að láta stærstu eftirsjá skáldsins ekki verða okkar eigin. Betra er brjóstvit en bókvit. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs. Heimildir: [1] Sjá umfjöllun um bókaverð í Morgunblaðinu í nóvember 1999. [2] Sjá Clark (2007) [1] Sjá Clark (2007) [2] A History of Mechanical Inventions: Revised Edition
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar