De Bruyne skaut Englandsmeisturunum á toppinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2022 13:22 Kevin De Bruyne skoraði afar glæsilegt mark í dag. Youri Tielemans Englandsmeistarar Manchester City tylltu sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 0-1 útisigri gegn Leicester í dag. Kevin De Bruyne skoraði eina mark leiksins og það var af dýrari gerðinni. Gestirnir frá Manchester höfðu mikla yfirburði í leik dagsins og sóttu stíft frá fyrstu mínútu. Heimamenn voru þó vel skipulagðir í varnaraðgerðum sínum og Englandsmeistararnir áttu í erfiðleikum með að skapa sér opin marktækfæri. Staðan var því enn markalaus þegar flautað var til hálfleiks, en síðari hálfleikur bauð upp á meira af því sama. Gestirnir sóttu stíft og síðari hálfleikur var ekki nema fjögurra mínútna gamall þegar Kevin De Bruyne tókst loksins að brjóta ísinn fyrir City. De Bruyne skoraði þá stórglæsilegt mark, beint úr aukaspynu sem fór af stönginni og þaðan inn, algjörlega óverjandi fyrir Danny Ward í marki heimamanna. Eftir markið róaðist leikurinn og Englandsmeistararnir héldu boltanum vel innan liðsins. Youri Tielemans komst næst því að jafna metin fyrir Leicester þegar hann tók boltann á lofti fyrir utan teig eftir hornspyrnu, en þversláin kom gestunum til bjargar. Niðurstaðan varð því 0-1 sigur Manchester City sem lyfti sér upp fyrir Arsenal í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. City er nú með 29 stig eftir tólf leiki, einu stigi meira en Arsenal sem á þó leik til góða. Leicester situr hins vegar í 17. sæti deildarinnar með ellefu stig eftir 13 leiki. Enski boltinn
Englandsmeistarar Manchester City tylltu sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 0-1 útisigri gegn Leicester í dag. Kevin De Bruyne skoraði eina mark leiksins og það var af dýrari gerðinni. Gestirnir frá Manchester höfðu mikla yfirburði í leik dagsins og sóttu stíft frá fyrstu mínútu. Heimamenn voru þó vel skipulagðir í varnaraðgerðum sínum og Englandsmeistararnir áttu í erfiðleikum með að skapa sér opin marktækfæri. Staðan var því enn markalaus þegar flautað var til hálfleiks, en síðari hálfleikur bauð upp á meira af því sama. Gestirnir sóttu stíft og síðari hálfleikur var ekki nema fjögurra mínútna gamall þegar Kevin De Bruyne tókst loksins að brjóta ísinn fyrir City. De Bruyne skoraði þá stórglæsilegt mark, beint úr aukaspynu sem fór af stönginni og þaðan inn, algjörlega óverjandi fyrir Danny Ward í marki heimamanna. Eftir markið róaðist leikurinn og Englandsmeistararnir héldu boltanum vel innan liðsins. Youri Tielemans komst næst því að jafna metin fyrir Leicester þegar hann tók boltann á lofti fyrir utan teig eftir hornspyrnu, en þversláin kom gestunum til bjargar. Niðurstaðan varð því 0-1 sigur Manchester City sem lyfti sér upp fyrir Arsenal í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. City er nú með 29 stig eftir tólf leiki, einu stigi meira en Arsenal sem á þó leik til góða. Leicester situr hins vegar í 17. sæti deildarinnar með ellefu stig eftir 13 leiki.